Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2005, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 28.04.2005, Qupperneq 58
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 1 Fimmtudagur APRÍL ■ ■ LEIKIR  19.00 Breiðablik og FH mætast í Egilshöll í átta liða úrslitum deildarbikars karla í fótbolta.  19.00 ÍA og Keflavík mætast á Akranesvelli í átta liða úrslitum deildarbikars karla í fótbolta.  19.40 Haukar og ÍBV mætast á Ásvöllum í lokaúrslitum DHL-deildar kvenna í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn.  07.30 Olíssport á Sýn.  08.00 Olíssport á Sýn.  08.30 Olíssport á Sýn.  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  17.15 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur.  19.00 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  19.30 Sterkasti maður heims á Sýn.  19.35 DHL-deildin í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Hauka og ÍBV sem mætast í lokaúrslitum DHL- deildar kvenna í handbolta.  20.30 Þú ert í beinni! á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  00.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Endurtekinn þáttur. Engar glufur á vörn Liverpool 30 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR > Við furðum okkur á ... ... samskiptunum hjá æðstu mönnum Stoke City. Með því að endurráða Tony Pulis sem stjóra liðsins var stjórn félagsins að starfa í óþökk stjórnar Stoke Holding, og það var fyrst og fremst vegna endurráðningar Pulis sem Magnús Kristinsson ákvað að hætta að setja pening í Stoke. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... knattspyrnuliði Þróttar sem gerði sér lítið fyrir og lagði Valsmenn í 8-liða úrslitum deildabikars karla í fyrrakvöld. Willum Þór Þórsson og lærisveinar hans hjá Val höfðu borið sigur úr býtum í öllum mótum vetrarins en nú er margra mánaða samfelld sigurganga á enda. Heyrst hefur ... ... að þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu ferðist til fjarlægra landa sitji tveir menn á fyrsta farrými, þeir Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen. Aðrir sem að liðinu koma þurfa að sætta sig við að sitja á almennu farrými - líkt og sauðsvartur almúgurinn. Landsliðsmaðurinn Hannes Sigurðsson, leikmaður Viking, hefur verið mikið í fréttum í Noregi í vikunni. Ástæðan er sú að viðskiptum hans og Frode Kippe, leikmanns Lilleström, um síðustu helgi lauk með miklum látum þegar olnbogi Hannesar endaði í andliti Kippe sem kjálka- og tvíkinn- beinsbrotnaði. Menn í Noregi hafa skipst í tvær fylking- ar um hvort olnbogaskot Hannesar hafi verið viljandi eða óviljandi. Hannes sagðist í samtali við Frétta- blaðið í gær hafa hreinan skjöld í málinu. „Maður er mjög vinsæll þessa dagana,“ sagði Hannes léttur á því. „Ég skil samt ekki af hverju menn eru að gera svona mikið mál úr þessu. Menn lyfta olnbogum hér í öllum leikjum og ein- vígjum. Okkar einvígi var ekkert öðruvísi að öðru leyti en því að hann slasaðist illa en það var al- gjör óheppni. Þetta var alls ekki viljandi. Ég vissi ekki einu sinni hvar hann var þegar ég fer upp í boltann.“ Atvikið átti sér stað þegar hálftími var eftir af leiknum en mikið hafði gengið á hjá Hannesi og Kippe fyrsta klukkutíma leiksins. „Ég fékk heilahristing þökk sé honum fyrr í leiknum þegar hann keyrði oln- bogann í hnakkann á mér. Ég fékk líka skurð í því ein- vígi,“ sagði Hannes sem er ekki enn farinn að æfa á ný. Hann hefur verið með höfuðverk út af heilahristingnum og læknirinn vill að hann hvíli fram að helgi. Hannes var tekinn af velli í kjölfarið enda hljóp mikill hiti í leikmenn þegar þeir sáu blóðið á Kippe. Hannes hefur mátt þola mikla gagnrýni á köflum og til að mynda vill Bard Borger- sen, miðvörður Start, fá Hannes í tveggja ára bann en hann þarf einmitt að stöðva Hannes um helgina þegar Viking mætir Start. „Hann á fram- tíð fyrir sér sem skemmtikraftur þegar ferlinum lýkur,“ sagði Hannes léttur en hann lætur hasarinn ekki koma sér úr jafnvægi. Markalaust jafntefli var niðurstaðan í fyrri leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar- innar sem fram fór í gærkvöldi. