Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 1. júni 1975 TÍMINN Sumar- áæflun Strætis- vagna Reykja- víkur SUNNUDAGINN 1. júní ganga I gildi nokkrar breytingar á ferð- um Strætisvagna Reykjavikur. Þessar breytingar snerta einkum feröir vagnanna á kvöldin og á laugardagsmorgnum. Talningar, sem gerðar hafa verið á farþeg- um vagnanna um alllangan tlma, hafa sýnt, að farþegum fækkar verulega eftir klukkan 19:00 á kvöldin og þar til akstri lýkur á miðnætti eða klukkan 01:11. Á laugardagsmorgnum eru farþeg- ar einnig mjög fáir, og er það I eðlilegu samræmi við þá þróun, sem orðið hefur i sambandi við lokun verslana og vinnu í skrif- stofum, sem nú er nær óþekkt á laugardögum. Þetta hefur gefið tilefni til að fækka ferðum á kvöldin og á laugardagsmorgnum I sumar. — Við timasetningu ferða vagnanna samkvæmt þess- ari nýju áætlun er sérstök áherzla lögð á greiðar samgöngur frá eystri úthverfum borgarinnar til miðborgarinnar, og áfram með þvi að skipta um vagn á Hlemmi ef með þarf. — A fyrrgreindum tlmum aka vagnarnir á þrjátiu mlnútna fresti. Þetta hefur það I för með sér, að allar timasetning- ar verða mjög öruggar og brott- farar- og komutimar vagnanna standast á. Aksturinn á laugar- dagsmorgnum hefur nU verið samræmdar akstri á sunnudags- og helgidagamorgnum, nema hvað almennur akstur hefst klukkan 07:00 á laugardags- morgnum I stað klukkan 10:00 á sunnudögum og helgidögum. — A leið 1 verður breyting, sem tengir norðanverðar Hllðarnar betur en áður við miðbæinn. — Rétt er að taka fram, að engar breytingar verða á akstrí SVR á virkum dög- um til klukkan 19:00, né heldur á sunnudögum og heígidögum til klukkan 19:00. Sumaráætlunin nýja verður afhent endurgjalds- laust Imiðstöð SVR á Lækjartorgi og á Hlemmi. 1 þessari sumar- áætlun er greint frá þeim breyt- ingum, sem verða á ferðum frá leiöabdk SVR 1973 — í sambandi viö þessa breytingu er vert að geta þess, að snemma I vor ritaði borgarstjóri öllum stofnunum borgarinnar bréf þar sem þess var óskað, að reynt yrði að draga úr kostnaði við rekstur þeirra, þó án þess að draga Ur þjónustu. Ibúðarhús brennur Gsal-Reykjavik — í fyrrakvöld kom upp eldur I IbUðarhUsi að Vatnsholti I Villingaholtshreppi, og skemmdist húsið allverulega. IbUöarhUsið, sem er einlyft timburhUs með bárujárnsklæðn- ingu, var mannlaust, er eldurinn kviknaði. Slökkvilið frá Selfossi kom fljótlega á vettvang og tókst að hefta Utbreiðslu eldsins. BÍLALEIGAN EKILL BRAUTARHOLTI 4, SlMAR: 28340-37199 Ford Bronco VW-sendibilar Land/Rover VW-fólksbflar Range/Rover Datsun-fólks- Blazer bflar Dagskrá 38. Sjó- mannadags- ins, sunnu- daginn 1. júríí 1975 08.00 fánar dregnir að hUn á skipum á höfninni. 09.00 leikur Lúðrasveit Reykja- vikur létt lög viö Hrafnistu. 11.00 Sjómannamessa i Dóm- kirkjunni. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson minnist drukknaðra sjó- manna. Dómkórinn syngur, einsöngvari: Hreinn Lindal, organleikari: Ragnar Björns- son. Blómsveigur lagður á leiöi óþekkta sjómannsins I Fossvogskirkjugarði. Hátiöarhöldin I Nauthólsvik: 13.30 leikur Lúðrasveit Reykja- vikur. 13.45 fánaborg mynduð meö sjómannal'elagsfánum og is- lenskum fánum. 14.00 Avörp: a. FulltrUi ríkis- stjornarinnar Gunnar Thor- ocldsen iðnaðarraöherra, v/fjarveru Matthiasar Bjarnasonar, sjávarútvegs- ráðherra. b. FulltrUi Ut- gerðarmanna, Ingólfur Arnarson, framkv.stj. Út- vegsmannafélags Suöur- nesja. c. FulltrUi sjómanna, Brynjólfur Halldórsson, skipstj. á b/v. ÖGRA, form. Skipstjóra- og stýrimannafel. Ægis. d. Pétur Sigurösson, form. Sjómannadagsráðs heiðrar þrja sjómenn meö heiðursmerki dagsins. Þá verður ennfremur einn heiöraöur með gullkrossi Sjó- mannadagsins. Kappróður — kappsigling o.fl. 1. Kappsigling á vegum Sigl- ingasambands tslands. 2. Kappróður — veöbanki starf- ar. 3. Kappróður á litlum gUmml- bátum. 4. Björgunar- og stakkasund. 5. Koddaslagur. Merki Sjómannadagsins og Sjómannadagsblaðið, ásamt veitingum verða til sölu á Hátiö- arsvæðinu. Ath. Strætisvagnaferðir verða frá Lækjartorgi og Hlemmi frá kl. 13.00 og veröa á 15 mln. fresti. Þeim, sem koma á eigin bll- um, er sérstaklega bent á að koma timanlega i Nauthólsvík, til aö forðast umferðaröng- þveiti. Sjómannahóf verður aö Hótel Sögu og hefst meö boröhaldi kl. 19.30. Merkja og blaðasala sjóinannadagsins Afgreiðsla á merkjum sjó- mannadagsins og Sjómanna- dagsblaöinu, verður á eftirtöld- um stöðum frá kl. 10.00: Austurbæjarskoli, Alftamýr- arskóli, Arbæjarskóli, Breiða- geröisskóli, Breiðholtsskóli, Fellaskóli, Hllðarskóli, Kárs- nesskóli, Kópavogsskóli, Lang- holtsskóli, Laugarnesskóli, Laugarásbló, Melaskóli, MýrarhUsaskóli, Vogaskóli og hjá Vélstjórafélagi Islands, Bárugötu 11. Há sölulaun. Þau börn sem selja fyrir kr. 1.000,- eöa meira, fá auk' sölulauna aðgöngumiða! að kvikmyndasýningu i Laugar- ásbiói. Frá vigslu Heilsugæzlustöðvar Suðurnesja I Keflavlk 24. mai s.l. A myndinni eru, talið frá vinstri: Kjartan ólafsson, héraðslæknir, Kristján Sigurðsson, yfirlæknir, Hreggviður Hermannsson læknir, Eyjólfur Eysteinsson forstöðumaður, dr. med. Sigurður S. Magnússon, Erna Björnsdóttir hjiikrunar- kona, Bjargey Einarsdóttir, ritari, Auður Jónsdóttir hjúkrunarkona, Guðmundur Jónmundsson, barna- læknir, Guðjón Klemenzson læknir, Arnbjörn ólafsson læknir og Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri. Verzlið þar sem verðið er lágt! Countess sófasettið —¦ Verð krónur 119,200 Windsor sófasettið — Verð frá krónum 136.900 Þér getið valið úr yfir 40 gerðum af sófasettum og verðið er frá krónum 99.000 Við bjóðum húsgögn frá öllum helztu húsgagnaframleið- endum landsins á einum stað Op'ib til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.