Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 40
Sunnudagur 1. júnl 1975 brrtádo þeytidreifarinn góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig f yrir sáningu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Símar 85694 & 8S29S SIS-FODUll SUNDAHÖFN nmnmpim "^ jrT" GBÐI fyrir góóanmaM @ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS . Drammi i einum þætti. Hlutverk: Flosi ólafsson, leikari og skáld Magnús Ingimarsson, hljóm- listarmaöur BH, blaðamaður. Gunnar, ljósmyndari, segir ekki orö. Sviöið er biiningsherbergi I Þjóðieikhúsinu að aflokinni æf- ingu niðri I kjaliara. Þre- menningarnir sitja við förðunarborðið og góna á sjálfa sig í speglinum eða hver á ann- an. Það er vandræðaleg þögn, og bersýnilega eru listamenn- irnir tveir að velta fyrir sér frá- leitri spurningu blaðamannsins. Þeir llta hvor á annan, og það er Flosi, sem loks tekur til máls, nokkru eftir að tjaldið fer frá. FLOSI: Þetta er þannig til orð- ið, að hérna innan Þjóðleikhúss- ins eru ýmsir skrftnir menn, þar á meðal leikhússtjórinn, sem hafa staðið i þeirri meiningu, að það væri hugsanlegt, að ég gæti, i slagtogi með einhverju góðu fólki, sett saman einhvern skemmtilegan hlut, þannig að ég var beðinn um að setja upp reviu i kjallaranum. En óperan hefur alltaf veriö mér afskap- lega hugstæð, þannig að ég hugsaði mér að hafa þetta I tvennu lagi. óperu sem fyrri hlutann af þessu kjallara- gamankvöldi, sem átti að vera, og seinni helminginn stutta revlu. En þar sem óperuformið var mér mikið hugstæðara og átti hug minn allan meðan ég var að semja þetta, þá varð þaö úr, að þetta verður aðeins ópera. MAGNÚS: Ja, ég veit nú ekki hversu mikið ég má úttala mig um tónlistina sem slika, en við Flosi höfum starfað oft saman áður, gert marga sjónvarps- þætti, og unnið saman I leikhús- um, og mig langar til að taka það fram, að okkar samstarf hefur alltaf verið með ágætum og stundum jafnvel fullur skilningur á hvor annars hug- myndum. Þegar ég fór að skoða þetta handrit, sá ég strax, að þarna myndi vera mjög áhuga- verður hlutur á ferðinni, annars var þetta farið að taka á sig mynd áður en ég kom til sög- unnar, þannig að miisikin er ekki 100% eftir mig. Flosi var farinn að raula alls konar upp- höf við textana, og ég tók við þeim og geröi úr þeim lög. FLÖSI: Hérhlýt ég að verða að grlpa fram I og segja það að múslkin verður hundrað prósent eftir þig, sem betur fer, og ekki bara múslkin, heldur lika eitt og annað, sem kemur til með að Svo er mikið elskazt. gefa verkinu ómetanlegt list- rænt gildi. BH: Hver er meginþráðurinn I verkinu? FLOSI: Meginþráður verksins fjallar um ástina og fylgifiska hennar, afbrýði, ótrygglyndi, framhjáhöld, og sem sagt alls konar vanda, sem hljóta alltaf að fylgja ástinni sem slíkri. Ég held, að við getum ekki að svo komnu máli farið aö úttala okk- ur um sjálfan efnisþráðinn. En það hefur kannski fyrst og fremst vakað fyrir mér og okk- ur, að það væri ákaflega mikil alvara I þessu hugverki. BH: Hvað á svo barnið að heita? FLOSI: Ringulreið — I raun og veru eru bara teknir stárfirnir úr Lohengrin og raðað upp á nýtt. MAGNÚS: En svo enginn mis- skilji þetta orð. Ringulreið, þá fjallar þetta töluvert mikið um hesta og hestamennsku og taumlausan utflutnings á hross- FLOSI: Og óbeizlaða fram- komu.. MAGNÚS: Fólk hnakkrlfst þarna... FLOSI: Já, Istööulaust fólk hnakkrifst óbeizlað... og sleppir fram af sér beizlinu.. BH: Koma kannski fleiri skepn- ur viö sögu? MAGNÚS: Já, það er sérstak- lega minnzt á hænsni, sem mæta slnum dómsdegi I miðju leikriti. FLOSI: Það er óhætt að kalla það „Nótt hinna stuttu hnifa." MAGNÚS: Eins og segir hér á einum stað I ljóðinu: Bæjarins beztu pútum — höggva, höggva, bráðum við öllum stútum — höggva, höggva. öllu ég ætla að farga, hönum og hænum, kjúklingum vænum, sama hve hátt þeir garga, — höcfcrvn hnoava 1 ciuiiiu uvv. nati höggva höggva! BH: Hverjir eru það, sem taka þátt i Ringulreið, leika og syngja? FLOSI: Ef við tökum personae dramatis, þá eru þarna tvær dansmeyjar, Guðriin og Ingi- björg Pálsdætur, og leikararnir Sigriður Þorvaldsdóttir, Rand- ver Þorláksson, Ingunn Jens- dóttir, Árni Tryggvason og Guðrún Stephensen. Magnús hefur æft miisíkina, en þarna verður hljómsveit undir stjórn Arna Elvars. Það er inikið sungið. BH: Hvaða þátt á höfundur I þessari sýningu annan en þann að vera höfundur? FLOSI: Já, ég er sko leikstjóri Hka. Annars þarf varla að taka það fram, að tónskáldið Magnús er llka höfundur. BH: Og hvenær má búast við, að hin stóra stund renni upp að verkið verður frumsýnt? FLOSI: Við höfðum vonazt til, að hægt yrði að frumsýna þetta I vor, en sakir mikilla anna hér I leikhúsinu, mun' ekki verða hægt að frumsýna fyrr en i haust, en stefnt er að þvl að full- æfa verkið I vor. BH: Hvernig leggst svo verkið I ykkur? FLOSI: Við vitum það músík- lega séð, að þetta hefur grand opening og grand finale. BH: Hvað er að segja lengd verksins? FLOSI: Það er ekki eins langt og Peking-óperan, og þetta er heldur ekki eins langt og Niflungahringurinn eftir Wagn- er, sem tekur fjóra sólarhringa að flytja. Þetta verður aðeins styttra en það.... MAGNÚS: Og það er óhætt að fullyrða það, að þarna sér fólk og heyrir á sviði hluti, sem þvi hafa verið algerlega framandi áður — ekki hvað sizt vegna þess, að höfundur leikmyndar er Björn Björnsson.... (TJALDIDFELLUR.) ^^^¦^^¦¦¦¦«¦¦1 Það þarf llka að hvfla sig og slappa af Textinn er alltaf jafn auðskilinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.