Tíminn - 01.06.1975, Qupperneq 7

Tíminn - 01.06.1975, Qupperneq 7
Sunnudagur 1. júni 1975 TÍMINN 7 Sumar- áæflun Strætis- vagna Reykja- víkur SUNNUDAGINN 1. júni ganga I gildi nokkrar breytingar á ferð- um Strætisvagna Reykjavfkur. Þessar breytingar snerta einkum feröir vagnanna á kvöldin og á laugardagsmorgnum. Talningar, sem gerðar hafa verið á farþeg- um vagnanna um alllangan tima, hafa sýnt, að farþegum fækkar verulega eftir klukkan 19:00 á kvöldin og þar til akstri lýkur á miðnætti eða klukkan 01:11. A laugardagsmorgnum eru farþeg- ar einnig mjög fáir, og er það i eðlilegu samræmi við þá þróun, sem orðið hefur i sambandi við lokun verslana og vinnu i skrif- stofum, sem nú er nær óþekkt á laugardögum. Þetta hefur gefið tilefni til að fækka ferðum á kvöldin og á laugardagsmorgnum i sumar. — Við timasetningu ferða vagnanna samkvæmt þess- ari nýju áætlun er sérstök áherzla lögð á greiðar samgöngur frá eystri úthverfum borgarinnar til miðborgarinnar, og áfram með þvi að skipta um vagn á Hlemmi ef með þarf. — Á fyrrgreindum tlmum aka vagnarnir á þrjátiu mlnútna fresti. Þetta hefur það I för með sér, að allar timasetning- ar verða mjög öruggar og brott- farar- og komutimar vagnanna standast á. Aksturinn á laugar- dagsmorgnum hefur nú verið samræmdar akstri á sunnudags- og helgidagamorgnum, nema hvað almennur akstur hefst klukkan 07:00 á laugardags- morgnum i stað klukkan 10:00 á sunnudögum og helgidögum. — Á leiö 1 verður breyting, sem tengir norðanverðar Hliðarnar betur en áður við miðbæinn. — Rétt er að taka fram, að engar breytingar verða á akstri SVR á virkum dög- um til klukkan 19:00, né heldur á sunnudögum og helgidögum til klukkan 19:00. Sumaráætlunin nýja veröur afhent endurgjalds- laust I miöstöð SVR á Lækjartorgi og á Hlemmi. 1 þessari sumar- áætlun er greint frá þeim breyt- ingum, sem verða á ferðum frá leiðabók SVR 1973 — 1 sambandi við þessa breytingu er vert að geta þess, að snemma I vor ritaði borgarstjóri öllum stofnunum borgarinnar bréf þar sem þess var óskað, að reynt yrði að draga úr kostnaði við rekstur þeirra, þó án þess að draga úr þjónustu. Ibúðarhús brennur Gsal-Reykjavik — í fyrrakvöld kom upp eldur I ibúðarhúsi að Vatnsholti i Villingaholtshreppi, og skemmdist húsið allverulega. íbúöarhúsið, sem er einlyft timburhús með bárujárnsklæðn- ingu, var mannlaust, er eldurinn kviknaði. Slökkvilið frá Selfossi kom fljótlega á vettvang og tókst að hefta útbreiðslu eldsins. BILALEIGAN ^T^ekill BRAUTARHOLTI 4, SlMAR: 28340-37199 Ford Bronco VW-sendibilar Land/Rover VW-fólksbilar Range/Rover Datsun-fólks- Blazer bilar V Dagskrá 38. Sjó- mannadags- ins, sunnu- daginn 1. júní 1975 08.00 fánar dregnir að hún á skipum á höfninni. 09.00 leikur Lúðrasveit Reykja- vikur létt lög viö Hrafnistu. 11.00 Sjómannamessa i Dóm- kirkjunni. