Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 1. juni 1975 TÍMINN 33 Heldurðu að mér detti í hug, að brýna gogginn minn á svona kuta? — Ég sem er kóngssonur, sagoi krummi. hann upp í fjall, og hlakkaði til að sýna krumma. Hrafninn kom nú hoppandi að sleðanum, velti vöngum, pikkaði með gogginum i taum- inn og krafsaði i sætið. Svo skellihló hann og sagði: — Sýnist þér þetta vera sleði handa kon- ungbornum manni eins og mér? spurði hann. — Nei, hann átti að vera gullsleginn og með silki- sessu i sæti. Nú var Kári vonsvik- inn, en herti sig upp og sagði: — Ég verð þá að reyna að fá annan betri. — Onei, það þýðir ekkert, nöldraði krummi, og var fýluleg- ur. — Nú vil ég fá hesta og vagn, og hann af beztu gerð. Annars færðu aldrei að láta salt á mitt stél! Aumingja Kári ráfaði heimleiðis með sleðann sinn. En ek.ki missti hann móðinn. — Ég skal vinna mér fyrir hestum og vagni, ég skal! sagði hann við sjálfan sig. Hann fór nú með sleð- ann sinn góða upp i hlíð, þar sem margt fólk var að leika sér á skiðum og sleðum. Sumir höfðu enga sleða, en langaði að renna sér, og þeir urðu fegnir að fá leigðan sleðann hans Kára fyrir peninga. Sumir borguðu honum riflega, þvi að enginn hafði rennt sér á betri sleða en þessum, en eigandinn sjálfur hafði erigan tima til að renna sér, og svo var mestallan veturinn, þvi að nú fór Smári að smiða alls konar gripi og leikföng, og þau þóttu svo vel gerð, að fólk sóttist eftir þeim. Loksins hafði hann unnið sér svo mikið inn, að hann gat keypt sér hest. Síðan kenndi hann hestinum sinum ýmsar listir, og ferðaðist með sýningarflokki, og lét hestinn sinn sýna listir. Nú græddist Kára ört fé, og bráðlega gat hann keypt litinn vagn, sem var silfurbúinn. Svo hnýtti hann silkislaufur i topp og fax á hestunum, þvi að nú átti hann tvo hesta. Hann kemdi fall- egu hestunum sinum og lagði við þá skrautleg beizli og ók svo að finna krumma i fjallinu. Krummi sat á sinum gamla steini og heilsaði honum glaðlega. — Sjá- um nú til. Mér lizt ekki svo illa á þetta, sagði hann og krunkaði glað- lega. Hann flaug upp i vagninn, hoppaði um bök hestanna og pikkaði i þau með nefinu. Svo reigði hann sig drembi- leg'a og sagði: — Ég vil ekki opinn vagn. Og hestarnir áttu að vera hvitir, en ekki brúnir. Engin skepna á guðs grænni jörð gat verið gikkslegri en þessi krummi, hugsaði Kári. Nú, jæja, hann var nú lika kóngssonur. Nú sagði krummi: — Ég sé, að þú hefur ekk- ert vit á hestum eða fin- um vögnum, svo að það þýðir ekkert fyrir þig að koma með nokkuð af þvi tæitil min. Þú skalt hafa þinn vagn og hesta sjálf- ur, en ef þú villt enn fá að strá salti á stélið á mér, þá verðurðu að byggja handa mér stóra höll með fallegum garði i kring. Skárri var það nú heimtufrekjan! hugsaði Kári. Siðan fór hann með vagninn sinn og hestana og leigði til ferðalaga. Þetta var fallegur vagn og góðir hestar, og hann hafðí nóga vinnu, og nú rigndi peningum yfir Kára. Innan skamms gat hann keypt sér fleiri hesta og vagna og varð flugrikur, og þá tók hann til við að byggja höllina sina. Hún reis þarna við vatnið með turnspirum og eir- þökum og