Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.06.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Sunnudagur 1. júni 1975 * ' fí2Qfl Síðhæroir, öfga- sinnaðir byltinga- menn eins og brjálaðir kettir Síðhærðir, öfgasinnaðir bylt- ingarmenn mega þola sitt af hverju Ur öllum áttum, enda eru þeir flestir hverjir ósparir á að prédika fagnaðarerindi sitt og fylgja þvi eftir með alls kyns göngum og mótmælaaðgerðum, þótt færri viti hver boðskapur- inn er i raun og veru. Eftirfar- andi grein er samin og send Ut aö tilhlutan sovézku fréttastof- unnar Novosti: Hver hrópar húrra fyrir AAaóistum? Eftir Jevgeni Bockun, APN Sá Maóisti er ekki til i heimin- um, sem ekki er þess albUinn að skara fram úr félaga sinum. Hinn svonefndi „Kommúnista- flokkur Þýzkalands" er ill- ræmdur meðal annarra vinstri hópa I Vestur-Þýzkalandi fyrir ofsafenginn Sovétfjandskap. Nýlega efndi hann til áróðurs- aðgerða I Vestur-Berlin. Það er alkunna, að þessi borg er ekki hluti af Vestur-Þýzkalandi, en vestur-þýzkir Maóistar og öfga- menn lengst til hægri gripa hvert tækifæri sem gefst til þess ' aö þröngva nærveru sambands- rikisins upp á Vestur-Berlin. 19. mai gerði KommUnista- flokkur Þýzkalands árás á myndasýningu APN, sem hald- ii\ var i tilefni af þrjátiu ára af- rnæli sigursins yfir Hitlers- stefnunni. Nokkur hundruð ung- lingarbrutustinn i bygginguna, þar sem sýningin var haldin, og frömdu þar spjöll. 1 hálfa klukkustund „ærsluðust" hinir siðhærðu, öfgasinnuðu bylt- ingarmenn i byggingunni eins og brjálaðir kettir i vorhlý- indum. Þeir brutu glugga, rifu sumar myndirnar og máluðu andsovézk slagorð á veggi. Eftir árásina héldu Maoistar andsov- ézkan mótmælafund i miðborg- inni.sem um 200manns tók þátt i. Lögreglan i Vestur-Berlin, sem er mjög leikin i að fást við slik tilfelli, fylgdist með áróð- ursaðgerðunum I rólegheitum. HUn skarst ekki i leikinn, þótt erfitt sé að trUa þvi, að lögreglu- stjóranum hafi ekki verið kunn- ugt um fyrirætlanir Maóista. t hvert skipti, sem almenningur I borginni efnir til mótmælaað- gerða gegn Bandarikjunum, er fjölmennt lögreglulið jafnan viöbUið með vatnsslöngur til þess aö gripa til aðgerða. Hver er ástæðan fyrir árás Maóista á sovézku ljósmynda- sýninguna? Var hinn háværi hópur slðhærðra vinstrisinna e.t.v. staddur þarna af tilviljun, eftir að hafa leitað lengi a stað til þess að virtna skemmd- arverk á órefsað? Fregn um fangelsun nokkurra félaga hins maóiska KommUn- istaflokks Þýzkalands I Austur- Þýzkalandi, sem komið höfðu til . Austur-Berlinar til að efna til mótmælaaðgerða, meðan fram fór minningarathöfn við minnis- merki sovézkra hermanna i Treptowergarðinum, var höfð sem afsökun fyrir árásinni á sovézku myndasýninguna I Vestur-Berlin. En þetta var ekki eina ástæð- an. Maóistaklfkan, sem kallar sig „KommUnistaflokk Þýzka- lands", herti andsovézka starf- semi sina rétt fyrir 30 ára af- mæli sigursins yfir fasisman- um. Blað flokksins hvatti opin- berlega til „baráttu gegn Sov- e'trlkjunum" 30. april. Auk þess lýstu Maóistar því yfir, að Sov- étrfkin væru . „aðal striðsæs- inga"-aðilinn. Það væri of einfalt að skýra þetta allt með þvi að segja, að byltingarsinnuðu öfgamennirn- ir væru I andlegu ójafnvægi. Maóistar reka þá stefnu að ó- frægja hina heilögu minningu Evrópuþjóðanna um fórnar- lömb heimsstyrjaldarinnar sið- ari. Þeir notfæra sér pólitlska þröngsýni æskufólks, þeir eggja vestur-þýzkan æskulýð til þess að saurga það sem heilagt er, og slæva skilning hans með öfga- sinnuðum byltingaráróðri. Pek- ingstjtírnin gerir allt sem hUn getur til þess að skapa ringul- reið og óreiðu i Evrópu, en það er kunnugleg fyrirbæri i Peking sjálfri. Þaö er öllum ljóst, hverjir hrópa hUrra fyrir ungu, vinstri- sinnuðu öfgamönnunum og and- ieiðtogum þeirra. Þau hUrra- hróp koma alltaf frá hægri. Stefna Pekingstjórnarinnar I málum Evrópu, sem miðar að þvl að eyðileggja friðarþróun- ina og vinna sovézku friðar- stefnunni tjón, fær stöðugt lof I herbUðum herra Strauss. Þetta er dæmigert tilfelli gagn- kvæmrar aðdáunar. Maó formaður og fylgifiskar hans I Peking syngja lof þeim pólitlsku öflum I Þýzkalandi, sem dásama Ut- þenslustefnu þriðja ríkisins. Stuðningsmenn Strauss, hefnd- arsinnarnir, nýnasistarnir og aörir öfgasinnaðir hægrimenn I Vestur-Þýzkalandi, biðla til maóista, þótt þeir geri það ekki semtakmarkísjálfusér, heldur sem ráð til að framkvæma Sovétfjandsamlegar fyrirætlan- ir sínar. Þeir eiga margt sam- eiginlegt I þessu tilliti. Eini munurinn er sá, að þeir grafa undan byggingu friðar og ör- yggis í Evrópu sin frá hvorri hlið. Stundum mætast leiðir þeirra engu að slður. Frambjóð- andi hins maóiska KommUn- istaflokks Þýzkalands i rikis- þingkosningunum í Bæjaralandi I október 1974, var fyrrverandi félagi i nýnasistaflokknum. Sjaldgæft tilfelli en táknrænt engu að sfður. Svaka kroppur Þessi hrikalega kvenmynd blasti við óperuunnendum I Munchen, þegar „Rakarinn frá Sevilla" var frumsýndur þar fyrir nokkru, og er þetta hluti af leikmyndinni. Sá sem stendur á lærinu er Claus-Kaakan Annsjo, sem syngur hlutverk Almaviva greifa.ogRosina.sem sungin er af Reri Grist, klkir Ut um brjóst- iö. SAmuiíaaí ..III...!.......„I...IIIIIL..IIIIII..JIL..IIl...lh..... DOD DDDC J> KMÍT^o 9^^e^j> I 5-2-2, I DENNI DÆMALAUSI — Hvað getur maður gert, þegar ekkert er hægt að gera? Lifa Hf- inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.