Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 1. júni 1975 Sunnudagur 1. júni 1975 TtMINN 21 Hvað gera þau í tórnstundiinum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greínaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum'. Fimleikar hafa lengi verið ríkur þáttur í tómstundaiðju Óskars Halldórssonar, sem hér ræðir við lesendur Tímans og kemur víða við .¦¦;>¦¦: ÞESS HEFUR ORÐIO VART síðustu vikurnar, að islendingar eru ekki lausir við áhuga á því, hvernig verja má tómstundum sínum. Þessi greina- flokkur um áhugamál fólks og störf þess utan skylduverka hefur verið meira lesinn en höfund hans grunaði í upphafi. Eins og að líkum lætur kennir þar ýmissa grasa, þvi að ekki leita allir á sömu mið, þegar þeir létta sér upp frá daglegum önnum og amstri. 1 greininni, sem hér kemur fyrir sjónir lesenda. verður rætt við Öskar Halldórsson lektor. Sjálfan hann er vitaskuld þarf- laust að kynna, slfkt eftirlæti útvarpshlustenda sem hann hefur orðið, ekki sizt fyrir ljóðalestur sinn, en hins vegar kynni að vera að einhverjum léki hugur á að vita hvert hugur hans stefnir, hvað hann hefur tekið sér fyrir hendur, þegar hann hefur séð tök á að bæta við sig verkefnum, svo og hvar honum þykir bezt að leita hvlldar, þegar annrikinu slotar. Um þetta geta þeir fræðst, sem leggja á sig að lesa þessa grein, en nú er komið að spurningunum. iþróttaiðkanir, leiklistaráhugi og nám í framsögn — Hvenær heldur þú, Öskar, að þú hafir fyrst fundið þörf fyrir hvild og upplyftingu frá dag- legum störfum? — Ég er ekki viss um að ég hafi fundið til greinilegrar þarfar fyrir tómstundaiðju fyrr en ég hafði lokið kennaraprófi og var farinn að kenna hér í Reykjavik. Hins vegar hafði ég á skólaárum minum, og reyndar nokkur ár eftir það, stundað leikfimi hjá glimufélaginu Ármanni, og heita mátti, að flestar tómstundir minar færu i það um nokkurra ára skeið. Ég man vel, að mér þótti stundum erfitt hversu mikill timi fór i æfingarnar, þvi að það kom óhjákvæmilega niður á námi og bóklestri. Eftir að ég var farinn að kenna, greip mig mikill,áhugi á leiklist, án þess þó áð ég legði stund á hana sjálfur, utan að ég lærði framsögn hjá Lárusi heitnum Pálssyni og tók dálitið að stunda upplestur. En ég lét börnin sem ég kenndi leika og ég hafði ákaf- lega gaman að þvi, en i það fór mikill timi. — Var ekki gaman og tilbreyt- ingarrikt að vera i Ármanni? — Jú. Við fengum tækifæri til þess að ferðast, fórum i sýningar- ferðir um mestan hluta Islands og einnig til útlanda. Við fórum um Vesturland, Norðurland, Austur- land og sýndum viða, einkum i þorpunum, þvi að vitanlega var reynt að þræða fjölmennari stað- ina. Alls staðar var okkur vel tekið, og mest fannst mér gest- risnin vera á stöðum, sem sjaldan fengu slfkar heimsóknir, en þá var miklu minna um þaðen nú, aö hópar ferðuðust ui." landið með skemmtiefni. ' Arið 1947 fórum við i sýningar- ferð til Finnlands. Þangað hef ég ekki komið siðan, og hið sama má segja um ýmsa staði hér innan lands, að ég hef ekki séð þá, siðan i þessum fimleikaferðum með Armanni. Menntaskóla- og háskólanám í hjáverkum — Gaztu ekki látið iþróttirnar endast þér fram eftir árunum, þótt formlegu starfi þinu í Armanni lyki? — Ég hefði vafalaust getað það, en þá komu önnur áhugamál, sem ruddu iþróttunum