Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 70

Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 70
> Plata vikunnar ... OUT HUD: Let Us Never Speak of It Again „Elektróník fyrir þenkjandi fólk sem veit ekkert betra í heiminum en að tapa sér í dansi.“ BÖS 42 28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Coldplay: Speed of Sound, Hal: Hal, Velvet Revolver: Contraband, British Sea Power: Open Season, Stereophonics: Language, Sex, Violence, Other?, Oasis: Don’t Believe the Truth. > C ol dp la y > Velvet Revolver Tónlistarmaðurinn Mugison, sem gaf út eina af bestu plötum síðasta árs, Mugimama is this Mon- keymusic?, hóf tónleikaferð sína um Evrópu í Wa- les í fyrrakvöld. Í kvöld spilar hann á The Windmill í London en fer síðan til Skotlands þar sem hann heldur þrenna tón- leika. Í byrjun maí er ferðinni svo heitið til Noregs og Sví- þjóðar en þar hitar Mugison upp fyrir bresku hljómsveitina Out Hud sem hefur vakið nokkra athygli upp á síðkastið. Eftir það fer hann til Þýskalands þar sem hann heldur tvenna tónleika, því næst til Belgíu og ferðinni lýkur síðan í París þann ní- unda maí. Í spjalli við Fréttablaðið sagðist Mugi- son hlakka mikið til tónleikaferðarinn- ar. Flestir staðirnir sem hann spilar á eru á stærð við Grand rokk hérna heima og vonaðist hann eftir því að sem flestir myndu láta sjá sig. Auk þess að halda tónleika flest öll kvöldin í ferðinni mun hann spila eitthvað í útvarpi og því bjóst hann við nokkuð stífri dagskrá. Mugison verður á ferð og flugi í sumar því hann ætlar einnig í tónleika- ferð um Vestfirði 23. til 26. júní ásamt fleiri tónlistarmönnum og skömmu síðar heldur hann í víking til Dan- merkur til að spila á Hróarskelduhátíðinni víðfrægu sem verður haldin dagana 30. júní til 3. júlí. Bandaríska þungarokksveitin Megadeth heldur tón- leika hér á landi þann 27. júní næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarinnar og verða tón- leikarnir að öllum líkindum í Kaplakrika. Tónleikarnir eru hluti af Blackmail the Universe tón- leikaferðinni sem hófst í Bandaríkjunum í október í fyrra. Evróputúr Megadeth hefst 3. júní og verða tón- leikarnir á Íslandi þeir síðustu í þeirri reisu. Sveitin er að fylgja eftir sinni tíundu hljóðversplötu, The System Has Failed, sem kom út á síð- asta ári og fékk góðar viðtökur. Megadeth var stofnuð árið 1983 af for- sprakkanum Dave Mustaine, David Ellef- son, Kerry King og Lee Rausch. Mustaine hafði ári áður verið rekinn úr rokksveitinni Metallica, sem hélt einmitt eftirminnilega tónleika í Egilshöll síðasta sumar. Liðsskipan Megadeth hefur breyst mikið í gegnum tíðina og núna er Mustaine eini upprunalegi meðlimurinn í sveitinni. Þeir sem nú starfa með honum eru Glen Drover, James MacDonough og Shawn Drover. Þungarokksveitin Megadeth til Íslands MEGADETH Þungarokksveitin Megadeth, sem var stofnuð fyrir 22 árum, heldur tónleika hér á landi 27. júní. Mugison á ferð og flugi > Popptextinn ... „If I had your love I could live my dream Flying high above Everything.“ - Selma flögrar um á ástarskýi í Eurovision-laginu If I Had Your Love. Smáskífa með laginu kemur út í næstu viku. SYSTEM OF A DOWN Rokksveitin öfl- uga heldur toppsæti X-Dómínóslistans þrátt fyrir harða atlögu nýrra laga. [ X-Dominoslistinn ] TOPP 10 LISTI X-FM - 27. APRÍL SYSTEM OF A DOWN B.Y.O.B WEEZER Beverly Hills WHITE STRIPES Blue Orchid COLDPLAY Speed of Sound AUDIOSLAVE Be Yourself NINE INCH NAILS The Hand That Feeds KASABIAN l.S.F INTERPOL C’mere OASIS Lyla MODEST MOUSE The World at Large 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Michael Bublé: It’s Time „Bublé vill verða næsti Frank Sinatra. Hann er góður söngvari en of mikil eftirherma til að hægt sé að setja hann á háan stall.“ FB The Bravery: The Bravery „The Bravery er líklegast hljómsveit sem þú átt annaðhvort eftir að elska eða hata. Frumraun þeirra er vandað sykurhúðað bílskúrsrokk sem ætti að koma rokkáhugamönnum í gott skap, a.m.k. að fá þá til að brosa.“ BÖS Moby: Hotel „Moby gefur út enn eina plötuna, og hverjum er ekki sama? Merkilega sálarlaust, ódýrt og óáhuga- vert. Tími Moby er liðinn.