Tíminn - 01.06.1975, Qupperneq 16

Tíminn - 01.06.1975, Qupperneq 16
16 TÍMINN Sunnudagur 1. júni 1975 ■ Dekksta útlit sem ég man eftir á sjómannadegi — segir Jón Sigurðsson, forseti Sjómonnasambands íslands BH-Reykjavik. — Ástandiö er þannig, að stöövun á stærri togurunum hefur verið siðan 11 april, að verkfall var boðað og hófst, og nd hafa allir togaram- ir, 23 að tölu, stöðvazt. Um samningaumleitanirnar er það að segja, að þær hafa gengið bæði seint og illa, og mjög litið þróazt i áttina til samkomulags. Svo að ef útgerðarmenn treysta sér ekki, og það mjög fljótlega, til þess að láta eitthvað meira, þá er það alveg vist, að þeir tapa að minu viti mörgum þess- um góðu, gömlu og vönu togara- mönnum, ef stoppið varir öllu lengur. Sannleikurinn er sá, að þótt bátunum gangi kannski ekki alltof vel, og ekki sé alltof mikil þénusta á sumum þeirra, þá er það svo, að menn sækja alltaf i það fremur en að vera atvinnulausir, jafnmikið og menn sóttu i togaraplássin áður. Þannig komst Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins, að orði i gær, þegar blaðið hafði samband við hann og óskaði eft- ir,aðhann segði nokkur orð i til- efni þess, að sjómannadagurinn er i dag. — útlitið á þessum sjómanna- degi er ekki sérlega bjart. 23 togarar hafa stöðvazt, kaup- skipaflotinn liggur svo til allur bundinn i höfn, og ef til verk- falla kemur upp úr 11. júni n.k. þá stöðvast bátarnir að sjálf- sögðu lika, ef þeir fá ekki af- greiðslu, sem þeir fá að sjálf- sögðu ekki, ef til verkfalla kem- ur á hinum almenna vinnu- markaði. — Utlitið hefur oft verið dökkt hjá sjómönnum, en að minu viti hefur það aldrei verið drekkra á sjómannadaginn. Ég treysti þvi, að sjómenn minnist þess á sinum hátiðisdegi, að góð sam- tök munu kannski færa þeim bjartari tima, a.m.k. sigur i þessari yfirstandandi deilu. Og að lokum vil ég færa öllum sjó- mönnum minar beztu kveðjur og óska þeim alls hins bezta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.