Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 35

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 35
Sunnudagur 1. júni 1975 TÍMINN 35 Termel RAFMAGNSOFNAR Þeir, sem fá aöeyða öllum sinum dögum (ognóttum) utan veggja sjúkrahdsa, vita ekki, hvilikrar náðar þeir njóta. Umburöarlyndi okkar og skilningur á högum náungans er ekki alltaf upp á marga fiska, og til eru þeir, sem ekki hefðu nema gott af þvi níi kynnast smávegis lasleika viö og viö, svona rétt tii þess að muna eftir þvi, að hestaheilsa er ekki neinn sjálfsagour hlutur, heldur sérstök hamingja, sem langt er frá aö allir njóti. Ekki skulum viö þó óska neinum sjúkrahúsvistar, enda er hún sjaldnast nein skemmtun. En ef vio skyldum nú samt sem áour eiga fyrir höndum að gista slikan stað, væri ráð aö temja sér rólyndi þessa unga tslendings, sem hér er að athuga, hvernig snúran við sjúkrarúmið hans er á bragðið. Tlmamynd Róbert. >#•**¦ W^~: ¦-¦¦ ¦SÞ Mw IH f Frá Kramleiðniráðstefnu Stjórnunarfélagsins Aukin framleiðni nauo- synleg á erfioleikatímum Dagana 23.-25. mal gengust Sjórnunarfélag Islands og Stjórnunarfélag Norðurlands fyrir Framleiðniráðstefnu að Hótel KEA á Akureyri. Ráðstefn- una setti Hörður Sigurgestsson varaformaður SFI, en Valur Amþórsson forseti bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar og dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra fluttu ávörp. A ráðstefnunni var fjallað um leiðir, sem farnar hafa verið i is- lenzkum fyrirtækjum I þvi skyni að auka framleiðni, og jafnframt voru nýjar leiðir ræddar. Nokkrir stjórnendur fyrirtækja úr mis- munandi greinum viðs vegar að af landinu gerðu grein fyrir þvi, hvernig fyrirtæki hafa aukið framleiðnina með skipulögðum hætti, og tvær starfsstdlkur frystihúsa lýstu viðhorfum sinum til „bónuskerfis" i frystihiisum. Sveinn Björnsson forstjóri Iönþróunarstofnunar Islands gerði fræðilega grein fyrir fram- leiðni og rakti i meginatriðum það, sem gert hefur verið i þess- um efnum hér á landi. Ágúst Eliasson og Bolli Thoroddsen starfsmenn Vinnuveitenda- og Alþýðusambandsins sögðu frá samskiptum atvinnurekenda og launþega vegna framveiðniauk- andi aðgerða i fyrirtæsjum. Þá flutti Mogens Höst sérfræðingur UNIDO erindi, sem hann nefndi „Some thoughts on Productivity in Iceland," en i þvi fjallaði hann um framleiðniárangur hér á landi frá sjónarhóli útlendings. Ráðstefnugestum, sem voru rumlega 60 talsins, var boðið að skoða býlið Sveinbjarnargerði é Svalbarðsströnd, þar sem stundaður er nýtizkulegur búskapur og sýndu allir mikinn áhuga á athyglisverðu framtaki ábuenda. t lok ráðstefnunnar voru almennar umræður um framleiðni og I þeim umræðum gerðu fulltrúar ýmissa sjóða og samtaka atvinnulifsins grein fyrir framkvæmdum og árangri. Ráðstefnan þótti takast vel i alla staði, og var það mál manna að herða þyrfti róðurinn i fram- leiönimálum islenzkra atvinnu- greina. A erfiðleikatimum væri enn frekar en ella nauðsynlegt, að stjórnendur og starfsfólk skiptust á skoðunum til að f inna leiðir að betri árangri án meiri til- kostnaðar. Bornið finnur — 09 reynslan staðfestir að finnsku TERAAEL olíufylltu rafmagns- ofnarnir — gefa þægilegasta hitann í íbúðina. — Við höfum einnig VATNS- HITARA, 10-300 lítra, 5 óra ábyrgð og síðan 5 ára útfallandi ábyrgð. Leitið upplýs'mga um verð og kjör Kjölur sf Tjarnargata 35 — Keflavik Simar: 92-2121 & 92-2041 LTi Ma5sey Ferguson Massey Ferguson heybindiyélar nýjung á íslandi MF-15 HEYBINDIVÉLAR Nú er hafinn innflutningur á MASSEY-FERGUSON heybindivélum. Fengin reynsla af þeim, víös vegar um heiminn, hefur sannað gildi þeirra svo sem annarra framleiösluvara MASSEY-FERGUSON. MF 15 HEYBINDIVÉLIN er traustbyggð einföld og afkastamikil. Stillingar eru einfaldar, s.s. lengd heybagga, frá 60-125 cm. Smurkoppar eru aðeins 12 talsins, þar af aöeins 5, sem smyrja þarf daglega. MASSEY-FERGUSON viðgerðamenn um land allt hafa fengið sérþjálfun í viðhaldi og stillingu vélanna. Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt þær. MF 15 HEYBINDIVÉLAR eru til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Kynniö ykkur hið hagstæða verð 0£ greiðsluskil- mála. Hafið samband við sölumenn okkar eða kaupfélögin. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK- SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS | Auglýsicf : Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavlkursvæðio meo stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstao. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.