Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 1. júni 1975 TÍMINN n I Ólafur Ragnarsson bátsmaður, Guðmundur skipherra og Haf- steinn Guðjónsson háseti I þyrluskýlinu, sem notað er fyrir ýms minniháttar bjargtæki — auk þyrlunnar, þegar hún er um borð. varðskipin aðstoða fólk i heilbrigðisþjónustinni mikið þ.e.a.s. lækna og þá þarf viss lágmarksaðstaða að vera um borð i skipunum. — Mér er það ekki ljóst hvort almenn vitneskja er um það, hversu oft varðskipin eru notuð til sjúkraflutninga og til þess að aðstoða lækna og hjúkrunarfólk við að komast milli staða — og þá sérstaklega að vetrarlagi — en það er mjög oft gripið til þeirra til slikra ferðalaga. — Er „munur” á ÆGI OG TÝ? — Já, það er það. 1 meginat- riðum eru skipin þó eins, en þó er margt, sem er fullkomnara hér um borð, og betur fyrir komið. Kannski er það nýjunga- gimin, sem leggur manni þetta i munn, en ný skip standa feti framar — og ef þau gera það ekki, þá er eitthvað að. Fram- farir á öllum sviðum eru stór- stigar og ennþá er þróunin ekki stöðvuð, og þess vegna er nokk- ur munur á nýju skip og gömlu, þótt ekki skilji mörg ár á milli. — Þetta er i aðalatriðum það sem Guðmundur skipherra haföi að segja um nýju freigát- una. Lágkúra í myndvali Við gengum um skipið og sá- um margt fallegt og sumt var harla gott. Einn hlut þó voðaleg- an, sem ekki er bjóðandi upp á, en það er konstin I skipinu. Ein- hver hefur farið og keypt 2000 króna málverkaeftirprentanir til þess að hressa upp á freigát- una og — væntanlega — hamingjuna um borð. Þetta er ekki hægt. Listasafn Islands á fullt af málverkum og getur vel séð af þeim um borð i vopnaða freigátu, sem þar að auki lekur ekki eins og Listasafn tslands, sem barizt hefur við húsleka ár- um saman. Eftirprentanir Landhelgisgæzlunnar eru i hróplegu ósamræmi við þetta dýra þjóðarskip, freigátuna mina og þina. Jónas Guðmundsson. ttölsk freigáta, svipuð Tý, nema með æskilegri lengd tii þess að nýta vélarkraft. ttalska skipið er álika „þungt” og TÝR, hefur jafnstórar vélar. ttalska skipið er 40 fetum lengra en TÝR og gengur fyrir sömu vélarorku 4.5 mllum meira, eða 23.5 hnúta á móti 19 hnútum hjá TÝ. Belgfskt strandgæzluskip. Hæfileg stærð? Það er um helmingi stærra en TÝR. Þetta skip gengur jafn hratt og TÝR en hefur þó aöeins 5.400 hestöfl á móti 8000 hjá TÝ. Amerlskt strandgæzluskip — liklega er þetta eða svipað skip framtfðarskip við gæzlu 200 mflna land- helginnar. Traktorar Buvelar GVRO kastdreif- arinn fyrirliggjandi AÐEINS KR: 43.900 j| ■; »811 :iíiíí$:íí5$: Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar ó Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu. Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 mm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.