Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 68

Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 68
40 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR VEITINGASTAÐURINN Á NÆSTU GRÖSUM LAUGAVEGI 20B, 101 REYKJAVÍK Svanbjörg Helena Jónsdóttir hef- ur sett heilbrigðan lífsstíl ofar öllu og finnst fátt skemmtilegra en að matbúa. Hún er mikill sælkeri og getur gleymt sér tímunum saman í eldhúsinu enda er hún mikill dúll- ari í sér. Þegar vel liggur á henni á hún það til að búa til sitt eigið pasta og svo er hún líka æði góð í því að búa til konfekt úr fíkjum og döðlum. Svanbjörg er einkaþjálf- ari og starfar á sölu-og markaðs- sviði Icelandair. Í frístundum hleypur hún mikið og reynir að fara hinn gullna meðalveg þegar kemur að mataræði. Hún notar gjarnan 80/20 regluna en hún gengur út á að borða hollan mat í 80% tilfella með 20% af svindli. Aðspurð um hvað hún þurfi að eiga í eldhúsinu til að geta búið til ljúffenga máltíð nefnir hún parmesan ost, furuhnetur, kota- sælu og góðar ólífuolíur. „Balsamik edikið er líka nauð- synlegt ásamt spínati, eggjum og hveiti. Ef hugmyndaflugið er virkt eru möguleikarnir óþrjót- andi. Með þessu hráefni má gera heimatilbúið pasta frá grunni með spínatfyllingu,“ segir Svanbjörg en henni finnst mjög skemmtilegt að búa til ferskt og fyllt pasta. Mataráhugi hennar kviknaði þeg- ar hún flutti að heiman um tví- tugt. Þá fór hún að grúska í mat- reiðslubókum en hún hefur einnig fengið mikið af góðum matarhug- myndum hjá föður sínum og Eddu konu hans. „Þau eru miklir mat- gæðingar og mjög góðir kokkar bæði tvö. Ég fæ stöðugt nýjar hugmyndir þegar ég borða hjá þeim og hafa þau haft mikil áhrif á mína matargerð.“ Í kryddskápn- um hennar Svanbjargar er að finna karrý, tandori, cumin, kórí- ander, gróft salt og nýmalaðan svartan pipar. Hún segist líka vera svag fyrir ferskum krydd- jurtum. Eins og sést á krydd- skápnum á indverskur matur upp á pallborðið hjá henni ásamt baunaréttum af ýmsu tagi. Þegar hún fer út að borða finnst henni skemmtilegast að fara á LaPrima- vera, Austur Indíafélagið eða Ban Thai. Þar sem sumarið er á næsta leiti ætlar Svanbjörg að gefa les- endum uppskrift að einföldum sumarkjúklingi sem allir ættu að geta matreitt. HEILL KJÚKLINGUR 1 1/2 sítróna 5 msk ferskt timian (auk nokk- urra timian stöngla til að setja inn í kjúklinginn) 4 hvítlauksrif 2 tsk Maldon salt 2 tsk ferskur grófmulinn pipar Byrjið á því að hita ofninn í 180˚-200˚ og hreinsið timian af stönglinum. Kreistið safann úr heilli sítrónu í skál og setjið timi- an og pressaðan hvítlauk út í. Stingið kjúklinginn vel og vand- lega með gaffli til að hleypa kryddinu að kjötinu og nuddið kjúklinginn vel upp úr kryddleg- inu og stráið saltinu og piparnum yfir. Setjið 1/2 sítrónu (þvoið börkinn vel) og nokkra timian- stöngla inn í kjúklinginn og lokið fyrir með tannstönglum. Leyfið kjúklingnum að marinerast í u.þ.b. 2-3 klst, eftir það er hann bakaður í 1 klukkustund. Gott er að hella soðinu af kjúklingnum í skál og bera fram með kjúklingn- um. KARTÖFLURÉTTUR 8 kartöflur 250-300 gr kotasæla 200 gr Sharwoods Bengal spice Mango Chutney (u.þ.b. 1/2 krús) 2 msk olía Salt og pipar Sjóðið kartöflur og skerið í grófa teninga. Hitið olíu á pönnu og léttsteikið kartöflurnar og bæt- ið salt og pipar útí eftir smekk. Hrærið kotasælu og Mango Chut- ney saman. Bætið kartöflum útí og setjið í eldfast mót. Setjið inn í ofn í 20-30 mín á 180˚-200˚ hita. Gott er að hafa ferskt salat með kjúklingnum. Get gleymt mér tímunum saman í eldhúsinu Svanbjörg Helena Jónsdóttir lumar á gómsætri uppskrift af sumarkjúklingi Matgæðingurinn Svanbjörg Helena Jónsdóttir reynir að hafa hollustuna í fyrsta sæti. Aðeins 599 kr. 5 690691 2000 08 16. tbl. 67. árg., 27. ap ríl 2005. Lífsreynslusaga • Heil sa • • Matu r • Krossgáturg•á~t Persónuleikaprófið Fjögur börn rúmlega tvítug Anna Þorvaldsdótti r glímir við ófrjósemi og er ein þeirra sem þurfa að fara í tækn ifrjóvgun Hjálp! Mig vantar egg Það sem þú vissir ekki ... Selma Björnsdóttir Eignuðust tvo syni með sjö mánaða millibili Fyrsta barn 45 ára Sjúk í tómata á meðgöngu? - eða eitthvað annað? Fjörugur mömmu- klúbbur Flott föt á ung- barnið! Aðeins 599 kr. 00 Vikan16. tbl.'05-1 14.4.2005 18:04 Page 1 Náðu í eintak á næsta sölustað ý og fersk í hve rri viku Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ég gæti ekki lifað án indversks matar og heldur ekki án fisks. Sérstak- lega fisksins sem mamma matreiðir, hún er sérlega góður kokkur. