Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 14
14 yryrvTOttUNN • Sunnuda'gur-l. júni-W75 Ágúst Sigurðsson á AAælifelli: HÓLAR I HJALTADAL »^^HSflBBflflHHH9HB! Sautjánda öldin er stundum talin einn hinn versti tími ís- landsbyggðar. Veðurfar var þá löngum illt og verzlunaráþján mikil, en almenn fátækt og auömenn svállsamir og ranglátir. Þó lifði þá sú mennt og menning, að enn er til jafnað, en ýmsir höfðingjar rismiklir og andans menn við lýði. Þetta var öld sira Hallgrims Péturssonar, sem ólst upp á Hólum i Hjaltadal I biskupsgarði herra Guðbrands frænda síns, sem margra hluta vegna er frægastur Hólabiskup i nýjum sið. Austur i Vallanesi á Völlum sat annað höfuðskáld aldarlnnar, sira Stefán ólafsson, bróðurson Odds biskups I Skálholti, Einarssonar. Þessi nöfn eru Islendingum handgengin enn I dag, þvi að vér unnum sögunni og erum sækin til hefðar. Hér má ekki undan fella slra Arngrlm lærða á Mel i Miðjumfirði, Grymogæa hans og fræöi, fyrirmennsku og reynslu- sögu meistara Brynjólfs Sveins- sonar og sviptign Helgu i Bræðra- tungu. Halldóra biskupsdóttir á Hólum er og I minnum höfð, Bjarni skáldi og Arni lögmaöur Oddsson. Þannig gætum vér lengi talið, þótt hér við sitji, enda ekki samtið þess máls, er hér skal flutt, aðeins sögulegur vegvisir. öll hin stóru nöfnin beina hugum vorum að biskupsstólunum, að Skálholti I Biskupstungum og heim að Hólum I Hjaltadal, að skólunum þar og öðru þvl, er gerði biskupsgarðana að miöstöðvum menningarinnar og fræðasetrum. A kaþólska timan- um var þar einnig valdið og stjórnun mest, en vér lútherskir menn lofum Guð fyrir það, að ekki urðu meiri hvörf hjá biskupssetrunum til bóla erlendu valdhafannaen raun ber vitni við siðaskiptin, þvl að vissulega er hinn stjórnmálalegi hluti þeirra stór og auðsær, t.d. I baráttu herra Jóns Arasonar, þótt ekki skuli látið að þvl liggja, að triíar- legar ástæöur hans væri vlkjandi þáttur I athöfn hans og fram- göngu. Það er aðeins vlðara sögusvið slðari tima, sem horfir skuggum yfir eftirmála hinnar sautjándu aldar, manntalið 1703, góða von átjándu aldarinnar þrátt fyrir allt. Hin fyrri öld hafði lifað I þverrandi von og fjöldi fólks dáið I sárum skorti. Einveldið hafði verið staðfest og sást nú á, að framtlðin var bundin hörðum álögum, sem gjarna eru samofin hrikaleik stórubólu á ári átjándu aldar. og móðu»harðinda á rauðum aftni þessa tlma mikillar niðurhrapanar. Uppgjöfin var svo nálægt, að til greina kom að flytja hina fámennu og veiku eyþjóð til annars og mildara lands. Víst hefði Islendingum liðið þar betur að dönskum mæli. Sii venja vor að kenna einveldinu og hinni erlendu stjórn einhliða hörmungar Is- lendinga er ekki fræðileg. Stjórn Dana hlaut að vera svo vitræn, að séð varð, að nú var ekki lengur arðs von af landinu nema rétti við, en ábyrgðarhlutur I almennu tilliti að láta þjóðina deyja út I sulti og volæði. Luðvlk Harboe, siðar Sjálands- biskup, var sendur úthingað til að rannsaka ástandið og látið heita, að hann væri yfirumsjónarmaður Hólabiskupsdæmis. Ýmsar til- lögur hans urðu vlsir nýrrar vonar. Enn varð vart þeirrar þjóðmenningar, sem hinn lærði og góðviljaði maður mat og skildi, er hann tók að kynnast Is- lendingum hinn fyrsta vetur, en þá sat hann þó við óhægð