Tíminn - 01.06.1975, Page 6

Tíminn - 01.06.1975, Page 6
6 TÍMINN Sunnudagur 1. júni 1975 Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands (1940). «tl „Bóndi er bústölpi, bú er landstólpi”, segir máltækið. Hér sjáið þið fulltrúa á aðal- fundi Búnaðarsambands Aust- urlands 1940. „Og hvergi vorsól- in heitar skin en hamrabeltun- um undir”. A annarri mynd gef- ur að lita Björn Hallsson á Rangá i Hróarstungu með lagðsiðan hrút haustið 1942, eftir hrútasýningu, þar sem Halldór Pálsson var aðaldómari. Þriðja mynd sýnir gamlan bæ, Hvamm á Fljótsdalshéraði árið 1940. Veggir virðast hlaðnir úr torf- strengjum, þykkir og skjóllegir, herbergi uppi og niðri. E.B. Malmquist, þá ráðunautur Búnaðarsambands Austurlands tók þessar myndir og einnig myndina i Gróðrarstöðinni á Akureyri, 1940, inni i reynilundi. Þá var þar fagurt um að litast og snyrtileg umgengni. Fólk naut þess að skoða vöxtuleg tré, fögur blóm og kynnast mat- jurtaræktinni. Mörg námskeið hafa verið haldin i gróðrarstöð- inni og áhrif ræktunartilraun- anna þar voru mikil. Tilraun- astarfsemi er nú flutt i hinn fornfræga stað Möðruvelli i Hörgárdal. Vonandi sýnir nú Akureyrarbær gróðrinum i gömlu gróðrarstöðinni sóma. Birt hefur verið áður i þáttun- um gömul mynd af topphlöðu við Lagarfljót. Hér kemur topp- eða strympuhlöðumynd, sem Björn Björnsson ljósmyndari frá Norðfirði hefur tekið á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Skjöldur Eiriksson segir hlöð- una byggða af föður sinum. Eiriki Sigfússyni um 1925, lik- lega þá einu á þeim tima. Þessi hlaða stendur ennþá, en búið er að setja járn á þakið. Hlaðan er gerð úr grjóti og torfi. Torfhús standa lengi á Jökuldal, þvi fremur er þar þurrviðrasamt. önnur strympuhlaða mun hafa verið byggð þarna um 1928. Fróðlegt væri að frétta hvort menn hafa sagnir af strympu- hlöðum annarsstaðar á landinu. Sennilega hafa þær verið til við- ar en á Jökuldal, kannske n.iklu viðar? Hér er mynd af einu I járhús- inu á Skriðuklaustri i Fljótsdal sumarið 1950. Húsið stóð við brekkurætur og kom upp vatn i húsinu i rigningarsumrum og seytlaði út um dyrnar. Þau eru veglegri fjárhúsin á Skriðu- klaustri núna. Björn á Rangá. Strympuhlaöa á Skjöldólfsstöðum á Jökuldai. llvamiiiur á Fljótsdalshéraði (1940). Gróðrarstöðin á Akureyri (1940). t .. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga 9 LXXVI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.