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson minnist drukknaðra sjó- manna. Dómkórinn syngur, einsöngvari: Hreinn Lindal, organleikari: Ragnar Björns- son. Blómsveigur lagöur á leiöi óþekkta sjómannsins i Fossvogskirkjugarði. llútiðarhöldin I Nauthólsvlk: 13.30 leikur Lúðrasveit Reykja- vlkur. 13.45 fánaborg mynduð meö sjómannafélagsfánum og is- lenskum fánum. 14.00 Ávörp: a. Fulltrúi rikis- stjornarinnar Gunnar Thor- oddsen iðnaðarráöherra, v/fjarveru Matthlasar Bjarnasonar, sjávarútvegs- ráðherra. b. Fulltrúi út- gerðarmanna, Ingólfur Arnarson, framkv.stj. Út- vegsm annafélags Suður- nesja. c. Fulltrúi sjómanna, Brynjólfur Ilalldórsson, skipstj. á b/v. ÖGRA, form. Skipstjóra- og stýrimannafel. Ægis. d. Pétur Sigurðsson, form. Sjómannadagsráðs heiðrar þrjá sjómenn með heiðursmerki dagsins. Þá verður ennfremur einn heiöraður með gullkrossi Sjó- mannadagsins. Kappróður — kappsigling o.fl. 1. Kappsigling á vegum Sigl- ingasambands Islands. 2. Kappróður — veðbanki starf- ar. 3. Kappróður á litlum gúmmi- bátum. 4. Björgunar- og stakkasund. 5. Koddaslagur. Merki Sjómannadagsins og Sjómannadagsblaðið, ásamt veitingum verða til sölu á Hátiö- arsvæðinu. Ath. Strætisvagnaferöir veröa frá Lækjartorgi og Hlemmi frá kl. 13.00 og verða á 15 mln. fresti. Þeim, sem koma á eigin bil- um, er sérstaklega bent á aö koma timanlega I Nauthólsvik, til aö forðast umferöaröng- þveiti. Sjómannahóf verður að Hótel Sögu og hefst meö boröhaldi kl. 19.30. Merkja og blaöasala sjómannadagsins Afgreiösla á merkjum sjó- mannadagsins og Sjómanna- dagsblaðinu, veröur á eftirtöld- um stööum frá kl. 10.00: Austurbæjarskóli, Alftamýr- arskóli, Arbæjarskóli, Breiða- gerðisskóli, Breiöholtsskóli, Fellaskóli, Hliöarskóli, Kárs- nesskóli, Kópavogsskóli, Lang- holtsskóli, Laugarnesskóli, Laugarásbló, Melaskóli, Mýrarhúsaskóli, Vogaskóli og hjá Vélstjórafélagi Islands, Bárugötu 11. Há sölulaun. Þau börn sem selja fyrir kr. 1.000.- eöa meira, fá auk sölulauna aðgöngumiða! aö kvikmyndasýningu I Laugar- ásbiói. Frá vfgslu Heilsugæzlustöðvar Suðurnesja I Keflavik 24. mai s.l. A rnvndinni eru, talið frá vinstri: Kjartan ólafsson, héraðslæknir, Kristján Sigurösson, yfirlæknir, Hreggviður Hermannsson læknir, Eyjólfur Eysteinsson forstöðumaður, dr. med. Siguröur S. Magnússon, Erna Björnsdóttir hjúkrunar- kona, Bjargey Einarsdóttir, ritari, Auður Jónsdóttir hjúkrunarkona, Guðmundur Jónmundsson, barna- læknir, Guðjón Klemenzson læknir, Arnbjörn ólafsson læknir og Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri. Verzlið þar sem verðið er lágt! Countess sófasettið — Verð krónur 119.200 Windsor sófasettið — Verð frá krónum 136.900 Þér getið valið úr yfir 40 gerðum af sófasettum og verðið er frá krónum 99.000 Við bjóðum húsgögn frá öllum helztu húsgagnaframleið- endum landsins á einum stað Opið til ki. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum A Hringbraut 1 2 I — Sími 1 0-600 28-600 Byggingavörukjördeild 28-601 Húsgagnadeild 28-602 Raftækjadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.