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Chelsea. LANDSLIÐSMAÐURINN HANNES SIGURÐSSON: UMDEILDUR EFTIR ÖFLUGT OLNBOGASKOT Kjálkabrotið var algjört óviljaverk FÓTBOLTI Leikurinn, sem fram fór á Stamford Bridge, var langt frá því að standa undir þeim vænting- um sem gerðar voru til hans og voru opin marktækifæri af skorn- um skammti. „Við vörðumst gríðarlega vel í kvöld en við fögnum ekki. Það er aðeins hálfleikur,“ sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, eftir leikinn. Írski vængmaðurinn Damien Duff stóðst ekki læknisskoðun rétt fyrir leik og kom það því í hlut Eiðs Smára Guðjohnsen að leysa hann af á vinstri vængnum. Með því sýndi Eiður Smári þar með enn frekar fjölhæfni sína sem leikmaður þó svo að hann hafi dregið sig reyndar talsvert niður á miðjan völlinn á köflum í gær til að hjálpa til við að dreifa spilinu, rétt eins og hann hefur verið að gera með svo góðum ár- angri í síðustu leikjum Chelsea. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, treysti Arjen Robben ekki til að hefja leikinn og því sat hann á bekknum þar til á upphafsmínút- um síðari hálfleiks. Liverpool stillti upp í leikkerfið 4-5-1 með Gerrard í tiltölulega frjálsu hlut- verki fremst á miðjunni fyrir aft- an Milan Baros sem var einn í framlínunni. Eiður Smári komst nálægt því að skora strax á 13. mínútu en þá var hann rétt við að ná til boltans eftir misheppnað skot Didier Drogba. Fimm mínútum síðar komst John Arne Riise í dauða- færi en Peter Cech í marki Chel- sea varði opið skot hans mjög vel. Á 22. mínútu leit besta færi leiks- ins dagsins ljós en þá skaut Frank Lampard yfir á einhvern ótrúleg- an hátt af tveggja metra færi. Ekki frekar en þeir rúmlega 40 þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína á Brúna trúði enski landsliðs- maðurinn sínum eigin augum. „Ég tek það klúður á mig, ég veit ekki hvernig ég fór að því að brenna af þessu færi. En við héldum hreinu og það var mikilvægt,“ sagði Lampard eftir leikinn Chelsea var ávallt með frum- kvæðið í leiknum og mun meira með boltann en leikmenn Liver- pool vörðust fimlega auk þess að beita vel skipulögðum skyndi- sóknum. Það var úr einni slíkri sem Cech sýndi af hverju hann er óumdeilanlega talinn besti mark- vörður heims. Þá varði hann skalla Baros sem stefndi í sam- skeytin á stórbrotin hátt. „Við á bekknum héldum að þetta væri mark. Ég trúði því varla þegar ég sá hann verja skallann,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool í leikslok. Í síðari hálfleik bökkuðu leik- menn Liverpool enn frekar og gáfu Chelsea leyfi til að dútla með boltann á sínum vallarhelm- ingi. En um leið og Eiður Smári og félagar komust í nánd við víta- teig Liverpool var eins og þeir rækjust á múr, svo öflugur var varnarleikur Liverpool. Á 59. mínútu kom Robben inn á og héldu margir að hann væri mað- urinn til að leysa upp vörn Liver- pool. Svo reyndist ekki vera og það var alveg sama hvað leik- menn Chelsea reyndu – aldrei fundu þeir glufur á firnasterkri vörn Liverpool þar sem hinn magnaði Jamie Carragher var fremstur meðal jafninga. vignir@frettabladid.is FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI LEIKIR GÆRDAGSINS Meistaradeild Evrópu CHELSEA–LIVERPOOL 0–0 Enska úrvalsdeildin NEWCASTLE–MIDDLESBROUGH 0–0 ÓTRÚLEGT KLÚÐUR Hér sést þegar Frank Lampard brennir af besta færi leiksins í gær. Boltinn barst til Lampards þar sem hann stóð á markteig en á einhvern ótrúlegan hátt náði Lampard að skjóta boltanum yfir markið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.