Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 80

Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 GSM Heimasími Internet Og1 er ný þjónusta Og Vodafone sem lækkar kostnað heimila verulega og færir þeim rausnarlegan ávinning. 0 KR. HEIM Nú hringja allir heim úr GSM án þess að greiða mínútugjöld í allt að 60 mínútur á dag. 0 KR. Í VIN Í ÚTLÖNDUM Hvert GSM númer fær 120 mínútur á mánuði í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Mánaðargjald fyrir GSM áskrift er 600 kr. Gildir fyrir Frelsisnotendur með 500 kr. Frelsisáskrift. 0 KR. INNANLANDS 500 mínútur í aðra heimasíma eru innifaldar í mánaðargjaldi. Flestir tala minna en í 500 mínútur á mánuði á milli heimasíma og greiða því ekkert mínútugjald. 0 KR. Í VIN Í ÚTLÖNDUM Hver Heimasími fær 120 mínútur á mánuði í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Mánaðargjald fyrir Heimasíma er 1.340 kr. MEIRI HRAÐI, FRJÁLST NIÐURHAL OG VERÐÞAK Þú átt þess kost að fá 6Mb/s ADSL og ótakmarkað niðurhal á 4.990 kr. á mánuði eða 4Mb/s ADSL og 1GB niðurhal fyrir 3.990 kr. á mánuði. ADSL hraði miðast við þjónustusvæði Og Vodafone. Heimili sem eru með allt hjá Og Vodafone, GSM áskrift, Heimasíma og Internet, geta skráð sig í Og1. Þeir sem eru með síma eða nettengingu frá vinnuveitanda ættu einnig að kynna sér Og1. Komdu í verslun Og Vodafone, hringdu í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is fyrir nánari upplýsingar og skráningu í Og1. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 81 26 04 /2 00 5 Skilnaðir eru búnir að vera mikiðtil umræðu að undanförnu. Menn tala um skilnaðafaraldur. Og fólk er svo hispurslaust og glatt og ræðir um skilnaðinn sinn í blöðum og tímaritum eins og það hafi aldrei gert sjálfsagðari hlut. Og allt er þetta svo jákvætt og spennandi. Fólk er bara að fá nýtt líf. Að skilja er orðið eins og að fara í lýtaaðgerð. Og því er slegið upp í blöðunum eins og það sé eitthvað spennandi og eftirsóknarvert. Það er mark- visst verið að gengisfella hjóna- bandið og gera það ómerkilegt. MÉR finnst ekkert sniðugt eða skemmtilegt við skilnaði. Mér finnst það sorglegt fyrirbæri. Skiln- aður er neyðarúrræði sem grípa á til þegar allt annað bregst. Skilnað- ur er sjaldnast lausn á vandamáli heldur bara flótti frá því. Skilnaðir verða yfirleitt vegna þess að fólk er of ruglað til að búa saman en fattar það ekki. Og rugl hefur tilhneigingu til að hlaða utan á sig ef maður horfist ekki í augu við það. Og bak við flesta skilnaði er fjölskyldu- harmleikur. Og þar eru börnin yfir- leitt aðalfórnarlömbin. HJÓNABANDIÐ er heilög stofn- un. Þegar maður giftist einhverjum þá tengist maður honum á meiri hátt en öllum öðrum. Maður hættir að vera einn en verður eitt með annarri manneskju. Og maður deilir öllu með maka sínum, hlutum sem maður mundi aldrei deila með nein- um öðrum. Hjónabandið á ekki að vera flipp. Það er ekki tilgangslaus stofnun. Það þarf mann og konu til að búa til barn og mér finnst rök- rétt að það þurfi mann og konu til að ala það upp. Enn það er ekki alltaf gaman og það er stundum erfitt. Og fólk vill frekar klæða sig töff og vera úti að skemmta sér og lifa „spennandi“ lífi og hitta nýtt fólk og allt kjaftæðið sem fólk selur sér til að þurfa ekki að horfa í eigin barm. MAÐUR fær að velja sér maka í þessu lífi. Maður fær ekki að velja sér foreldra. Oft er það fólk sem maður hefði aldrei valið sjálfviljug- ur. Samt heyrir maður aldrei um það að fólk skilji við foreldra sína. Maður getur ekki skilið við pabba sinn vegna þess að maður er orðinn leiður á honum, losað sig við hann og fengið sér nýjan, jafnvel yngt upp, fengið sér ungan og hressan pabba. Að skilja er ekki það sama og að skilja. jongnarr@frettabladid.is JÓNS GNARR BAKÞANKAR Skilnaður » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.