til hliðar. Þegar ég hafði veriö barnakenn- ari um sex ára skeið, fór ég að lesa undir stúdentspróf og siðan að stunda nám i háskólanum hér. Það voru vist ein átta ár, sem fóru i þetta hvort tveggja hjá mér. og það gleypti allar tóm- stundir minar á meðan það stóð yfir. — Þú ætlar þó ekki að setja mér að þú hafir lesið undir stúdentspróf og meira til, með fullri kennslu? — Jú, ég gerði það, þvi að annað var ekki hægt þá. Þá var i gildi reglugerð um að barna- kennarar með kennarapróf mættu taka stúdentspróf i áföngum, en heimildin var háð þvi skilyrði að þeir væru i fullu starfi sem kennarar á meðan. ftg var meira að segja látinn skila vottorði um þetta. Við urðum að ljúka náminu i fjórum áföngum og máttum ekki fá minna en fyrstu einkunn að meðaltali, að öðrum kosti var um fall að ræða. — Var háskólanámið lika allt unnið i tömstundum? — Já, ég gegndi fastri stöðu þessi fimm ár sem ég var á háskólanum hérna, en konan annaðist börnin af stakri prýði. Annars er hætt við að tómstund- irnar hefðu nýzt illa. Eitt þessara ára fékk ég orlof — ársfri — sem ég notaði til þess að kynna riiér móðurmálskennslu i Danmörk og Þýskalandi, en þá voru menn sem fengu slikt leyfi skyldugir til þess að fara utan. Ég gat ekki fengið að stunda námið eingöngu hér heima, þótt ég að visu færi fram á það. — Gerðist ekki fátt um tóm- stundir, eftir að þessu langa námi lauk, — sem allt var unnið i tóm- stundum? — Jú, bæði var nú það að þessi tómstundaiðja hafði gefið næsta litið i aðra hönd og þvi ærin þörf að drýgja tekjur, en hitt var lfka að mér fannst ég ekki nógu vel undir þau kennslustörf búinn, sem ég tók nú að mér, svo ég tók til óspilltra málanna að lesa ýmislegt sem ég vildi lesið hafa, en aldrei hefði unnizt timi til áður. Háskólakennsla I bók- menntum krefst mikils lestrar og kunnugleika á þvi, sem skrifað hefur verið um bókmenntir, fyrir utan sjálfa bókmenntatextana, sem kenndir eru. Þaö fór því þannig, að i mörg ár gerði ég Htið annað i tómstundum mlnum en að reyna að auka þekkingu mina á þeirri fræðigrein, sem ég kenni hér I háskólanum. Prófritgerðin um Á ferð og flugi eftir Stephan G, — Ef ég man rétt, þá liggja nú samt eftir þig nokkrar bækur. Hvenær hafðir þú tima til þess að vinna að þeim? — Þetta eru nú svo sem ekki nein ósköp. Prófritgerð min um A ferð og flugi eftir Stephan G. Stephanson var prentuð árið 1961. Slðan vann ég að útgáfu á Mállýzkum, upp úr framburðar- rannsóknum Björns heitins Guð- finnssonar, sem hann lét eftir sig. Þar næst kom söfnun á málshátt- um og útgát'a á þeim, sem við Bjarni Vilhjálmsson unnum I sameiningu. úr þvi varð bókin Islenzkir málshættir, sem kom út 1966. Þetta tók langan tima. Ef mig ekki misminnir, vorum við Bjarni ein sjö ár að gripa I þetta verk i tómstundum okkar og stundum leið talsvert langur tlmi án þess að við sinntum þvl nokk- uð. Um Hkt leyti annaðist ég út- gáfu á Hrafnkelssögu og Egils- sögu fyrir skóla. — Svo kom Bragur og ljóðstill eftir þig árið 1972. — Já, ég skrifaði þá bók að mestu leyti I Sviþjóð, þegar ég var kennari við háskólann I Upp- sölum veturinn 1970-'71. Þar gáf- ust mér miklu fleiri tómstundir en hér heima, þvi að kennslan, sem ég hafði þar á hendi, var mjög viðráðanleg og ég hafði ekki neitt annað með höndum en hana. Ég gat þvi gefið