Fréttablaðið - 28.04.2005, Síða 26

Fréttablaðið - 28.04.2005, Síða 26
Alltaf að græða Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa grætt hraust- lega undanfarin misseri. Þeir hafa sennilega aldrei grætt jafn mikið milli sólarhringa eins og milli þriðjudagsins og miðviku- dagsins. Á þriðjudagsmorgun reiknaði Greining Íslandsbanka út að hækkun fasteignamats frá áramótum á hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins næmi 315 þúsundum á mann. Reikn- að var út frá tölum frá Fasteignamatinu um að fasteignamat íbúða hefði verið 447 milljarðar í upp- hafi árs. Hækkun um þrettán prósent skilaði því þessari tölu. Síðar kom í ljós að tölur Fasteignamatsins voru rangar og leiðrétt tala nam 1.158 milljörðum króna. Hagnaður á hvern íbúa á höfuðborgar- svæðinu er því 816 þúsund. Íbúar höfuðborgar- svæðisins græddu því 500 þúsund kall og fyrir þann pening má alveg gera sér glaðan dag. Svarað á pólitísku Á blaðamannafundi Seðlabankans þegar fjár- málastöðugleikaskýrslan var kynnt voru for- svarsmenn bankans spurðir hvort upptaka evru myndi draga úr áhættu í fjármálakerfinu. Greinilegt var að menn voru lítið spenntir fyrir að svara þessari spurningu og eftir að þeir höfðu hikandi varpað henni frá sér endaði spurningin hjá Birgi Ísleifi Gunnarssyni. Birgir Ísleifur fór í gamla skjóðu og svaraði spurnig- unni á tungumálinu pólitísku. Niðurstaðan var í raun ekkert svar, en augljóst var að allir vissu þeir herramenn svarið við þessari stöku spurn- ingu, sem er einfaldlega já. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.133 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 117 Velta: 3.278 milljónir +0,19% MESTA LÆKKUN 26 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR Eignir bankanna tvöföld- uðust á síðasta ári og nú er helmingur þeirra er- lendis. Þetta dregur úr innlendum áhrifum á starfsemi þeirra og tekjugrunnurinn breikk- ar. Það eykur stöðugleika fjármálakerfisins. „Nú er það svo að helmingur eigna hjá íslensku viðskiptabönk- unum er hjá erlendum dóttur- félögum,“ sagði Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, þegar hann fjallaði í fyrradag um úttekt bankans á fjármálastöðugleika. „Þungamiðja bankanna er einhvers staðar í haf- inu á milli Íslands og útlanda.“ Á síðastliðnu ári tvöfölduðust eignir samstæðna viðskiptabank- anna samkvæmt greiningu Seðla- bankans. Helst má rekja aukning- una til kaupa á dótturfélögum en jafnframt var innlend útlánaaukn- ing mikil. Útrás bankanna hefur margþættar afleiðingar að mati bankans. Áhætta er nú önnur og dreifðari og tekjugrunnur breið- ari. Það gerir þá síður næma fyrir innlendum áhrifum og fjármála- legt áfall getur birst með fjöl- breyttari hætti en áður var. Tryggvi sagði það frekar styðja við stöðuleikann að útrás bank- anna á þessu og síðasta ári var fjármögnuð með eigin fé; með hlutafjárútboði og víkjandi lánum. „Í gegnum Kauphöllina voru gefn- ir út 110 milljarðar í hlutafé og sextíu milljarða var aflað í víkj- andi lánum á erlendum markaði. Það er á allan hátt ákjósanlegra en ef þetta hefði verið fjármagnað með almennu lánsfé.“ Seðlabankinn bendir á að hluta- bréfakaup séu í vaxandi mæli fjármögnuð með lánsfé. Það geti verið varasamt ef verð á hluta- bréfum taki að lækka á nýjan leik. Útlán innlánsstofnana með veði í hlutabréfum jukust um rúmlega hundrað milljarða króna árið 2004. Námu útlánin um sautján prósent- um af markaðsvirði skráðra hluta- bréfa í Kauphöll Íslands um síð- ustu áramót. bjorgvin@frettabladid.is Actavis 40,70 -0,73% ... Atorka 6,10 +0,33% ... Bakkavör 33,40 -0,30% ... Burðarás 14,25 -0,35% ... FL Group 14,35 – ... Flaga 5,46 – ... Íslandsbanki 13,70 -0,74% ... KB banki 550,00 -0,18% ... Kögun 62,70 – ... Landsbankinn 16,50 – ... Marel 55,70 – ... Og fjarskipti 4,04 +1,00% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 12,25 +0,41% ... Össur 84,50 +0,60% Helmingur af eignum bankanna erlendis Og fjarskipi 1,00% Íslandsbanki 0,74% Össur 0,60% Síminn -5,00% Actavis -0,73% Burðarás -0,35% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 20 39 Rekst rarvö rulist inn er ko minn út KB BANKI Bankanum er spáð yfir ellefu milljarða hagnaði, sem yrði methagnaður íslensks félags á einum ársfjórðungi. Spáð 11 milljarða hagnaði KB banki birtir afkomutölur fyrir opnun markaðarins í fyrramálið. Búist er við því að bankinn sendi frá sér mettölur, þær mestu sem nokkurt íslenskt fyrirtæki hefur sýnt á einum ársfjórðungi. Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki hafa gefið út spár um afkomu bankans og eru þær mjög sam- hljóma. KB banki gefur ekki út spá fyrir sjálfan sig. ■ SPÁ UM AFKOMU KB BANKA Félag Afkomuspá (milljónir króna) Íslandsbanki 11.270 Landsbankinn 11.300 Meðaltal 11.285 Saltur milljarður Aflaverðmæti íslenskra fiski- skipa í janúar á þessu ári var 5,2 milljarðar króna en 4,2 milljarðar á sama tíma í fyrra. Munar um milljarði á milli ára, um 23 prósentum, samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Verðmæti botnfiskaflans vó þyngst. Það var um 3,3 millj- arðar króna en helstu botnfisk- tegundir eru þorskur, ýsa og ufsi. Verðmæti uppsjávarafla, loðnu og síldar, nam 1,7 millj- örðum króna. Flatfiskur, skel- dýr og krabbi skipta ekki miklu máli í þessu samhengi. Heildarafli þessara tegunda dregst sífellt saman. HEILDAREIGNIR BANKANNA ERLENDIS (fjárhæðir í milljörðum kr.) ÍSLANDSBANKI KB BANKI LANDSBANKI ÍSLANDS BNbank 403 FIH 745 Landsbanki Lúxemborg 100 ISB Lúxemborg 45 Kaupthing Lúxemborg 127 Heritable Bank 43 Kredittbanken 36 Kaupthing Svíþjóð 74 Önnur félög 21 Önnur félög 20 Kaupthing Bank OYJ 4 Samtals 505 Samtals 968 Samtals 143 Heildareignir 1.078 Heildareignir 1.534 Heildareignir 730 Hlutfall erl. eigna 47% Hlutfall erl. eigna 63% Hlutfall erl. eigna 20% ÚTRÁSARMENN Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, og Lars Johan- sen, bankastjóri danska bankans FIH, hafa verið þátttakendur í útrás íslensku bank- anna. Peningaskápurinn…

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.