Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 15
" - Suniíudagur 1. júni 1975 ""TÍMINN 15 köll hafa verið lögð niður I hinu forna Hólabiskupsdæmi, 1880 og 1907, 1952 og loks 1970. Ef aðeins væri litið til þeirra prestakalla, sem siðasta aldarfjórðunginn hafa verið sameinuð öðrum, og þannig tekin af launaskrá ríkis- ins, á Norðurlandi, en Norðlend- ingar engar bætur fengið fyrir, heldur Prestakallasjóður og slðan s.n. Kristnisjóður, sem oss er Htið viðurhald I, er ljóst, að þar er sparnaðurinn I kristnihaldi I Hólastifti niiklu íneiri en kostnað- urinn af endurreisn biskups- dæmisins.Biskupslauniri eru ekki jafnhá og launum prestanna á Barði I Fljótum og Hvammi I Laxárdal nemur, svo að tekið sé dæmi um tvö nýlega aflögð prestaköll I Skagafjarðarsýslu. Biskups'stofa (ibúðarhús biskups- ins) er þegar fyrir hendi á Hólum, þar sem er prestseturshúsið frá 1952. Dómkirkjuprestúrinn þar er sóknarprestur I sára fámennu brauði. Hann getur auðveldlega annað starfi biskupsritara jaf'n- framt. Viðbótarlaun hans eru fundin I þeirri þóknun, sem hverf- ur til vigslubiskups, er staða hans leggst sjálfkrafa niður. Þá er eftir að byggja prestseturshús og skrifstofuhUsnæði biskups- embættisins. Má jafna þvl til sambærilegra húsbygginga rlkis- sjóðs á Miðgörðum I Grimsey og Auðkúlu f Svinadal, svo að önnur tvö nýlega aflögð prestaköll séu nefnd. Á móti ýmsum öðrum kostnaði, s.s. af ferðalögum og" skrifstofuhaldi, kemur Tjarnar- prestakall á Vatnsnesi, sem var sameinað Breiðabólstað I Vestur- höpi 1970. Þyki þetta ekki nægja I þjóðfélagi, sem stöðugt þarf að fjölga ráðherraembættum, svo að nokkuð sé tiltekið, sem verulega munar, má benda á enn frekari niðurskurð prestakalla I Hóla- stifti, þó að hart sé aðgöngu, enda vitanlegt, að til sliks kemur, áður langt líður. Skálholtsstaður var I kaldakolum, þegar hafizt var þar handa 1956 um endurreisn. Mikið fé hefur verið lagt þar til glæsi- legrar kirkju- og húsagerðar og rlkissjóður greiðir árlega nokk- urn styrk I þeirri veru. Á Hólum þarf einskis slíks með. Dómkirkj- an þar, virðulegasta guðshUs á Is- landi, er albúin þess að skipa sinn sess á ný. Bændaskólinn gefur biskupssetri í sveit tilhlýðilegan svip og öryggi um, að jörðin sé vel setin, ræktuð og byggð. En við hlið biskupsseturs og bUnaðar- skóla á Hólum æskilegt, að kæm- ist á fót sögu- og guðfræðistofnun með timanum, en hið fyrsta kirkjulegt nám, er tengdi biskup- inn og bændaskólunn i hinni nýju reisn A fornu setri. A næsta ári eru 175 ár frá þvl, er Hólastóll var lagður niður. t til- efni þess er kirkjumálaráðherra Ólafur Jóhannesson hér með beð- inn að hafa forgöngu i þvi máli, sem hann hefur raunar heitið, að fá sett lög, þegar á næsta hausti, um fulla endurreisn Hólabiskups- dæmis. Hóiabiskup heim á stað- inn i minningu aldalangrar hefð- arsögu og til reisnar kirkju og menningu vor Norðlendinga um framtið. Hið mesta og heilla- drýgsta í sögu Norðlendinga má rekja heim að Hólum. Jafnvel á hinum fátæku öldum og erfiðustu tlmum. 1 gróandi þessarar aldar hins bætta hags og aukinna fram- fara á Islandi má vænta mikils frá hinum endurreista biskups- stóli á Hólum. Aðalatriöið er ekki viðurhald hinna sögulegu tengsla, þótt vlst séu þau mikils um verð. Ekki heldur metnaður, sem þó er þarfur til jafnvægis í hinu rask- aða nútlmaþjóðfélagi. En af þvi ao biskupsstarfsins i hvatningu, forgöngu og eftirliti er bein nauð- syn á Norðurlandi.Vér erum for- ystulausir I kirkjulegu tilliti, sem von er, því að vér Htum á Hölastifti sem sjálfstætt biskups- dæmi enn i dag, þjónað til bráða- birgða af biskupinum I hinu biskupsdæminu. Þetta er ekki norðlenzk þrákelkni, en hjarta- gróin tilfinning og vissa um það, ab sá dagur renni á Norburlandi, er