“ BÖS [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Fjölmargar athyglis- verðar íslenskar plötur verða gefnar út í sumar. Freyr Bjarnason stiklaði á stóru yfir það helsta sem er á leiðinni. Fjölmargar athyglisverðar ís- lenskar plötur koma út í sumar. Þó svo að eftirfarandi upptalning sé ekki tæmandi gefur hún góða mynd af því sem er í vændum fyr- ir tónlistarunnendur. Idol-keppendur með nýjar plötur Af því sem er framundan hjá Senu, sem áður hét Skífan, ber fyrst að nefna smáskífu með Eurovision-lagi Selmu, If I Had Your Love, sem kemur út í byrjun næstu viku. Þar er um að ræða fína upphitun fyrir keppnina sjálfa sem verður haldin í Kíev dagana 19. til 21. maí. Þann 5. maí kemur síðan út fyrsta plata sigurvegara Idol- keppninnar, Hildar Völu. Verður hún samnefnd söngkonunni, eins og svo oft er gert þegar nýir lista- menn eru kynntir til sögunnar. Davíð Smári, sem einnig sló í gegn í Idol, gefur út sína fyrstu plötu um miðjan júní en gripurinn hefur enn ekki fengið nafn. Annar ungur og efnilegur piltur, trúbadorinn Helgi Valur Ásgeirsson, gefur að auki út frumburð sinn 30. maí sem ber heitið The Demise of Faith. Ísbjarnarblús 25 ára Þrjár af frægustu plötum ís- lenskrar dægurtónlistar verða end- urútgefnar hjá Senu. Ísbjarnar- blús, frumburður Bubba Morthens, verður 25 ára 17. júní og af því til- efni verður gefin út viðhafnarút- gáfa af plötunni með hvorki meira né minna en tólf aukalögum. Voru þau öll tekin upp áður en platan kom út. Meðal annars eru þarna tónleikaupptökur af þeim lögum sem eru á plötunni og hljóðverslög sem ekki komust þar inn á sínum tíma. Eitt til tvö þessara tólf laga hafa ekki verið gefin út áður. Á þjóðhátíðardaginn verða einnig liðin 30 ár síðan Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum kom út. Af því tilefni verður platan endurútgefin með nokkrum auka- lögum. Verður þar um að ræða nýjar upptökur Stuðmanna af þeim lögum sem fyrir eru á þess- ari sígildu plötu. Í júlí kemur síð- an út endurútgáfa af Bubbaplöt- unni Konu, en þá verða 20 ár liðin frá útgáfu hennar. Á plötunni verða þrjú til fjögur aukalög, þar af tvö óútgefin. Í sama mánuði koma út safn- plöturnar Íslandslög 7, Pottþétt 38 og Svona er sumarið. Ekki má heldur gleyma safnplötunni Svona er Eurovision sem kemur út í maí en þar verður að mestu að finna erlenda slagara. Björk og Gargandi snilld Smekkleysa gefur á mánudag út nýja plötu frá Björk, með end- urhljóðblönduðum útgáfum tón- listarmanna á lagi hennar Army of Me. Á meðal þeirra sem koma við sögu er Dr. Gunni sem setur lagið í raftónlistarbúning sem verður að teljast óvenjulegt af hans hálfu. Síðar í mánuðinum stendur svo til að gefa út plötu með tónlist við kvikmynd Ara Al- exander, Gargandi snilld, sem fjallar um íslenskt tónlistarlíf. Um mitt sumar gefur Smekkleysa síðan út aðra plötu rokksveitar- innnar Kimono, en sú fyrsta hét Mineur-aggressif og vakti tölu- verða athygli. Í seinni hluta júlí er að auki væntanleg ný plata frá hljómsveitinni Dr. Spock. Önnur plata Þóris Fjórar plötur verða gefnar út á vegum 12 tóna í sumar. Kán- trípoppsveitin Hudson Wayne gef- ur út plötu eftir um það bil þrjár vikur og Stórsveit Nix Noltes er væntanleg með sína fyrstu plötu í fyrri hluta júlí. Sú sveit spilar að mestu þjóðlög frá Búlgaríu í sín- um eigin útsetningum. Trúbador- inn Þórir kemur með nýja plötu í ágúst eða september en upptökum á henni er að ljúka. Þórir gaf út eina af bestu plötum síðasta árs og því verður spennandi að sjá hvernig hann fylgir henni eftir. Einnig munu 12 tónar dreifa fyrstu EP-plötu rokksveitarinnar Hölt hóra í sumar. Nýtt frá Leaves og Hot Damn! Af fleiri áhugaverðum plötum sem eru væntanlegar er önnur plata Leaves, The Angela Test, sem kemur út 30. maí á vegum Is- land/Universal útgáfufyrirtækis- ins. Fyrsta plata dúettsins Hot Damn!, The Big n’ Nasty Groove O’ Mutha, er svo væntanleg 11. maí, en lög af plötunni hafa náð töluverðri spilun í útvarpi upp á síðkastið. Hafnfirska rokksveitin Úlpa gefur síðan út sína aðra plötu, Attempted Flight By Winged, síðla sumars. ■ Svona verður tónlistarsumarið HILDUR VALA Idol-stjarnan gefur út sína fyrstu plötu 5. maí. BUBBI Rokkkóngurinn fylgir í fótspor Idol- krakkanna og sendir frá sér tvær athyglis- verðar endurútgáfur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.