Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 69

Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 69
Peter Lehmann Barossa Cabernet Sauvignon Við gerð þessa frábæra víns koma bæði við sögu frönsk og amerísk eik í tunnurn- ar sem vínið er geymt í. Karakter vínsins ber talsverðan keim af eikargeymslunni og með 5-8 ára geymslu er þetta orðið al- gjört eðalvín. Vínið er kraftmikið og berjaríkt, þroskuð sólber og brómber. Kynningarverð á áströlskum dögum 1.390 kr. Peter Lehman Barossa Semillon „Það má segja að Semillon-þrúgan hafi fundið náttúrulegan samastað sinn hjá okkur í Barossa- dalnum. Stíllinn liggur gullfallega á milli fersk- leikans sem einkennir riesling-þrúguna og þunga chardonnay-þrúgunnar,“ segir Peter Lehmann um þetta spennandi hvítvín. Fiskur og austurlensk- ur matur eru kjörnir félagar með þessu vin- sælasta semillon-víni Ástrala. Kynningarverð á áströlskum dögum 1.090 kr. Vín frá Ástralíu eru fyrir löngu búin að festa sig í sessi hér á landi. Íslenskir neytendur hafa áttað sig á því að þau bjóða gíf- urlega mikið fyrir peninginn. Vínræktarsvæði Ástralíu eru mörg en fá eiga jafnmikla sögu og Barossa-dalurinn, miðstöð víngerðar í Suður-Ástralíu. Ef einhver einn einstaklingur hef- ur mótað Barossa umfram aðra þá er það líklega Peter Leh- mann, sem oft er nefndur barón- inn af Barossa. Lehmann-vínin hafa notið gífurlegra vinsælda um allan heim og er Ísland þar engin undantekning. Á áströlsk- um dögum í Vínbúðum eru fjögur vín frá meistara Leh- mann á kynningarverði, hvítvínin Wildcard Chardonnay og Barossa Semillon. Einnig rauð- vínin Wildcard Shiraz og Barossa Cabernet Sauvignon. Nemur verðlækkun á vín- unum allt að 200 kr. Áströlsku dagarnir eru því kjörið tæki- færi til að veita sér eðalvín á kjörverði. FIMMTUDAGUR 28. apríl 2005 41 PETER LEHMANN: Eðalvín á kjörverði Ástralskir dagar í Vínbúðum 25. APRÍL TIL 21. MAÍ Í vikunni hófust ástr- alskir dagar í Vín- búðunum sem standa næstu þrjár vikurn- ar. Þar eru 19 hvítvín og 40 rauð- vín á kynningarverði og eru þau kynnt í í handhægum og fróðleg- um bæklingi í Vínbúðunum. Þó svo að áströlsk víngerð eigi sér ekki langa sögu, þá hefur hún haft mikil áhrif í vínheiminum. Öfugt við gamla heiminn þá hafa Ástralar engar hefðir né strangar reglur sem þarf að fara eftir. Því eru fáir þröskuldar í vegi vín- gerðarinnar og eru Ástralar óhræddir við að fara ótroðnar slóðir, og nýta sér jafnframt nýj- ustu tækni í víngerðinni. Ástralar vilja gera vínin aðgengileg og til- búin til drykkjar, búa til vín sem falla að óskum neytenda, og er þar eflaust að finna skýringu á vinsældum ástralskra vína. Ein- kenni ástralskra vína eru kannski helst þau að víngerðarmennirnir taka bragðefnin og helstu ein- kenni þrúgunnar og koma þeim fyrir í flöskunni. Útkoman er ávaxtarík, oft mjúk vín með eik- arkeim og sætum berjaríkum ávexti. Trompið shiraz Shiraz/Syrah má kalla tromp- þrúgu Ástrala, en vín úr þessari þrúgu hafa náð miklum vinsæld- um. Dökk rauðvín með allt frá meðalfyllingu til bragðmikilla og kröftugra vína. Ávaxtarík vín, oft kjarnmikil og kröftug með tóna af dökkum kirsuberjum, s ó l b e r j u m , m y n t u , eucalyptus, oft mikilli eik og stundum tjöru, svo eitthvað sé nefnt. Shiraz- vín geta oft verið stöm eða tannísk, en slík vín passa vel með bragðmikl- um og kröftug- um mat, t.d. nautakjöti og villi- bráð með bragðmiklum sósum. Krydd eins og rósmarín og salvía og sósur sem innihalda smjör eða rjóma henta vel. Fitan í rjóman- um og smjörinu eða önnur fita hefur mýkjandi áhrif á tannínin í víninu. Cabernet oft blönduð Cabernet sauvignon þrúgan er oft blönduð með shiraz, en ein og sér gefur hún af sér ávaxtarík, frek- ar dökk rauðvín sem hafa meðal- fyllingu til bragðmikilla og kröft- ugra vína. Vínin eru oft með nokkuð sætan ávöxt með áber- andi ilmi af sólberjum, myntu, eucalyptus og mikilli eik. Léttari vínin geta passað með grilluðum fiski og ljósu kjöti, en vín með meðalfyllingu ganga með rauðu kjöti og eru góð með lambakjöti og grilluðu kjöti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.