Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 1. juni 1975 TÍMINN 27 Listdanssýninq Þjóðleikhússins endurtekin Listdanssýning Listdansskóla Þjóðleikhússins og íslenzka dansflokksins verður endurtek- in á sunnudaginn klukkan 15. Fyrri sýning flokksins aö þessu sinni var siðastliðinn laugardag og vakti ánægju þeirra er viostaddir voru. Listdans — eöa ballett — er ung atvinnugrein og ung list- grein hér á landi og fyrstu dans- sporin á þeirri leið, að skapa danshefð á tslandi eru stigin þessa dagana. Er þess að vænta, að almenningur geri sér það ljóst, að ekki er einasta nauðsynlegt að æfa dansara til þessa framtiðarhlutverks held- ur verður einnig að þjálfa upp áhorfendahdp — almenningur þarf lika að læra dans. Nemendasýning 1 leikskrá, að dansskrá seg- ir m.a. á þessa leið: Nemendasýning listdansskói- ans er ævinlega eins konar leiftursýn i framtiðina. Hér má ekki búast við hinni fullmótuðu listsköpun — inikhi fremur er það von og eftirvænting, sem svifur yfir sviðið. Og ekki sakar að hér tekur islenzki dansflokk- urinn — sem eins og við vitum er kominn furðu vel áleiðis — höndum saman við þá yngstu, sem hér stiga sin fyrstu spor. lOins og árangur dansflokksins, þá er það fyrst og fremst af- rakstur af kennslu Alans Cart- ers, sem hér gefur að lita. En Meðal verka A sýningu Gunnars I. Guðjónssonar eru nokkrar tréristu- myndir. Hér birtum við mynd af einni þeirra. Gunnar I. Guðjónsson, sýnir á Kjarvalssföðum Gunnar Ingibergur Guðjónsson opnar málverkasýningu að Kjar- valsstöðum, laugardaginn 31. maí, kl. 16.00. Gunnar er fæddur i Reykjavik, 5. september 1941, stundaði nám og vann að mynd- list hér heima og erlendis á árun- um 1973 og 74, siðast á Spáni við Escuela Massana I Barcelona. A sýningunni eru 64 olíumál- verk, 5 aquarellur (vatnslita- myndir), 4 oliukritarmyndir, tvær málaðar með acryllitum, og ein mósalkmynd, allt í allt eru 84 ntímer á sýningunni, að tréristum meðtöldum. Sýning Gunnars Ingibergs Guðjónssonar verður opin frá laugardeginum 31. mai til 8.júní. Opnunartimi hússins er frá kl. 16.00-22.00, (á mánudögum lokað skv. hUsreglum), en á sunnudög- um er opið frá kl. 14.00-22.00. Blómasendingar gébé Reykjavik —Eins og flestir munu vita, eyðilögðust langflest- ar blðmaplöntur í Vestmannaeyj- um I'gosinu. Þar voru um fjörutiu garöplöntur fyrir gos, en aðeins fjórar eftir að gosi lauk. Mikill áhugi rikir hjá Eyjabúum að rækta upp garða sina á ný, og vinna garðeigendur þar nú að þvi fullum fetum að fá eins mikið af blómum til Eyja og hægt er. Garðar eru farnir að grænka og nýlega var stofnað Garðyrkju- félag i Eyjum sem beitir sér fyrir þvi að fá plöntur I garðana. Garðyrkjufélagið hefur beðið alla þá garðeigendur á megin- landi, sem hafa of margar plöntur Igörðum sinum og vilja losna við þær, ekki að fleygja þeim, heldur setja þær i kassa og senda til Eyja. Þetta er fólki að kostnaðar- lausu því Flugfélag Islands flytur plöntu-pakkana ókeypis. Fyrsti pakkinn er þegar kom- inn til Eyja og er almennt bUizt við að undirtektir fólks verði góð- ar. Sigurgeir Kristjánsson frétta- ritari blaðsins i Eyjum sagði: „Ég hef aldrei verið neitt sér- staklega hrifinn af blómum, en ég hef ekki gert mér grein fyrir þvl fyrr en nU hvað allir eru háðir gróðrinum og aldrei haft eins gaman af blómum i görðum eins og nU". hann hefur lika haft gott að- stoðarfólk — og eftir að hann fór af landi brott, hefur Ingibjörg Björnsdóttir borið hita og þunga dagsins við undirbúning þessar- ar sýningar, ásamt sjálfum dansflokknum. Efnisskrá. Á efnisskrá eru m.a. þessir dansar. Veðurútlit: Bjart með skúrum á milli Tónlist eftir Schumann, dans eftir Ingi- björgu Björnsdóttur. Þetta er hópdans, þar sem fjölefli þessa flokks kemur fram. Þá kemur Breytileg átt: Þrir stuttir dansar Þá fyrst Taran- tella við tónlist Tchaikovskis, dansinn saminn og dansaður af Auði Bjarnadóttur og Nönnu Ólafsdóttur. Þá Spænskur dans, saminn og dansaður af GuðrUnu Pálsdótt- ur og Ingibjörgu Pálsdóttur og að lokum er nUtimadans, dansaður og saminn af Guð- mundu Jóhannesdóttur, Helgu Bernhard, Helgu Eldon og Erni Guðmundssyni. Siðast er Vor um veröld alla: En þar dansar Islenzki dans- flokkurinn verk eftir flokkinn, en það er samið með aðstoð Ingibjargar Björnsdóttur. Sem áður var sagt, var fyrri sýning ÞjóðleikhUssins siðast- liðinn laugardag. Vakti hUn mikla athygli og ánægju við- staddra og vonandi verður fjöl- mennt á siðari sýningu flokksins á sunnudaginn (1. júni). JG „Veðurútlit: Bjart með skurum á inilli" eftir Ingibjörgu Björnsdóttur. Nemendur úr listdansskóla Þjóðleikhússins og islenzki dansflokkur- inn flylja. Vr atriði i Ballettinum „Vor um veröld alla" Nanna Ólafsdóttir, Orn Guðmundsson og Auður Bjarnadóttir i hlútverkum slnum. Færeyjaférð er oðruvisi Fjöldi víöförulla íslendinga, sem heimsótt hafa Færeyjar, feröast um eyjarnar og kynnst fólkinu, eru á einu máíi um aö ferð til Færeyja sé öðruvísi en aðrar utanlands- ferðir. Þeir eru líka á einu máli um að Færeyjaferð sé ógleymanlegt ævintýri. Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri, er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og siðast en ekki síst hið vingjarnlega viðmót fólks- ins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis, þá er það í Færeyjum. Færeyjaferð er skemmtileg fjölskylduferð, og hún er likaogekki siður tilvalinferð fyrir starfshópa og félagasamtök. Og nú er i fyrsta sinn hægt að fljúga til útlanda frá öðrum stað en suðvesturhorni landsins. Við fljúgum til Færeyja bæði frá Reykjavik og Egilsstöðum. Færeyjaferð er ódýrasta utanlandsferð sem völ er á. FLUCFÉLAG LOFTLEIDIR ÍSLAJVÐS Félög með beint flug frá Reykjavík og Egilsstöóum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.