mér tima til að kynna mér efnið, sem ég var að skrifa um, og til lestrar almennt. — Mig langar að tala meira við þig um Á ferð og flugi. Þurftir þú ekki að lesa mikið um Stephan G. áður en þú lagðir i að skrifa um þetta langa og viðamikla söguljóð hans? — Ég kynnti mér allar heimild- ir, sem tiltækar voru hér á landi um Stephan, fyrstog fremstöll rit hans sjálfs, bæði Andvökur og Bréf og ritgerðir, auk þess vestur- Islenzku blöðin frá þvi að Stephan kom til Ameriku og þangað til hann lauk þessu verki, rétt fyrir siðustu aldamót. Þar að auki las ég ýmis rit, sem eru hugmynda- lega tengd viðhorfum Stephans, eða snertu þetta efni sérstaklega. — Hvað viltu þá segja um söguþráðinn I A ferð og flugi? Er sagan sönn? — f heild er sagan ekki sönn, en Stephan notar þar ýmislegt úr reynslu sinni, og styðst vafalaust við ýmsar fyrirmyndir, þegar hann er að lýsa persónum, Sama er að segja um vissa atburði. Járnbrautarslysið er sannsögu- legur atburður, hvort sem' það hefur gerzt alveg eins og Stephan lýsir þvi I kvæðinu. Aldarfarslýs- ingin er lika mjög trúverðug. Lýsingin á Hfi og kjörum Vestur- Islendinga á þessum tima er áreiðanlega hvorki ýkt né aflög- uð. — Já, járnbrautarslysið gerð- ist i raun og veru? — A þvi er enginn efi. Stephan hefur sjálfur skýrt frá þeim at- burði i óbundnu máli I Drögum til ævisögu. Þar er mörgum atvikum lýst alveg eins og I kvæðinu, til dæmis tildrögum slyssins, hvern- ig Stephan bjargaðist og fleira. — En Ragnheiður sjálf? Hafa menn komizt á snoðir um.hvort hún er raunveruleg persóna? — Ekki er mér kunnugt um að tekizt hafi að benda á fyrirmynd hennar. Ég fyrir mitt leyti hygg, að hér sé eins og oft ber við I skáldskap, að stuðzt er við eitt- hvaðalmennt: i þessu tilviki kjör kverina yfirleitt, og ekki sizt is- lenzkra stúlkna i Vesturheimi á þessum tima. Vel má vera, að Stephan hafi sjálfur þekkt ein- hver áþekk dæmi, en hvort nokk- urt einstakt þeirra hefur komið heim og saman við lýsinguna á Ragnheiði i kvæðinu er annað mál. Ég efast stórlega um það. Eru málshættir enn að skapast? — Þá er það nú málsháttasafn- ið. Hvernig unnuð þið Bjarni Vilhjálmsson það verk? — Við lögðum til grundvallar þau málsháttasöfn islenzk, sem á undan voru komin, fyrst og fremst málsháttasafn Finns Jónssonar. Við fórum i gegnum þessi söfn og völdum úr þeim. Flestir þeir sem safnað hafa málsháttum hér á landi hafa nefnilega hirt i leiðinni ýmislegt, sem ekki eru málshættir, tií dæmis spakmæli, heilræði og ým- iss konar fleyg orð. Þannig völd- um við nokkurn veginn „hreina" málshætti úr gömlum söfnum, en reyndum i annan stað að finna fleiri. Fornbókmenntir okkar höfðu verið kannaðar áður, svo við þurftum ekki að gera það, en við lásum dálitið af handritum, þar sem málshátla var von, og vorum auk þess á höttunum eftir málsháttum, bæði i ritum siðari alda sem við lásum og eins i mæltu máli núlifandi fólks. Enn má nefna, að til var nokkuð af ó- prentuðum málsháttasöfnum frá okkar öld, og það notfærðum við okkur að sjálfsögðu. — Var ekki gaman að fást við þessa söfnun? — Jú, mér þótti það ákaflega gaman. Málshættir eru svo ná- lægt bókmenntunum, I sumum ritum verða þeir blátt áfram á- kveðið stilbragð, til að mynda I Grettissögu. 