Fréttablaðið - 28.04.2005, Side 36

Fréttablaðið - 28.04.2005, Side 36
2 ■■■ { LANDBÚNAÐUR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Sóknarfæri til sveita er verkefni sem Bændasamtök Íslands standa að til að stuðla að meiri og nýrri uppbyggingu í sveitum landsins. Það gekkst fyrir fundarherferð í lok mars undir heitinu „Að kreista mjólk úr steini“, ásamt Frum- kvöðlafræðslunni og verkefninu Lifandi landbúnaður. Að þessu sinni var farið í Hrútafjörð, á Blönduós, í Reykhóla og Dali. Fundarsókn var misjöfn en áhugi þeirra sem mættu mikill. Margir ganga með hugmyndir í höfðinu sem þeir vildu gjarnan kanna hvort einhver grundvöllur er fyrir eða vit í að framkvæma. Rannsóknir benda til þess að rúm- lega helmingur kvenna í landbún- aði vinni utan bús og rétt tæplega helmingur karla. Greinilegt er því að fleiri og styrkari stoðum þarf því að renna undir atvinnulífið í sveitum landsins ef ekki á að missa fólkið á mölina. Af vefnum www.bondi.is Helmingur vinnur utan bús Átaks er þörf í atvinnumálum sveitafólks ef ekki á að missa það á mölina. Hefði getað valið léttara líf Ingibjörg Hafstað og maður hennar Sigurður Sigfússon hafa búið í Vík í Skagafirði í þrjátíu ár og eiga fimmtíu kýr í fjósi. Eldhúsið í Vík angar af bökunarlykt enda húsfreyjan að baka snúða fyrir basar kvenfélagsins. Sonar- sonurinn er í heimsókn utan af Sauðárkróki og hans snúðar eru með bleikum glassúr en amma hans hefur annan hátt á. „Þetta er bara venjuleg grunnuppskrift að ger- brauði og svo blanda ég út í deigið skinku, osti, grænni og rauðri papriku, blaðlauk og smávegis af mexíkóosti, það kemur svo góður keimur af honum,“ lýsir hún og býður að smakka. Ingibjörg ljómar af hreysti og þegar hún er spurð hvort henni þyki gam- an að búa í sveit svarar hún bros- andi. „Ég kaus það að minnsta kosti þó ég ætti kost á öðru. Svo er þetta nú ekki afskekkt sveit. Maður getur sótt í fjölmennið og félagsskapinn þegar maður vill og verið svo í friði þess á milli. En maður hefði getað valið léttara líf. Fyrstu átján árin var ég með sumardvalarheimili hér fyrir börn. Svo kenndi ég á veturna úti á Krók en hætti eftir að skólinn varð einsetinn og sneri mér að bú- skapnum. Auk þess sinnti ég sveitarstjórnarmálum um tíma.“ Hún kveðst kunna á dráttarvélarnar og ekki veigra sér við að vinna á þeim. „Ég er að minnsta kosti með í öllu og finnst það voða gaman. Til dæmis slæ ég yfirleitt öll túnin. Ég er sláttukerlingin,“ segir hún og bætir við að það sé mikill ábyrgðar- hluti að láta unglinga vera á vélun- um, bæði vegna slysahættu og svo séu þetta dýr tæki og vandmeð- farin. Ingibjörg segir Skagfirðinga félags- lynt fólk og samhent. „Hér er til dæmis „inn“ að vera í kvenfélagi,“ segir hún og verður ekki rengd þar sem hún er formaður Sambands skagfirskra kvenna. Nú kemur eig- inmaðurinn inn og fær sér kaffi- sopa. Hann heitir Sigurður Sigfús- son. Kveðst vera Skagfirðingur en þó hvorki hesta- né kóramaður. „Já, hann var reyndar fluttur suður, þar kynntumst við og ég dró hann norður aftur,“ segir Ingibjörg hlæj- andi. Nú er klukkan að verða hálf sex og tími kvöldmjalta runninn upp enda kveðst Ingibjörg ekki vilja vera lengi fram eftir við útiverkin. Að- staðan er öll til fyrirmyndar í fjós- inu og vélvæðingin mikil. Þar er til dæmis bara gefið fjórða hvern dag. Þá eru baggarnir keyrðir inn og svo ganga kýrnar að mat sínum þegar þær vilja. Sjálfvirk skafa skefur flórinn og mjaltagryfja hefur verið í fjósinu frá 1977 að sögn Ingibjarg- ar. „Það er mjög þægilegt. Ég segi að það lengi líf manns í búskapnum um tíu ár að þurfa ekki að bogra við mjaltirnar,“ segir hún. Guðríður Baldvinsdóttir á Lóni í Kelduhverfi er skógfræðingur og bóndi. Hún og hennar maður vinna bæði utan heimilisins að hluta. Aðstaðan er öll til fyrir- myndar í fjósinu og vélvæð- ingin mikil. Þar er til dæm- is bara gefið fjórða hvern dag. Þá eru baggarnir keyrðir inn og svo ganga kýrnar að mat sínum þegar þær vilja. Ingibjörg með sonarson sinn Aron Má Jónsson. Húsið í Vík er byggt 1907. Gæfa, Júlía, Gella og Grýta. Ingibjörg þekkir þær allar með nafni. Það verður að þvo tankinn vel. Ingibjörg kveðst viss um að það lengi líf fólks í búskapnum að þurfa ekki að bogra við mjaltirnar. Fr ét ta bl að ið /G un .

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.