mis- skilnings og vanda heima á Hól- um. Atjánda öldin geymir og nafn Jóns Vidalins, hins mesta orðsvarks en snillings, sem aldrei mun að öllu gleymdur. Hugþekkari eru nöfn þeirra Finns biskups Jónssonar og Hannesar biskups, sonar hans, fræðafeðganna á föllnum biskupsgarðinum I Skálholti. Sagan mátti sfn Htils I móðu- harðindum og latlnan varð ekki stuöningur jarðneskra muna I landskjálftunum. Að skilningi Is- lenzku stjörnardeildarinnar I Höfn var flutningur Skálholts- biskups sjálfsagður. Sagan hafði þar ekki meiri áhrif en náttúru- hamfarirnar. En stjórnin hlaut að állta, að það væri allnokkur úr- ræði, að tilteknir forgöngumenn Islendinga lifðu. Sama hvar á hinni lítt byggilegu eyju. Og Hannes biskup fór að Kúludalsá á Akranesi vonsvikinn og hljóður. Sjálfstæði þjóðarinnar var að gleymast og stoltið horfið. — Niðurhrapanin varð ekki eins alger á norðlenzka stólnum. Dómkirkjan.sem vigðvar haustið 1763, stóð þar með hefð og sóma, Auðunarstofa vestur frá kirkjunni og margt, sem reisti hið forna setur I fjallafaðmi Hjalta- dals. Slðasti biskupinn, er vigður var til Skálholtsskóls, Geir Vfda- Hn, fór norður sumarið 1797 til að sækja vigslu. Vorið eftir var hinn slðasti Hólabiskup, Sigurður Stefánsson, andaður. Hin mikla ákvörðun danskra embættis- manna á næsta le.iti. Herra Geir bjó á Lambástöðum, er varð biskupssetur þjóðarinnar allrar 1801, er Hólabiskupsdæmi var lagt niður með lögum eftir þriggja ára þóf. Þannig hófst 19. öldin. Biskup- arnir I Skálholti og á Hólum voru úr sögunni, en hin nýja saga átti upphaf sitt og hinn fyrsta kafla á kotbýlinu Lambastöðum á Sel- tjarnarnesi. Það er næsta tákn- rænt fyrir Biskupasögur hinar nýju, sem timinn er enn að skrá. Og hinir fornu stólar biða þess að verði sögulok og tekið til af nýju. — Sem alkunna er var Hólastóll seldur á uppboöi.erbiskupsdæmið var niöur lagt. Stefán amtmaður á Möðruvöllum keypti staðinn I þeirri von, aö skólinn mætti hald- ast og biskup kæmi aftur á stól- inn. Hvorugt varð. Hólar uröu að sæta þeirri niðurlægingu, sem var örþrifaráð skuldugra manna, að Auðunarstofan frá 1317 var rifin, elzta og virðulegasta hús á ts- landi, en viðirnir seldir vlðsveg- ar, eins og valdið og fremdin, sem áöur heyröi staðnum. 1825 keypti slra Benedikt Vigfússon aðstoð- arprestur á Mælifelli Hóla, en hann var auðugur mjög af erfð- um. Bjó hann þar siðan sjálfs- eignarbóndi, en var jafnframt sóknarprestur frá 1827, til dauða- dags Í868. En 19. öldin átti allt um allt nokkra von og uppreisn á Hól- um I Hjaltadal. Þrennt er það, sem ber að minnast sérstaklega I menning- arsögu Norðlendinga, þegar hugsað er um örlög Hólastaðar slðustu hundrað árin. Mööru- vallaskóli 1880, Hólaskóli 1882 og stofnun vigslubiskupsembætt- anna 1909. — Gagnfræðaskólan- um, sem þá var hinn eini á land- inu, var valinn staður á Möðru- völlum I Hörgárdal af þvi hve þar er vel sett um samgöngur og ná- lægt vaxandi kaupstað á Akur- eyri, en amtmannssetrið flutt þangað inneftir skömmu fyrr, er Friðriksgáfa var brunnin 1874. Ýmsum mun hafa þótt, að Hólar væru nii afskiptir, hinn fornhelgi skólastaður Norðlendinga allt frá dögum Jóns biskups helga á önd- verðri 12. öld. En Hólar fengu samt skóla. Bændaskólinn hefur nli starfað þar óslitið frá 