Fréttablaðið - 04.05.2005, Side 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
63,80 64,10
120,68 121,26
82,03 82,49
11,02 11,08
10,07 10,13
8,89 8,94
0,61 0,61
96,33 96,91
GENGI GJALDMIÐLA 03.05.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
113,43 +1,23%
4 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR
Bresku þingkosningarnar verða á morgun:
Blair enn í vörn
vegna Íraksmála
BRETLAND Enn er sótt að Tony Blair
forsætisráðherra vegna Íraks-
málsins. Á mánudag féll breskur
hermaður við skyldustörf þar og
hafa fjölmiðlar gert mikið úr
þessum atburði á lokaspretti
kosningabaráttunnar. Meðal ann-
ars var haft eftir ekkju hermanns-
ins að dauði hans væri Blair að
kenna.
Þá mættu fulltrúar samtaka að-
standenda fallinna hermanna að
Downingstræti 10 og afhentu
kröfu um að fram færi ný óháð
rannsókn á því hvort ákvörðunin
um þátttöku Bretlands í Íraks-
stríðinu hefði verið lögleg.
Viðhorfskannanir hafa þó ít-
rekað sýnt að Íraksmálið sé ekki
mjög ofarlega á lista flestra kjós-
enda yfir þau mál sem þeim þykir
skipta mestu í þessum kosning-
um. Efnahags- og velferðarmálin
standa flestum nær, og á þessum
sviðum stendur stjórnin allsterkt
að vígi að mati meirihluta kjós-
enda. Óánægjan sem margir
stuðningsmenn Verkamanna-
flokksins bera í brjósti í garð
Blairs vegna Íraksstríðsins virð-
ist þó ætla að verða til þess að all-
nokkrir þeirra láti hana í ljósi með
því ýmist að sitja heima á kjördag
eða kjósa Frjálslynda demókrata,
eina stóru flokkanna þriggja sem
frá upphafi var andsnúinn inn-
rásinni í Írak. -aa
Vaktaskipti í
Westminster
Bretar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa sér nýtt þing. Þrátt fyrir það er
rólegt í miðborg Lundúna eins og Auðunn Arnórsson blaðamaður komst að í gær.
BRETLAND Það er af sem áður var,
þegar vegfarendur um fjölförn-
ustu torg Lundúna gátu vart þver-
fótað fyrir kosningaáróðri sem
sjálfboðaliðar flokkanna öttu að
þeim er kosningar stóðu fyrir dyr-
um. Á endasprettinum fyrir þing-
kosningarnar sem fara fram í
Bretlandi á morgun er fátt í
bresku höfuðborginni sem minnir
á að vaktaskipti í einu elsta og
virtasta þingi heims séu að skella
á.
Það er helst að fulltrúar sprell-
framboða vindi sér að vegfarend-
um með boðskap á borð við: „Ís
fyrir alla.“ Meira að segja höfuð-
stöðvar flokkanna í nágrenni þing-
hússins skera sig ekki að
neinu leyti frá hverjum
öðrum skrifstofubygg-
ingum nema að því
leyti að öryggisvarsla
við inngangana er
áberandi mik-
il.
Það kom blaðamanni á óvart að
prentaðar kosningastefnuskrár
stóru flokkanna þriggja var aðeins
hægt að fá í bókabúð gegn
greiðslu. Og það á verði sem er vel
yfir framleiðslukostnaði. Það er
augljóst að það er liðin tíð að
flokkarnir reyni að vinna kjósend-
ur á sitt band með dreifingu prent-
aðs áróðurs. Að minnsta kosti í
Lundúnum, þar sem svo til öll
kjördæmi eru talin „örugg“ –
kosningabaráttan er meira áber-
andi í þeim um það bil 100 kjör-
dæmum (af alls 646) þar sem
kannanir benda til að mjótt sé á
mununum.
Í þessum kjördæmum beita
flokkarnir markhópamiðuðum
áróðursaðferðum svo sem per-
sónulegum póstsendingum og
blöðrugjöfum til skólabarna með
orðsendingum til foreldranna. Að
ógleymdum hefðbundnum baráttu-
aðferðum eins og kosningafundum
með flokksleiðtogunum eða sjón-
varpsauglýsingum með stuðnings-
yfirlýsingum vinsælla frægra per-
sóna við þennan eða hinn flokkinn.