Hólabiskup sitji heima á staðn- um aftur eftir alla þessa löngu bið. Sá maður, sem til þess beitti aðstöðu sinni og ráðum, að lýsti af þeim tlmadegi á Norðurlandi, mun verða blessaður af samtlð og sögu og nafn hans lengi uppi. Hin frægu nöfn, fyrr og sfðar, eru bundin biskupsstólunum, þvi að þaðan kemur allt hið góða,. ef auðna ræður. Guðmundur Haildórsson. Hann segir til þess fisk- urinn hvort hér blómstrar byggð eða ekki Augnabliksviðtal við Guðmund Halldórsson, einn elzta íbúa Þorlókshofnar — Jú, ég var með þeim fyrstu, sem sett- ust hér að i Þorláks- höfn. Það var árið 1947 og þá voru engin býli hér, nema auðvitað Þoríákshafnarbærinn sem var eina iveruhús- ið á staðnum. Þegar við Timamenn vorum á ferð I Þorlákshöfn ekki alls fyrir löngu komum við að máli við Guðmund Halldórsson, sem er einn fyrsti ibúi Þorlákshafnar. NU er Guðmundur kominn á ni- ræðisaldur og s.l. vetur var sá fyrsti sem hann vinnur ekki full- an vinnudag. Guðmundur sagði okkur frá* þvl, að á þessum tima hefðu verið gerðar Ut nokkrar trillur frá Þorlákshöfn og þær hefðu aflað veí.Þá hefðu nánast engar bryggjur veriö og enginn akveg- ur til staðarins. — Þorlákshöfn hefur vaxið gffurlega ört á þessum 25 árum, — hreinlega ótrUlega ört. En hér snýst allt I kringum fiskinn eins og þá. Ég þekkti dável til Þor- lákshafnar áður en ég ákvað að setjast hér að, þvi að á róðr- arbátaöldinni á árunum milli 1913 og 1916 var ég á bát, senr gerði Ut frá Þorlákshöfn. Þá voru oft margir bátar hérna og mikib af fólki I plássinu I land- legum. Það voru að mig minnir allt að 30 bátar, þegar mest var, og um 400 manns. A þeim tlma voru hér miklar verbUðir. Synd að þær voru rifnar niður. Það var oft kátt og f jörugt i verbUðunum, þvi landlegur voru oft langar. Menn styttu sér stundir við ýmsar iþróttir, gllmu og reiptog. — ÞU hefur verið lengi á sjón- um? — Já, já, — áður en ég byrjaði á róðrarbátum, var ég á skUt- um. Sjórinn og fiskurinn hafa alltaf heillað mig. Þorlákshöfn byggðist upp fyrir tilverknað fiskins, og hann segir til þess fiskurinn, hvort hér blómsttar byggð eða ekki. Fáist ekki bein ur sjó, mun byggðin hérna hætta að blómstra, a.m.k. meðan ekki eru hér fjölbreyttari atvinnu- vegir. Guðmundur sagði, að skömmu eftir að hann hefði setzt að I Þorlákshöfn, hefði Meitillinn veriö stofnaður, — fyrst hefði verið byggð saltfisk- verkunarstöð, síðan IshUs, — og smátt og smátt hefði fyrirtækið hlaðið utan á sig og ibUum stað- arins fjölgað. — Annars títtast ég um fisk- stofninn, segir Guðmundur. — Ég er hræddur um að þeir gangi svo nærri honum, að þetta verði allt saman upp urið. Það er verst, hve mikið gengur á ung- viðið. Ég tel mjög brýnt, að friða uppeldisstöðvarnar, þvi að voðinn er vls, ef allt ungviðið drepst. — Og þU hefur alltaf unað þér vel I Þorlákshöfn? • — Já, þaö una sér allir vel hér.og þess eru afar fá dæmi aö fólk flytjist buferlum héöan. Ég hef orðiö vitni að fæðingu þessa byggðarkjarna, og mér hefur fundizt gaman að vera þátttak- andi I þvf starfi. —Gsal— Starf framkvæmdastjóra við Vélaverkstæðið Foss, Húsavik er laust til umsóknar. Æskilegt er, að hlutaðeigandi hafi mennt- un i véltækni, viðskiptamenntun eða stað- góða reynslu i rekstri verkstæða. Umsóknarfrestur er til 1. júli n.k. Upplýsingar um starfið veitir formaður stjórnar Foss, Finnur Kristjánsson, kfstj., Husávik. — simi 41444. Stjórnin. Kópavogur — Skólagarðar Innritun i skólagarðana fer fram i Görð- unum mánudaginn 2. júni frá 8.—12. og 13.—17. Þátttökugjald 1500 kr. sem greiðist við innritun, og er öllum börnum á barna- skólastigi heimil þátttaka. Skólagarðarnir eru við: 1. Kópavogsbraut. 2. Fifuhvammsveg. 3. Nýbýlaveg. Félagsmálastofnun Kópavogs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.