1882, mislingasumrinu, þegar fjöldi fólks dó, en is lengi landfastur og svohart lári.aðvarla sást gróður fyrr en undir haust. Hér hlaut mikil bjartsýni og kjarkur að ráða. Lögin um vlgslubiskupa voru liður I sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar, þ.e. að vér þyrftum ekki að sækja biskupsvigslu til Danmerk- ur, heldur væri ávallt biskups- vfgður prestur I landinu, er gæti vígt Reykjavikurbiskup, er annar var fallinn frá. Vissulega voru það mikil mistök að setja vlgslu- biskupana tvo. Lýðbiskupinn var búsettur i hinu forna Skálholts- biskupsdæmi og hans dómkirkjai Reykjavik. Skálholtsstaður var þá ofurseldur þeirri niðurlæg- ingu, sem hann var fallinn I, þeg- ar Hannes biskup flúði þaðan með bækur sinar og vlsindi, sem sjá má af þvl, að ekki var unnt að vígja slra Valdimar Briem, hinn fyrsta vigslubiskup Skálholts- stiftis, þar á staðnum, heldur varð það að vera I Reykjavlk. Hin fagra og veglega Hóladómkirkja var hins vegar I ekkjudómi, þegar þetta var, en vlglubiskup hennar þó að sjálfsögðu vigður þar, og hefur svo alltaf verið. Úr þvi að ekki þótti fært að endurreisa Hólabiskupsdæmi 1909, svo að aftur væru tve'ir'bis'kupar i iand- inu, en Htil Hkmai tn, ao Daoir færu fram af heiminum samtimis og sækja þyrfti vigluna til Danmerkur, hefði verið eðlilegt og rökrétt, að einn vigslubisk- up væri settur og þá prest- ur I hinu forna Hólastifti. Embætti vigslubiskups I Skálholtsstifti hefur verið hin mesta rökleysa og alls óþarft tild- ur fram til 1963, er hin veglega Skálholtskirkja var vigð, en þá átti að gera hana að dómkirkju þess biskups, en ekki aukakirkju Reykjavlkurbiskups, sem hefur slna dómkirkju þar. — Ef aðeins hefði verið vigslubiskup nyrðra var til muna hægara að skipa svo málum, að hann settist heim á staðinn og Norðlendingar sæktu á um fulla biskupstign hans og stólsráð. Raunar er þetta unnt á næstunni, er sira Björn Björnsson dtímprófastur á Hólum segir af sér, ef vlgslubiskup Norðlendinga vildi sækja um prestsembættið á Hólum og flytjast heim á staðinn. Þá yrði eftirleikurinn léttur og- mikil hátlð I Norðurlandi. Um þetta hejur mikið verið rætt I vetur og raunar allt, sem orðið gæti til þess að takmarkið um endurreisn Hólastóls nálægðist, en kirkjumálaráðherra, sem jafnframt er þingmaður Siglfirð- inga, Skagfirðinga og Húnvetn- inga, gaf fyrirheiti um Hóla- biskup heim á staðinn á kirkju- þingi I haust. Tveir gamlir og merkir norðlenzkir hugsjóna- menn, Gisli Magmisson I Eyhild- arholti og Snorri Sigfússon fv. námsstjóri, hafa gengið þar fram fyrir skjöldu. Opinberar undir- tektir hafa hins vegar verið dauf- ar og er það ekki vanzalaust. En Norölendingar eru ekki opinskáir og fara sér hægt, þótt þeim sé ekki uppgjöf f huga. Enn hefur ekki komið til almennra undir- skrifta I fjóröungnum, þótt sú að- ferð sé mi mjög I tlzku um minni málaleitan en hér er I efni. En ó- víst, nema ráðamenn svaraði nú jafn einarðlega og drengilega og Gizur biskup forðum, er hann veitti Norðlendingum bón þeirra um eigin biskup. Margir hyggja, að fjárhagur þjóðarinnar leyfi ekki slikan munað sem endurreisn Hólastóls. Þar er þvi til að svara, að ýmis sparnaður kemur á móti. Er það fyrirferðarmest, að mörg presta-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.