Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 1

Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 1
Kostar 170 milljónir ● stór mynd á íslenskan mælikvarða Ingvar úti í Mýri: ▲ SÍÐA 42 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR SÍÐUSTU HÁDEGISTÓNLEIKARNIR Klukkan tólf hefjast síðustu hádegistónleik- ar vetrarins í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Bergþór Pálsson baritón og Antonía Hevesi píanóleikari flytja vorljóð úr ýmsum áttum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 4. maí 2005 – 119. tölublað – 5. árgangur MÁLAFERLAFRUMVARP Stjórnar- frumvarp um Ríkisútvarpið leiðir til rétt- indaskerðingar starfsmanna og málaferla að mati stjórnar BSRB. Ekkert liggur á að afgreiða frumvarpið segir formaður Starfs- mannasamtaka RÚV. Sjá síðu 2 VAKTASKIPTI Í WESTMINSTER Bretar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa sér nýtt þing. Þrátt fyrir það er rólegt í miðborg Lundúna eins og Auðunn Arnórs- son blaðamaður komst að í gær. Sjá síðu 4 STEFNA Á STRASSBORG Samtök eigenda sjávarjarða höfða mál á hendur ríkinu. Nýfallinn dómur Hæstaréttar tók ekki á eignarrétti sjávarbænda á hlunnind- um í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar- lögmaður segir viðbúið að mál bændanna endi í Strassborg. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 38 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 28 Sjónvarp 40 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Nýtt viðs kipta blað með Fré ttablaði nu alla miðvikudaga Sögurnar • Tölurnar • Fólkið ● nám Ferðin til Hóla tók tíu ár Guðrún Rut Hreiðarsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS VÍÐA LÍTILSHÁTTAR VÆTA síst þó austan og suðaustan til. Fremur þungbúið á landinu. Hiti 4-11 stig, hlýjast Suðaustan- lands. Sjá síðu 4 FÓTBOLTI Við getum þrátt fyrir þetta tap borið höfuðið hátt. Þetta tímabil hefði getað orðið ótrúlegt með því að komast í úrslitin en Liverpool spilaði mjög vel og gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Chelsea, í gær, eftir að hafa fallið annað árið í röð úr leik í undanúrslitum Meist- aradeildar Evrópu með 1-0 tapi gegn Liverpool á Anfield í gær. Þrátt fyrir að hann reyndi að horfa á björtu hliðarnar leyndu vonbrigð- in sér ekki í andliti Eiðs. „Að þetta skuli gerast annað árið í röð gerir það enn sárara. Menn voru niðurbrotnir í klefanum eftir leikinn og þetta var bara ekki okkar dagur,“ sagði Eiður sem sjálfur brenndi af besta færi Chel- sea á síðustu mínútu leiksins í gær. „Þetta var þröngt færi auk þess sem ég var orðinn mjög þreyttur. Það sagði til sín,“ sagði Eiður. Hann getur þó huggað sig við enska meistaratitilinn sem Chelsea tryggði sér um síðustu helgi. ■ HEILBRIGÐISMÁL Of litlu fjármagni er hér veitt til starfsendur- hæfingar. Ónógt framboð, skort- ur á fjölbreytni og ófullnægjandi eftirfylgni eru þröskuldar í vegi hennar, auk þess sem skortir á samræmingu úrræða og heildar- yfirsýn. Niðurstöður þessar er að finna í óbirtri skýrslu starfshóps um starfsendurhæfingu á Íslandi. