Fréttablaðið - 28.04.2005, Síða 40
Atli er úti á stétt að snyrta siginn
fisk í matinn og Kristín húsfreyja
stendur brosandi í dyrunum. Þau
eru ekki óvön því að gesti beri að
garði. Þjóðvegurinn lá meðfram
bæjargaflinum þar til fyrir fáum
árum og oft kom það í hlut þeirra að
liðsinna ferðalöngum ef ófærð eða
illveður hömluðu ferð austur yfir
Fljótsheiðina. „Maður hafði oft
áhyggjur þegar maður sá á eftir bíl-
um út í kófið og hugsaði: hvað
skyldi hann komast langt þessi?“
segir Atli og kveðst æði marga hafa
dregið upp úr sköflum.
Kristín, sem er uppalin á Ingjalds-
stöðum, segist samt hafa hafa kvið-
ið færslu vegarins um 700 metra.
„Mér fannst við verða svo afskekkt!
En nú er ég fegin að hann fór, því
þungaflutningarnir hafa aukist svo
mikið,“ segir hún.
Við röltum að fjárhúsinu, sem er
fallegt stálgrindahús klætt með
yleiningum. Sigurður er að sópa eina
stíuna og hefur ærnar úti á meðan.
Þær taka vel inn þegar hreingerning-
unni er lokið. Langflestar eru vel
hvítar en þó bregður líka fyrir
mórauðum og flekkóttum. Allar eru
þær bústnar og sællegar og sumar
komnar að burði. „Þú ert heldur
snemma á ferðinni,“ segir Atli. „Eftir
viku verða kannski komin lömb.“ Um
220 fjár eru á fóðrum á Ingjaldsstöð-
um. Bændurnir þekkja allt féð með
nöfnum og kunna skil á ættfræðinni.
Þeim þykja kindurnar skemmtilegar
en finnst verð á lambakjöti allt of
lágt til bænda. „Þar þarf að leiðrétta
kúrsinn verulega,“ segir Sigurður
fastmæltur. Að sumrinu gengur féð á
Fljótsheiðinni upp af bænum, sem er
svo grasgefinn að Sigurður segir
högunum hættara við að spillast
vegna sinu en uppblásturs.
Í næsta húsi við fjárhúsið býr naut-
peningurinn því 23 kýr eru á búinu.
Sigurður telur það hagkvæmt að
blanda kúa- og fjárbúskap saman.
„Greinarnar styðja hvor aðra enda
margt hægt að samnýta, svo sem
tún og tæki,“ segir hann. Þar með
berst talið að tækninni og framför-
unum. Atli kveðst jafngamall véla-
menningu í landbúnaðinum enda
hafi fyrsta dráttarvélin komið í hans
heimasveit, Bárðardalinn, 1945,
sama ár og hann fæddist. Öll eru
sammála um að mesta bylting síðari
ára sé í rúllubaggatækninni, bæði
hvað vinnu- og tímasparnað snerti
og fóðurgildi heysins.
Kristín býður inn í kaffi og meðlæti
í eldhúsinu og þar er haldið áfram
að spjalla um sveitalífið að fornu og
nýju, smalanir, kórastarf, félagslíf
og fleira skemmtilegt.
gun@frettabladid.is
...prófaðu allar!
::
N
ÝP
R
EN
T
eh
f:
:
6 ■■■ { LANDBÚNAÐUR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Greinarnar
styðja hvor aðra
Þrátt fyrir að að afurðaverð hafi verið lágt í sauðfjárrækt síðustu ár eru til bjartsýnir
bændur innan greinarinnar. Á Ingjaldsstöðum í Þingeyjarsveit búa Atli Sigurðsson og
Kristín Sigurðardóttir ásamt Sigurði syni sínum. Þau eiga bæði ær og kýr og byggðu ný-
lega fallegt hús yfir fjárstofninn.
Þau hjón eru að ljúka við að ganga
frá útsæðinu til spírunar með að-
stoð „heimavarnarliðsins“ eins og
þau kalla börn sín fjögur. Nú stytt-
ist í vinnslu garðanna og ef vel
viðrar gætu fyrstu kartöflur farið í
mold um 10. maí, að þeirra sögn.
„Fyrir þá sem eru lottósinnaðir er
þetta dálítið skemmtileg grein því
menn leggja mikið undir,“ segir
Lilja og Sigurbjartur tekur undir
það. „Menn grafa helling af pen-
ingum ofan í jörðina á vorin og
setja svo allt sitt traust á himnaföð-
urinn. Ekki er samt við hann að
sakast þó síðustu ár hafi verið erfið.
Tíðarfarið hefur leikið við okkur en
þrátt fyrir að uppskeran hafi verið
góð og hreystin líka hefur afkoman
verið döpur. Smásalan er komin á
svo fárra hendur og verð til okkar
bændanna fer stöðugt lækkandi.
Fyrir 17 árum fengum við 45-50
krónur fyrir kílóið en nú er það
komið í 30-35 krónur.“
Þau hjón hafa stundað kartöflu-
rækt síðan 1983. „Það hefur geng-
ið á ýmsu á þessum tíma. Það hafa
komið góð ár og mögur ár og allt
þar á milli,“ rifjar Sigurbjartur upp.
„Framleiðendum hefur stórfækkað
en þeir stækkað sem eftir eru, hafa
keypt sér öflugri vélar og aukið
framleiðsluna. Það er svipuð þróun
og í öðrum greinum búskapar.
Neytandinn gerir kröfur um gæði
og þar fara markmið okkar saman
því við viljum skila fyrsta flokks
vöru. Þá verða menn líka að koma
sér upp fyrsta flokks geymslum,
sem getur verið snúið þegar aurinn
er mjög naumt skammtaður.“
Í þeim gömlu kart-
öflugörðunum heima
Sigurbjartur Pálsson og Lilja Þrúðmarsdóttir eru meðal
þeirra sem sjá okkur fyrir kartöflum á diskana. Þau búa í
Þykkvabænum, svona einn komma sex kílómetra frá sænum,
þar sem 70-80 prósent kartöfluframleiðslu landins eru.
Lilja og Sigurbjartur eru að ljúka við að ganga frá útsæðinu, tæpum þrjátíu tonnum.
„Menn grafa helling af pen-
ingum ofan í jörðina á vor-
in og setja svo allt sitt
traust á himnaföðurinn.“
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/Þ
Ó
RÐ
U
R
Horft heim að Ingjaldsstöðum. Fjárhúsið er lengst til vinstri. Gamla húsið frá 1907 er einungis notað sem sumarhús.
Kristín, Sigurður og Atli sinna búskapnum vel, þess bera skepnurnar vitni.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/G
U
N