Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 1. júni 1975 ' ¦ RÁÐGÁTAN FRANK SINA TRA ÞAÐ varheitt júnikvöld árið 1971. Chandler Pavillion i Los Angeles var troðfullur, og fjöldi Hollywoodleikara var i salnum. Heiðursgesturinn var Spiro Agnew varaforseti. Skrautbúnir gestirnir voru komnir til að hylla Frank Sinatra. Hann ætlaði að setja punktinn aftan við 30 ára -»¦—-^— na- listamannsferil sinn með kveðju- tónleikum og honum tókst betur upp en nokkru sinni þetta kvöld. Sýndi hvaðíhonum býr. Rétt eftir miðnætti hljóðnaði síðasti tónninn I „My Way". Áheyrendur risu úr sætum. Lófatakið og húrrahrópin ætluðu allt að æra. Sumir þurrk- uðu tár úr augunum I laumi. m>á+á*jmiÆ%m jj^Ei^ BILAVARA m\ \ msmsL^ HlUT|R NOTAÐIR VARAHLUTÍR I FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ Ódýrt: jjxlar vélar liéntugir I aftanikerrur gírkassar bretti drif hurðir hásingar. húdd fjaðrir rúður o.fl. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi H397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. Frank Sinatra stóð á sviðinu og fagnaðarlætin dundu á honum. Með handarhreyfingu gat hann loks komið kyrrð á i salnum. — Ég vil gjarnan syngja að lokum „Englaaugun" sagði hann. — Feriíl minn hófst á slikum söng og mér finnst við hæfi að hverfa aftur til upphafsins í kvöld. „Englaaugun" er lag sem hæfir dimmunni, nóttinni. Með sígar- ettu I hendi söng Sinatra: „Excuse me while I disappear..." Hann næstum hvislaði orðunum. Svo hvarf hann bak við leiktjöld- in. Punkturinn hafði verið settur á sinn stað, og þar með lokið leik- og söngferíi Frank Sinatra. Kyrr um daginn hafði ég rætt viðFrank Sinatra. Ég vildi gjarn- an vita ástæðuna fyrir þvi að hann var að þakka fyrir sig og kveðja. En ég var litlu nær eftir svar hans. Honum fannst hann vera biíirfn að gera sitt. Hann var biiinn að fá nóg. Hann vildi setjast um kyrrt i Palm Springs og taka ljósmyndir I sandhólunum. Hann langaði til að lesa. Hugsa. Kann- ski skrifa. — Fjandinn hafi það, hreytti hann út úr sér, — ég er orðinn leiður á að klina framan i mig meiki! A sextugsaldri ætti maður að vera farinn að taka það ósvikna fram yfir það falska. Var það þetta sem hann var að reyna að segja? Nokkrum mánuðum siðar hitti ég „eftirlaunamanninn" á veit- ingahiisi I Palm Springs. Hann var I hópi vina, og ekki lék vafi á að þeir skemmtu sér vel. Falleg kona, sessunautur Sinatra, hló smitandi hlátri. Sögur hans og skrítlur féllu henni bersýnilega vel í geð. Hann hafði fitnað i and- liti. Hann var glaðlegur. Hér sat maður, sem iðraðist einkis — og óttaðist ekki framtíðina. Eitthvað á þessa leið hugsaði ég. Ég veifaði til hans úr sæti mínu. Ég gladdist fyrir hönd Sinatra, peningaáhyggjur hafði hann a.m.k. ekki, þvi að ég vissi að hann hafði fengið margar millj- ónir dollara i aðra hönd, þegar hann seldi hlutabréf sin í hljóm- plötufyrirtæki. EN Adam var ekki lengi i Para- dís. Hálfu öðru ári seinna varð allt vitlaust út af Sinatra. Og það var honum sjálfum að kenna. Hann hafði enn einu sinni snúið „röng- unni" á sér út og hiin er hreint ekkert geðfelld. Nú lét hann skap- ofsa sinn bitna á blaðakonunni Maxine Chesire i Washington. Hann kallaði hana „tveggja dala hóru" og þau ummæli voru birt i blöðum um allan heim. Sinatra glataði samiið margra vegna þessa, en hann virtist ekki skeyta neitt um það. Og Sinatra hlaut enn frekari ámæli i blöðum á næstunni. Verzlunarmaður héltþvifram, að vinir Sinatra hef ðu lúbarið hann i næturklúbb i Saltsjávarborg, og krafðist 2,5 milljóna dollara i skaðabætur fyrir harkalega með- ferð. Og ekki alls fyrir löngu gerði Sinatra eitt axarskaftið I Ástra- liu. Hann kallaði blaðamenn I landinu öllum illum nöfnum, og það varð honum dýrkeypt. Hann varð að taka orð sln aftur og biði- ast afsökunar. Ella hefði hann orðið að halda kyrru fyrir í Astra- Hu um óákveðinn tlma.. Hann gerði þetta tæpast með glöðu geði, en hann mátti til. Ég verð að leggja áherzlu á, að ég get ekki skilið þennan mann — og ég held að hann skilji sig alls ekki sjálfur. Ég hef haft töluverð afskipti af Sinatra I gegnum árin vegna starfs mins — og ég hef alltaf fengið greið og kurteisleg svör við spurningum minum. Mitt eina vandamál hefur verið að losna við blaðafulltriiana, ör- yggisverðina og snuðrarana, sem hann hefur í kringum sig. Ég hef oft hitt geðslegra fólk en þá. En loks þegar ég hafði Frank fyrir framan mig var hann venjulega hreinn og beinn. Ég minnist þess, að einu sinni eggjaði hann mig tií að spyrja sig um hvaða samband væri milli hans og alræmdra manna i glæpaheimunum. Ég var viö þvibúinn, að mér yrði hent út úr Ibiiðhans I Eyðimerkurkránni I Las Vegas. En svo varð ekki. — Vist þekki ég þessa menn, sagði hann, — a.m.k. ýmsa þeirra, sem þU nefndir. Þú getur ekki starfað I næturklúbbum I 25 ár án þess að drekka glas með einhverjum þeirra við og við. En ég hef engin viðskipti við þá, ef það er það sem þii átt við. Það er vel þekkt, að Sinatra sýnir blaðamönnum, sem honum fellur ekki, furðurlegustu fram- komu. Fjarstæðukennt og fárán- legt uppátæki var þegar hann sendi blaðakonunni Dorothy Kil- gallen legstein. Ég yrði siðastur manna til að afsaka slíka fram- komu. En mér hefur hann ekki sýnt ruddaskap. Einu sinni komst ég af hreinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.