Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.04.2005, Blaðsíða 31
5FIMMTUDAGUR 28. apríl 2005 Eitt af hinum ævintýralegu þorp- um við Gardavatn er Sirmione. Þar hefur Íslendingurinn Fanney Sigurðardóttir búið síðastliðinn áratug og kann vel við sig. Fann- ey sér um útleigu íbúða við vatn- ið allt árið um kring og segir hægt að leigja þær allt frá viku upp í lengri tíma. Göngufæri er frá húsunum að ströndum Garda- vatns þar sem gott er að busla yfir sumartímann. Vegir liggja til allra átta frá vatninu og Veróna, Feneyjar, Mílanó, Flórens og fjallaþorp Alpanna eru upplagðir áfangastaðir í grenndinni. Stein- snar er í Gardaland sem er með stærstu skemmtigörðum Evrópu og Caneva er glæsilegur vatna- garður í nágrenninu. Matargerð er aðall Ítala og auðvelt er að finna girnileg veitingahús við vatnið. Auk þess er stutt út í sveitirnar þar sem heimilislegir matsölustaðir í fjölskyldueign eru á hverju strái og ítölsk „mamma“ sér um matargaldrana. Þar er líka fjöldi vínekra. Nánari upplýsingar gefur Fanney Sigurðardóttir, fannar@inwind.it. Íbúðir við rætur Alpafjalla Gardavatn er meðal vinsælustu staða Ítalíu, umkringt róm- aðri fegurð ítölsku Alpanna með sínum tignarlegu tindum. Hægt er að leigja íbúðir í þorpum við vatnið þar sem gestrisn- in er heimamönnum í blóð borin. Mikið rapp á Hróarskeldu THE GAME, SNOOP DOGG OG FLEIRI KOMA FRAM Á HÁTÍÐINNI Í SUMAR. Hoppað úr og í vagna KYNNISFERÐIR OG SÉRLEYFISBIFREIÐ- AR KEFLAVÍKUR, SBK, BYRJA MEÐ NÝJA ÞJÓNUSTU Í MAÍ FYRIR FERÐAMENN Í REYKJAVÍK. Um er að ræða hringferð um höfuð- borgina með „Hop On – Hop Off“ fyrir- komulagi svokölluðu sem margir þekkja eflaust frá helstu stórborgum heimsins. Ferðirnar hefjast við Arnarhól og verða stoppistöðvar í Ægisgarði, Þjóðminjasafninu, BSÍ, Hótel Loftleið- um, Perlunni, Kringlunni, Suðurlands- braut við Hótel Nordica, Farfuglaheimil- inu Laugardal og Hallgrímskirkju. Far- þegar geta sem sagt hoppað úr og hoppað inn á þessum stöðum, dvalið þar eins lengi og þeir vilja og haldið hringferðinni áfram. Farþegar verða fluttir í tveim tveggja hæða vögnum sem taka áttatíu manns í sæti. Í vögn- unum er leiðsögukerfi á átta tungumál- um: íslensku, ensku, dönsku, frönsku, þýsku, spænsku, ítölsku og japönsku. Ferðirnar eru farnar á klukkustundar- fresti frá maí til september alla daga frá klukkan 10 til klukkan 17. Verð er 1.500 krónur fyrir fullorðna, 750 krónur fyrir 12 til 15 ára en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Sala í ferðirnar er hjá Kynnis- ferðum á BSÍ, Hótel Nordica, Hótel Loftleiðum og Hótel Sögu. Einnig er hægt að kaupa miða í bílunum. Vagnarnir sem flytja farþega eru á tveimur hæðum og ansi litríkir. The Game hefur bæst í hóp rappara sem koma fram á Hróarskelduhátíð- inni í sumar. Áður var búið að til- kynna um rapparana Snoop Dogg, The Perceptionists, Roots Manuva, Timbuktu & Damn! og fleiri. The Game var uppgötvaður af Dr. Dre og kom fyrsta plata hans, The Documentary, út í ár. Hægt er að for- vitnast um The Game á vefsíðunni thegameonline.net. Á vefsíðunni roskilde-festival.is/index2.php?- sida=bands er hægt að sjá allar hljómsveitir sem spila á Hróarskeldu í sumar en hægt er að kaupa miða hjá Stúdentaferðum á exit.is. Sirmione-tanginn er eitt af djásnum Gardavatns. Kastalinn við enda tangans er vinsæll við- komustaður og innan veggja hans er fjöldi verslana og veitingastaða. Íbúðirnar sem Fanney býður upp á eru bæði á tanganum og rétt fyrir utan. Sumar hafa sameiginlega sundlaug í garðinum. Á Heathrow er verið að grípa til nýrra aðferða við öryggis- eftirlit þessa dagana. Farþegum sem ferðast reglulega um Heathrow-flugvöll í London í Englandi mun brátt bjóðast að láta skanna lithimnu augna sinna í staðinn fyrir að sýna öryggis- verði vegabréfið sitt. Hér er á ferð ný öryggisaðferð á flugvell- inum sem gildir bara fyrir far- þega sem eru frá löndum utan Evrópusambandsins. Lithimna augnanna er skönnuð og þær upp- lýsingar geymdar í gagnagrunni. Mun þessi aðferð líklegast minnka biðraðir á flugvellinum til muna og draga úr álagi meðal öryggisvarða. Þessi nýja aðferð verður kynnt í tveimur farþega- sölum á Heathrow í lok þessa mánaðar áður en kerfið verður sett upp á öðrum breskum flug- völlum. Stjórnendur á Heathrow búast við að milljónir farþega geti nýtt sér þessa þjónustu á næstu fimm árum. Milljónir manna ferðast um Heathrow-flugvöll á ári hverju. Lithimna augna skönnuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.