Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 1. júni 1975 Dekksta útlit sem ég man eftir á sjómannadegi — segir Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambands íslands BH-Reykjavflc. — Astandiö er þannig, að stöðvun á stærri togurunum hefur verið slöan 11 april, að verkfall var boðað og hófst, og nú hafa allir togararn- ir, 23 að tölu, stöðvazt. Um samningaumleitanirnar er það að segja, að þær hafa gengið bæði seint og illa, og mjög litið þróazt í áttina til samkomulags. Svo að ef Utgerðarmenn treysta sér ekki, og það mjög fljótlega, til þess að láta eitthvað meira, þá er það alveg vist, að þeir tapa að mlnu viti mörgum þess- um góðu, gömlu og vönu togara- mönnum, ef stoppið varir öllu lengur. Sannleikurinn er sá, að þótt bátunum gangi kannski ekki alltof vel, og ekki sé alltof mikil þénusta á sumum þeirra, þá er það svo, að menn sækja alltaf f það fremur en að vera atvinnulausir, jafnmikið og menn sóttu I togaraplássin áður. Þannigkomst Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins, aö orði I gær, þegar blaðið hafði samband við hann og óskaði eft- ir, aö hann segði nokkur orð I til- efni þess, að sjómannadagurinn er I dag. — Útlitið á þessum sjdmanna- degi er ekki sérlega bjart. 23 togarar hafa stöðvazt, kaup- skipaflotinh liggur svo til allur bundinn I höfn, og ef til verk- falla kemur upp úr 11. júní n.k. þá stöðvast bátarnir að sjálf- sögðu lika, ef þeir fá ekki af- greiðslu, sem þeir fá að sjálf- sögðu ekki, ef til verkfalla kem- ur á hinum almenna vinnu- markaði. — Útlitið hefur oft verið dökkt hjá sjómönnum, en að minu viti hefur það aldrei verið drekkra á sjómannadaginn. Ég treysti þvi, að sjdmenn minnist þess á slnum hátlðisdegi, að góð sam- tök munu kannski færa þeim bjartari tlma, a.m.k. sigur I þessari yfirstandandi deilu. Og að lokum vil ég færa öllum sjó- mönnum mlnar beztu kveðjur og óska þeim alls hins bezta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.