1 rauninni er lang skemmtilegast að atliuga máls- hætti i sambandi við ritin, þar sem þeir koma fyrir, en það er allt annar hlutur, og það gátum við að sjálfsögðu ekki. Verk okkar beindist að öðru. — Komust þið ekki á snoðir um hvar og hvernig málshættir verða einkum til: — til dæmis hvort þetta fer eftir landshlutum, stétt- um eða einhverju öðru? — Ekki man ég eftir neinum sérstökum eða sláandi bending- um um þetta. Þeir voru tiðir I sendibréfum fólks, og þar fundum við þá talsvert marga, meðal annars i prentuðum sendibréfa- söfnum. En ég minnist þess ekki, að sendibréf úr tilteknum lands- hlutum skæru sig úr að þessu leyti. — Þá vaknar spurning, sem kannski er ekki svo auðvelt að svara: Eru málshættir enn að skapast á vörum fólks? — Það er rétt, þessu er erfitt að svara. Ég álit þó, að enn verði málshættir til. I fyrsta lagi er mjög liklegt að þeir skapist á vörum manna og i öðru lagi að rithöfundar búi þá til. Þó ber þess að gæta að i raun og veru er ekki hægt að setjast niður og búa til málshátt. Slikur samsetningur er ekki orðinn málsháttur fyrr en hann er kominn út á meðal fólks- ins I landinu og lifir sjálfstæðu lifi á vörum þess. — En hvernig er hægt að þekkja það, til dæmis i fornritum, hvort um er að ræða málshátt eða hreinlega orðatiltæki sem höf- undurinn hefur notað, og kannski enginn mema hann? — Venjulega er hægt að ráða þetta af þvi, að málshátturinn er kynntur, áður en hann er notaður. Tildæmisef sagt er: ,,0g sannað- ist hér hið fornkveðna..." eða „Það er fornt mál, að..." og svo framvegis. t svona dæmum er það augljóst, að söguritarinn er að nota orðskvið, sem hann kann, og sér að á vel heima einmitt á þessum stað. Auk þessa háfa svo málshættir ýmis einkenni,þótt oft geti verið erfitt að greina þá frá öðrum fleygum orðum. Til sönnunár þessu, sem ég sagði hér siðast, er ákaflega freistandi að minnast á þá af fornsögum okkar, sem hefur verulega sérstöðu að þessu leyti. Það er Grettis saga. Hún bókstaf- lega úir og grúir af spakmælum, sem eru I formi málshátta, mörg þeirra hafa aftur á möti ekki þann inngang, sem málshættir venju- lega hafa i fornritum okkar. Þarna er nær ógerlegt að vita, hvort um er að ræða málshátt, sem hefur verið alþekktur á rit- unartima sögunnar, eða hvort spakmælin hafa orðið að máls- háttum siðar. Sagan varð fljótt alkunn, spakmælin eru flest lögð Gretti i munn, og hann var svo þekkt persóna, að orð hans voru likleg til þess að lifa. En sem sagt: þetta er svo áberandi ein- kenni á stil sögunnar, að vel má vera, að það sé mestan part frá höfundi hennar runnið. Bragur og Ijóðstili — Næst skulum við minnast á þá bók þina, sem mér finnst satt að segja, að hafi verið óþarflega hljótt um. Það er Bragur og ljóð- still. Var ekki feiknamikið verk að vinna hana? — Það var heilmikið verk, og satt að segja er alltaf mjög sein- legt að skrifa bækur, sem eiga að vera ágrip af einhverju öðru miklu stærra qg viðameira. 