Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 1. jiini 1975 Einu sinni var dreng- ur, sem hét Kári. Hann var stöðugt að óska sér einhvers, sem hann ekki átti. Stundum langaði hann mest af öllu til að eiga sér hest, stundum sleða eða bát og stundum að- eins fallegan og sterkan hnif. En faðir hans var dáinn og mamma hans var svo fátæk, að hún gat fáar óskir hans upp- fyllt. Samt var hann alltaf að óska sér ein- hvers. Einu sinni gaf gamall maður honum gott ráð. Hann sagði: — Ef þú vilt að óskirnar þinar rætist, þá skaltu fara út i móa, eða upp i l'jall, og finna þér þar hrafn og strá salti á stélið á honum. Ef þú getur það, rætast all- ar óskir þinar. En þú verður að flýta þér að óska þér, meðan saltið tollir á stélinu, annars er allt ónýtt. Eftir þetta hafði Kári alltaf salt i buxnavasan- um. Nú var hann úti um allt allan daginn og fram á kvöld, og auðvitað sá hann oft marga hrafna, en hann gat aldrei kom- izt nógu nálægt nokkrum þeirra til að strá salti á stélið á honum. Loksins var það morgun nokk- urn, að hann rakst á hrafn, sem var miklu spakari og rólegri en aðrir hrafnar. Hann komst svo nærri honum, að hann gat næstum þvi náð honum með höndun- um. Kári flýtti sér að ná i saltið og ætlaði að strá á stél hans, en þá flaug krummi upp, og settist á klett og svo krunkaði hann eins og hann væri að hlæja að honum. Þannig lét krummi hann elta sig allan lið- alngan daginn, og þegar kvöld var komið var Kári orðinn svo þreytt- ur, að hann lagðist fyrir undir stórum steini og lokaði augunum, og vildi ekki horfa á krumma, sem honum fannst vera að gera gabb að sér. En hann heyrði, að krummi hoppaði i kringum hann, og svo heyrðist honum alveg greinilega, eins og einhver væri að kalla á hann: — Kári, Kári! Hann leit upp, og sá engan nema krumma, og það var hann sem kallaði: — Kári, Kári! — Hvað er þetta, kanntu að tala? sagði Kári. — Já, vist kann ég það, og það er vegna þess að ég er kóngssonur i álögum, sagði hrafninn þá. Og meira að segja skal ég sjá um, að þú fá- ir allar óskir þinar upp- fylltar, ef þú vilt gera dálitið fyrir mig i stað- inn. Þú verður að gefa mér reglulega finan og fallegan hnif til að skafa og brýna á mér gogginn, og þá skal ég standa kyrr og þú getur látið eins mikið af salti á stél- ið á mér og þig langar tíl. Þetta þótti Kára heldur en ekki góðir kostir, og hann kvaddi krumma, og hljóp svo Óska-hrafninn heim og gleymdi þvi hve þreyttur hann var. Snemma næsta morgun fór hann upp i f jall til að tina ber, og berin seldi hann svo í bænum. Þetta gerði hann dag ei'tir dag, og loks gat hann keypt þennan lika dýrindis hn- if fyrir peningana. Þá hljóp hann upp i fjall að leita að krumma. Hann hélt á hnifnum i hendinni, og hann blikaði i sólskin- inu. Krummi kom undir eins og settist rétt hjá Kára, hallaði undir flatt og horfði á hnifinn. — Uss, sagði hann. Heldur þú að mér detti i hug að brýna gogginn á svona kuta, — ég, sem er kóngssonur! Það ættu þó að minnsta kosti að vera gullskraut á honum. Svo hoppaði hann upp á klett, en aumingja Kári varð svo sneyptur og leiður, að hann nærri táraðist. — Égskalþáreyna að fá handa þér annan hnif gullskreyttan, sagði hann. — Nei, þakka þér fy rir, ég kæri mig ekkert um neinn hnif. Þú skalt eiga hann sjálfur. Þú getur látið mig fá falleg- an sleða, þvi að mig langar til að renna mér á sleða næsta vetur, sagði krummi. Það varð að vera svo sem krummi vildi, og Kári tók sig nú til, og sat stöðugt við 'að smiða með hnifnum góða. Hann smiðaði ausur, sleifar, brauðfjalir og alls konar útskorna gripi, sem hann seldi svo og fékk fyrir þá heil- mikla peninga. Hann vann og vann af ákafa, og gaf sér engan tima til að tálga eða smiða neitt handa sjálfum sér, ekki einu sinni smábát. Þegar hálft ár var lið- ið hafðu hann safnað nógum peningum til að kaupa ljómandi fallegan og góðan sleða, duglega járnaðan, og nú flýtti hann ser ánægður með I, e vP DAN BARRY mmm Með hjálp Akilles, tekur hugmynd Geira fljótt . á sig mynd. __ lT~ y i^*v _________________________ I 7 í kvöld þegar hestur^Nú vil ég fá inn verður dreginn til n konuna, sem þú (Troju, getum við ^g^K.lofaðir mér. '^ HVAÐ? Þú tekur"V Akilles, og þáttiþessari vitleysu . svo vilt Geira, betta endar^ þú laun? mieo skelfingu Farðu, i þessa dauða-gildru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.