fánar blöktu á turnspirunum. Verkið tók nokkur ár. Þá sótti Kári krumma sinn, sem kom og flögr- aði um herbergi og sali og leit eftir öllu. Loks hoppaði hann upp á borðið i hátiðarsalnum. Þá sagði hann: — Þetta er nú ágætt, en eitt vantar þó, en það eru þrjár kistur, fuilar af gulli. Ekki get ég ver- ið kóngur og haft hirð- menn, ef ég er peninga- laus. Nú varð Kári reiður og sagði við krumma: — Skammastu þin fyrir frekjuna! En krummi sagði, að hann réði hvað hann segði og gerði, en kisturnar yrðu að vera i höllinni og fullar af gulli, áður en Kári fengi að strá salti á stélið á sér. Það tók Kára fimm ár að strita svo að hann gæti fyllt kisturnar gulli, en þá fór hann enn eina ferð upp i fjall og sótti krumma. Krummi settist á eina kistuna og starði i gull- hrúguna. — Já, nú likar mér við þig, sagði hann, — stráðu nú saltinu á stélið á mér. Loks var hún komin þessi hátiðlega stund. Hjartað hoppaði er Kári stakk hendinni i vasann og tók upp saltið. Krummi sat grafkyrr, og Kári stráði saitinu ó- sköp varlega á stélið. — Nú, nú, sagði krummi, hvers óskar þú nú? En hvers átti hann nú að óska? Hann hafði átt svo annrikt við að vinna til þess að óskirnar rætt- ust, að hann var alveg búinn að gleyma hvers hann ætlaði að óska. — Einn — tveir, sagði krummi. — Biddu — biddu, lof mér að hugsa.... En hann gat ómögulega munað, hvers hann ætl- aði að óska. — Þrir, sagði krummi, og flaug upp og allt saltið hrundi af stél- inu. Og þarna sat hann svo i glugganum og hló, svo að sást ofan i maga. En Kári var svo reiður, aðhannréð ekki við sig. — Biddu bara við, ég skal sækja byssu og svo skýt ég þig! — Ekki finnst mér það nú fallegt af þér, Kári minn, sagði krummi. — Er það rétt af þér að skjóta mig, þegar ég hef uppfyllt all- ar óskir þinar svo vel, að þú getur einskis óskað þér framar? Hefur þú ekki eignazt hnif, sleða, hesta og vagna, höll og þrjár gullkistur?! Og allt þetta án þess að þurfa að opna þinn munn til að óska nokk- urs! Kári stóð agndofa, — þetta var satt. Hann hafði eignazt allt, sem hann hafði áður óskað sér. Nú þurfti hann að- eins að gefa sér tima til að njóta þessa alls. — Ég er nú aldeilis hissa, sagði hann, — og ég sem baslaði og strit- aði til þess að i'á að strá salti á stélið á þér. Og svo þurfti ég þess ekki eftir allt saman. Krummi flaug hlæj- andi út um gluggann, en Kári hljóp út að glugg- anum og kallaði á eftir honum: — Þakka þér fyrir krummi minn. Nú veit ég, að það er betra að geta hjálpað sér sjálfur en að fá allar óskir uppfylltar fyrir- hafnarlaust. — Kra-kra-krá, Kári, svaraði krummi. (þýttúr norsku) VIÐ 'HLEMM er Herradeild JMJ og þar er úrval mikið að finna af HERRAPEILD via Hlemm REYKJAVÍK ERRAFATNAÐI EL KLÆDDIR KARLMENN kunna ve! að meta íatnao frá JAAJ Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkona óskast nú þegar að Sjúkrahúsinu i Keflavik. Upplýsingar gefur forstöðukona eða yfir- læknir i síma 92-1400 eða 1401. MARSHALL sturtuvagnar 4ra tonna burðarþol Breið dekk Nú aftur fyrirliggjandi Verð aðeins kr. 236.350 ÞORHF REYKJAVIK SKOLAVÖROUSTIG 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.