1 upphafi ætlaði ég aðeins að skrifa bragfræði. Það var gömul hugmynd hjá mér, sem hafði meira að segja komið til tals við útgefanda nokkurn fyrir mörgum árum. En þegar ég fór að huga nánar að þessu, fannst mér ófull- nægjandi að skrifa eingöngu um brag. önnur einkenni ljóðsins, svo sem myndmálið og stillinn yfirleitt, fundust mér ekki siður þess verð að um þau væri f jallað svo ég brá á það ráð að slengja þessu saman og skrifaði bók um þessi tvö meginatriði i formgerð ljóðs, brag og stil. Það hafði litið verið skrifað um ljóðstilinn á is- lenzku, mér fannst vanta slikt rit handa nemendum i framhalds- skólum, svo ég skrifaði bókina ekki siztmeð þarfir þeirra ifiuga. — Þú hefur þá hugsað þér bók- ina fyrst og fremst sem kennslu- bók, fremur en almenna handbók handa þeim, sem lesa ljóð af eigin hvötum? — Satt að segja ætlaði ég að sameina þetta hvort tveggja. Lik- lega er bókin of þung og löng fyr- ir nemendur I menntaskólum, þótt eitthvað megi nota úr henni til kennslu á þvi stigi. Og hún hef- ur verið notuð dálitið hérna I há- skólanum svo og i Kennarahá- skólanum. — Nú langar mig að spyrja þig, Óskar: 1 hvað hafa tómstundir þinar farið á siðustu árum. — Ég reyni eftir föngum að sinna þeirri fræðigrein, sem ég annast kennslu i við Háskólann, og þarna er erfitt að draga markalinu milli skyldustarfs og tómstundaiöju. Og háskólakenn- arar eru miklu fastar bundnir viö starf sitt á sumrum en aðrir kennarar. Og alltaf er eitthvað að falla til, sem maður er beðinn að gera, og ekki er auðvelt aö neita. Fyrir nokkru brá útvarpið á það ráð að láta flytja flokka hádegis- erinda um islenzk skáld. Eins og menn muna, hafa verið teknir til meðferðar Halldór Lax- ness, Jóhannes úr Kötlum og Hallgrimur Pétursson. Það kom i minn hlut að flytja eitt erindi i hverjum flokki. Samning þeirra tók mig langan tima, gleypti margar tómstundir. Á siðasta ári og þessu hef ég séð um útgáfu á Arbók Visindafélags Islendinga. „Þá er hætt við að góðir hlustendur greini tómahljóö..." — Hvað heldur þú að hafi veitt þér mesta ánægju og hvild frá daglegu striti, af þvi sem þú hefur fengizt við i tómstundum þinum um dagana? — Ljóðalestur. Ég byrjaði snemma að lesa ljóð, flutti þau fyrir sjálfan mig, þegar ég var strákur i smalamennsku og þótt- ist vita að enginn heyrði til min. Siðar fór ég að lesa fyrir aðra, og^ er vist biíinn að vera við það hey-* garðshornið hjá Utvarpinu i þrjá- tlu ár eða svo. Mér þykir alltaf gaman að lesa ljóð, en þó bezt, þegar stund gefst til þess að setj- ast með bók inn i stofu að kvöldi og lesa eitthvað sem i hugann kemur eða er mér skapi næst þá stundina. — Hvaða kröfur gerir ljóðið til flytjandans? — Fyrst og fremst þá að hann hafi kannað það til þeirrar hlitar sem honum er unnt og náttúrlega helzt hrifizt af þvi á einhvern hátt. Það er oft talað um að rödd- inskipti mestu máli fyrir upplest- urinn, en um raddfæri gegnir svipuðu máli og hljóðfæri: þau tryggja ekki að vel sé leikið. En það er auðvitað mikilvægt að flytjandinn hafi gott vald á rödd sinni, þekki möguleika hennar — og nýti þá. Þess vegna er þjálfun i leikrænni túlkun einnig mikils virði i þessu efni. Menn mega bara ekki halda að hún geti komið i stað þess sem fyrst var nefnt. Þá er hætt við að góðir hlustendur greini tómahljóð i lestrinum, enda kemur það vist stundum fyrir. Hins vegar skal þeim, sem eru andvigir túlkandi lestri, bent á það að i hlutlausum flutningi yrði tómahljóðið algert, þvi að i raunveruleikanum er talmál ekki hlutlaust, sizt listrænt mál. —VS. Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau i tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau i tómstundunum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.