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, þó ég sé hrifinn af fiski hefur mér aldrei líkað við sushi. Ég er heldur ekki mikið fyrir villibráð og borða alls ekki lifur eða neitt slíkt. Fyrsta minningin um mat? Ætli það hafi ekki verið á jólunum 1983 eða ‘84 þegar ég var að leika mér með brúnu sósuna sem var með kalkúninum. Ég var búinn að klína sós- unni upp um alla veggi því ég var svo spenntur að opna pakkana. Mig minn- ir að ég hafi fengið einhverja kalla og bíla í jólagjöf. Besta máltíð sem þú hefur feng- ið? Þær eru margar. Eina af þeim bestu fékk ég á dögunum í Los Angel- es á staðnum Rainbow en það er gamall og frægur rokkstaður. Hann er veitingastaður á daginn og kvöldin en á nóttunni breytist hann í bar. Ég fékk mér steikarsamloku sem var mjög góð. Það var líka skemmtilegt að borða þarna því stemmningin var svo góð og ég var í góðum félagsskap. Leyndarmál úr eld- hússkápnum? Náttúr- lega alls konar krydd eins og Season All og sjávarsalt. Svo finnst mér alltaf jafn gott að fá mér Ritz-kex með rækjusalati. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Það er gott að borða sterk- an mat þegar maður er þunnur, allt frá taílenskum yfir í indverskan. Svo er mexíkóskur matur alltaf jafn góður ásamt ítölskum. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Ég á alltaf til mjólk því ég er alger mjólkurkarl. Stundum er líka til appelsín. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Ég myndi taka með mér tikka ma- sala kjúkling, kryddkar- tölfur og nanbrauð. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Ég borðaði einu sinni kanínu á Ítalíu. Ég man að hún bragðað- ist alveg eins og kjúklingur svo ég hef lát- ið það nægja eftir það að borða bara kjúkling. MATGÆÐINGURINN KRUMMI Í MÍNUS Hvernig er stemmningin? Veit- ingastaðurinn Á næstu grösum er einn af elstu grænmetisveitinga- stöðum borgarinnar. Innréttingarnar eru hlýlegar með skandinavísku yfirbragði. Staðurinn laðar að sér breiðan hóp fólks á öllum aldri. Það er létt yfir staðnum og er alltaf jafn gaman að koma þangað hvort sem hann er heimsóttur í hádeginu eða á kvöldin. Á næstu grösum er vin- sæll hjá hópum því auðvelt er að setja saman borð og láta fara vel um alla. Einnig er gaman að fara þangað í síðdegiskaffi því staðurinn býður upp á heimsins bestu kökur. Matseðillinn: Hráefni úr jurtarík- inu er allsráðandi Á næstu grösum þótt££ staðurinn sé ekki beinlínis heilsustaður. Þeir sem eru hrifnir af grænmetisbuffum, lasagna og ind- verskum mat ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en boðið er upp á indverskan mat allar helgar. Á matseðlinum eru líka heimsins bestu kökur og er franska súkkulaðikakan orðin fræg um víð- an völl. Vinsælast: Þar sem réttir dagsins eru breytilegir frá degi til dags er erfitt að henda reiður á hvaða réttir eru vinsælastir. Réttur dagsins hverju sinni er yfirleitt mest tekinn. Réttur dagsins: Boðið er upp á rétti dagsins, sem eru misjafnir frá degi til dags. Um er að ræða bæði grænmetisrétti og súpur. YELLOW TAIL: Ástralska undravínið Enginn vínframleiðandi í Ástralíu hefur náð eins góðum árangri á jafn skömmum tíma og Yellow Tail en vínið kom fyrst á markað 2001. Í dag er Yellow Tail vinsælasti ástralski framleiðandinn í Bandaríkj- unum. Ekkert vín selst eins mikið í 750 ml flöskum í Bandaríkjunum og Yellow Tail Shiraz. Sama er að gerast hér á landi. Yellow Tail Shiraz er að verða vin- sælasta ástralska vínið þrátt fyrir að hafa aðeins verið á markaðnum í skamman tíma.Yellow Tail fæst í fimm mismunandi útgáfum og er vert að prófa þær allar. Yellow Tail Shiraz, Cabernet/Shiraz, Merlot og Cabernet eru á kynningarverði á 1.190 kr. og Chardonnay á aðeins 1.070 kr. Heimsins besta súkkulaðikaka FR ÉT TA B LA Ð IÐ : G VA Sterkur matur bestur við þynnku

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.