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra skipaði hópinn, en hann kynnti sér skipulag og framboð starfsendurhæfingar og endur- menntunar, bæði hér og einnig á hinum Norðurlöndunum. Hann hefur nú skilað skýrslu sinni. Í skýrslunni segir að erfitt sé að ná til fólks nógu snemma, eða á fyrstu mánuðunum sem fólk er óvinnufært. Lág framfærsla og flókið framfærslukerfi ýti ein- staklingnum óeðlilega snemma út í að sækja um örorkubætur án þess að starfsendurhæfing hafi verið reynd. Þá séu úrræði til starfsendurhæfingar takmörkuð utan höfuðborgarsvæðisins. End- urhæfingarlífeyrir Trygginga- stofnunar er í mörgum tilvikum sagður of skammvinnur og regl- ur atvinnuleysistryggingasjóðs um missi bótaréttar of stífar. Starfshópurinn bendir á að beinn fjárhagslegur sparnaður fyrir þjóðfélagið við að forða ör- orku hjá einum einstaklingi nemi um 30 milljónum króna. Því þurfi að endurskipuleggja starfshæf- ingu og auka framboð og sveigj- anleika til að bregðast við breytt- um þörfum á vinnumarkaði. Lagt er til að komið verði á fót miðstöð starfsendurhæfingar. Við það skapist vettvangur til að vinna frekar að málefnum endurhæfingar í starfi, þvert á ríkjandi fyrirkomulag. Áætlaður kostnaður við miðstöðina er 40 milljónir króna, en hópurinn bendir á atriði sem hafa í för með sér beinan og óbeinan sparnað með tilkomu hennar. Leggur hópurinn til að rætt verði við hagsmunaaðila um aðild þeirra að skipulagningu og fjármögnun sameiginlegs endurhæfingar- kerfis með einni miðstöð. Þar yrði metin þörf einstaklinga á starfsendurhæfingu og þeim vísað á viðeigandi úrræði. Jafnframt telur starfshópur- inn þörf á endurskoðun ákvæða laga um endurhæfingarlífeyri, auk þess sem breyta þurfi læknisvottorðum þannig að þau endurspegli endurhæfingar- þörfina tímanlega. „Efla þarf sértækar greiðslur til atvinnulausra,“ segir í skýrsl- unni, „til að hvetja þá til náms og starfsendurhæfingar og inn á vinnumarkaðinn að nýju.“ jss@frettabladid.is HEIMSFRUMSÝND Í DAG FRÁ LEIKSTJÓRA GLADIATOR Chelsea beið lægri hlut fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld: Eiður Smári komst ekki í úrslit LEIKUR GÆRKVÖLDSINS Eiður Smári Guðjohnsen telur að hann og félagar hans í liðinu Chelsea geti borið höfuðið hátt þrátt fyrir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu með 1-0 tapi í gærkvöld. Starfsendurhæfing í ólestri Ráðherraskipaður starfshópur segir að í starfsendurhæfingarmálum hér á landi skorti fjármagn, framboð, fjölbreytni og eftirfylgni. Þá vantar á samræmingu úrræða og heildaryfirsýn í málaflokknum. Hópurinn hefur skilað heilbrigðisráðherra skýrslu um stöðuna. FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Sala Símans framundan: Keppast við tilboðsgerð EINKAVÆÐING Að minnsta kosti sjö innlendir hópar keppast nú við að undirbúa óformlegt tilboð í Sím- ann fyrir 17. maí. Ekki liggur enn fyrir hverjir munu á endanum sameinast í lokatilboði. Einstaklingar tengdir Atorku og Tryggingamiðstöðinni eru að ræða samstarf á síðara stigi út- boðsins. Meiður og VÍS hafa verið að undirbúa tilboð og einnig Burðarás. Þá er Íslandsbanki í við- ræðum við bandaríska fjárfesta, Blackstone Group að nafni. Lík- legast er að Straumur starfi með erlendum aðilum og Almenningur ehf. stefnir áfram á þátttöku. – bg Sjá Markaðinn FJÖLMENNT Fjölmennt – fullorðinsfræðsla fatlaðra er eitt þeirra endurhæfingarúrræða sem starf- rækt eru hér á landi og talin eru upp í skýrslunni. Starfsendurhæfing er mjög mik- ilvæg til að forða fólki frá örorku. M YN D : N O R D IC PH O TO S/ G ET TY IM AG ES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.