Nú á dögum ýktra hryðjuverka-
varna er reyndar ekki hlaupið að
því fyrir kjósendur að mæta á
kosningafundi þar sem leiðtogarn-
ir tala. Svo að ræðurnar sem þeir
halda eru oftast fluttar til þess að
fjölmiðlar flytji fréttir af þeim –
öðru vísi næðu þær
ekki eyrum nema
þeirra fáu útvöldu
sem hleypt er inn á
kosningafundina.
audunn@frettabladid.is
Fésektir og fangelsi:
Fíkniefnabrot
fyrir norðan
DÓMSMÁL Sex voru dæmdir í fésekt-
ir og fangelsi fyrir fíkniefnabrot í
fjórum dómum Héraðsdóms Norð-
urlands eystra í gær. Lægsta sektin
var 30 þúsund krónur og sú hæsta
150 þúsund. Þyngsti dómurinn
hljóðaði upp á tveggja mánaða fang-
elsi og eins árs ökuleyfissviptingu.
Í öllum málunum var um að ræða
tiltölulega lítið magn efna, trúlega
ætlað til eigin neyslu. Sá sem fékk
hæstu sektina sat inni í fangelsi
þegar félagi hans reyndi að smygla
til hans rúmlega 2,5 grömmum af
hassi í földu í tölvudrifi. Sá sem
fangelsisdóminn hlaut á sér langan
sakaferil og rauf skilorð með broti
sínu. - óká
NORRÆNA Á SIGLINGU
Hópur Norðmanna:
Fastur í
Norrænu
NOREGUR Illa fór fyrir hópi Norð-
manna sem tóku sér far með ferj-
unni Norrænu frá Björgvin til
Hanstholm í Danmörku um helg-
ina. Þegar hópurinn bjó sig undir
að yfirgefa skipið við heimkom-
una í Björgvin var honum sagt að
það hefði þegar lagt frá bryggju
og væri á leið til Íslands með við-
komu á Hjaltlandi og í Færeyjum.
Hópnum var ekki hleypt frá
borði á Hjaltlandi þar sem enginn
hafði vegabréf meðferðis og þar
sem engar ferðir eru á milli Nor-
egs og Færeyja ákvað fólkið að
halda áfram til Íslands, en ferjan
kom til Seyðisfjarðar í gær.
„Við báðum ekki um að fara í
þessa ferð,“ sagði Björn Engvik,
einn farþeganna, í samtali við
Bergens Tidende. ■
SAMNINGURINN STAÐFESTUR
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum vegna
nýja samningsins verði lokið síðla árs 2008.
Norðurál á Grundartanga:
Viðbótar-
raforka frá OR
ORKUMÁL „Þetta er stærsta verk-
efni sem Orkuveitan og Hitaveita
Suðurnesja hafa ráðist í hingað
til,“ segir Guðmundur Þórodds-
son, forstjóri Orkuveitu Reykja-
víkur.
Í gær var skrifað undir samn-
ing milli Norðuráls annars vegar
og Orkuveitu Reykjavíkur og
Hitaveitu Suðurnesja hins vegar
um kaup hins fyrrnefnda á 70
megavöttum af viðbótarraforku
fyrir álver fyrirtækisins á Grund-
artanga. Samningurinn gerir
Norðuráli kleift að auka fram-
leiðslu sína í 260 þúsund tonn ár-
lega. -aöe ■ LÖGREGLUFRÉTTIR
■ STUÐNINGSNEFND
Sektargreiðslur olíufélaga:
Einungis Skelj-
ungur borgaði
OLÍUSAMRÁÐ Bæði Essó og Olís ætla
að bíða með að greiða sektir sínar
vegna ólöglegs samráðs þar til nið-
urstöður dómstóla liggur fyrir.
Bæði félögin vilja leggja fram
bankatryggingar þangað til. Skelj-
ungur var því eina olíufélagið sem
borgaði sekt sína að fullu áður en
frestur til þess rann út á mánudag.
Samtals þurfa fyrirtækin að
greiða um einn og hálfan milljarð
króna, Olís 560 milljónir, Ker 495
milljónir og Skeljungur 450 millj-
ónir. -oá
FULLUR ELDMÓÐS
Þótt hart sé sótt að Tony Blair vegna Íraks-
málsins sýna skoðanakannanir örugga for-
ystu Verkamannaflokksins.
VÖRUBÍLL VALT OG BRANN Vöru-
bíll fór út af veginum við Kára-
hnjúka í gær. Engin slys urðu á
fólki en það kviknaði í bílnum og
er hann ónýtur eftir. Slysið varð
þegar tveir stórir bílar mættust
og vegöxl gaf sig með þessum af-
leiðingum.
BRESKA ÞINGHÚSIÐ
Ekki er að sjá að Lundúnabúar kippi sér mikið upp við þingkosningarnar sem fara fram á morgun.
VILJA FRELSA ARON PÁLMA Hóp-
urinn sem vann að frelsun
Bobbys Fischer hefur ákveðið að
beita sér í máli Arons Pálma
Ágústssonar, íslensks drengs,
sem sætt hefur refsivist í Banda-
ríkjunum í yfir 8 ár, frá 13 ára
aldri. „Hyggst nefndin nú beita
sér af alefli í máli hans,“ segir í
tilkynningu.