Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 10

Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 10
BLEIK OG BLÁ Útskriftarnemendur í Verkmenntaskólan- um á Akureyri settu skemmtilegan svip á bæjarlífið á Akureyri á föstudaginn. Á Ráð- hústorgi var gripið í gítar, teknar léttar leik- fimiæfingar og sungið við raust. 10 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Meintur fjárdráttur fíkniefnalögreglumanns: Krafðist ómerkingar HÆSTIRÉTTUR Verjandi Halls G. Hilmarssonar, fíkniefnalögreglu- mannsins sem dæmdur var fyrir fjárdrátt í opinberu starfi í fyrra, krafðist þess fyrir Hæstarétti í gær að málið yrði lýst ómerkt og því vísað heim í hérað. Til vara krafðist hann að ákærði yrði sýknaður eða dæmdur til vægustu refsingar. Fjórir götulögreglumenn lögðu hald á tæplega 900 þúsund krónur í 5.000 króna seðlum ásamt öðrum gögnum í fíkniefnamáli skömmu fyrir áramót 2002-2003. Féð var talið ágóði af fíkniefnasölu. Ákærði sem var lögreglufulltrúi við fíkniefnadeildina fékk pening- ana inn á sitt borð ásamt öðrum gögnum. Eitthvað fór á milli mála hver fór með rannsóknina og fékk féð ekki eðlilega meðferð innan lögreglunnar. Eigandi fjársins, sem lögregl- an hafði áður fylgst með vegna gruns um fíkniefnabrot, krafðist þess að fá það til baka en dráttur varð á því. Féð fannst síðar í geymslu lögreglunnar og var skil- að eigandanum. Fíkniefnalög- reglumaðurinn neitaði sök og kvaðst ekki hafa vitað af pening- unum. -ghs Fögur múmía: Lá grafin í margar aldir EGYPTALAND, AP 2.300 ára gömul múmía var afhjúpuð á Saqqara píramídasafninu suður af Kaíró í gær. Múmían sem er frá tímum 30. faróaveldisins fannst fyrir skemmstu í trékassa sem graf- inn var í sand á sex metra dýpi. Zahi Hawass, yfirmaður forn- leifastofnunnar Egyptalands, segir múmíuna eina þá allra fallegustu sem nokkru sinni hef- ur fundist. Á næstu dögum verð- ur múmían sneiðmynduð og þannig reynt að svara spurning- um um uppruna og tilurð þessa merkisfundar. ■ Auglýsing vek- ur illdeilur Formenn fimm stéttarfélaga í Eyjafirði eru afar óhressir með ritstjóra Vikudags á Akureyri en hann notaði auglýsingu í blaðinu til að koma á fram- færi óánægju sinni með einn formanninn. DEILUR Í Vikudegi, sem kom út á fimmtudaginn, er auglýsing frá fjórum stéttarfélögum þar sem verkafólki eru sendar kveðjur í tilefni 1. maí en neðst í auglýsing- unni stendur: „Hér átti að vera kveðja frá félagi byggingamanna, Eyjafirði, en er ekki að sinni því Guðmundur Ómar formaður er í fýlu við ritstjóra Vikudags.“ Guðmundur Ómar Guðmunds- son, formaður Félags bygginga- manna Eyjafirði, segir ritstjóra Vikudags hafa sent félaginu kald- ar kveðjur með skrifum sínum fyrir einu og hálfu ári og síðan hafi félagið ekki átt viðskipti við blaðið. „Ég einfaldlega sagði nei þegar hann falaðist eftir auglýs- ingu og mér finnst þessi viðbrögð hans fyrst og fremst barnaleg. Hin félögin borga auglýsinguna og ég skil vel að þau séu óhress,“ segir Guðmundur Ómar. Hjörleifur Hallgríms, ritstjóri Vikudags, segir Guðmund Ómar vera að refsa blaðinu fyrir það eitt að flytja fréttir og það geti hann ekki sætt sig við. „Guðmundur Ómar er í fýlu vegna þess að hann er ósáttur við skrif blaðsins en mér fannst hins vegar sjálfsagt að Fé- lag byggingamanna í Eyjafirði væri með auglýsingu í tilefni 1. maí. Ég er yfirleitt mjög ánægður með verkalýðshreyfinguna og hef ekkert upp á hina formennina að klaga. Þeta fólk er að vinna mjög gott verk,“ segir Hjörleifur. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar – Iðju, segir vinnubrögð ritstjórans fyrir neðan allar hell- ur. „Ég vil ekki gefa neinar yfir- lýsingar þess efnis að við auglýs- um ekki aftur í blaðinu en get þó sagt að við höfum ekki áhuga á að borga auglýsingu með svona kveðju. Ég hef séð margt ljótt á prenti en þetta er með því ósmekklegasta sem ég hef séð,“ segir Björn. Formenn félaganna fimm funduðu um þetta tiltekna mál í gærmorgun og í kjölfarið var rit- stjóra Vikudags skrifað bréf sem póstlagt var í gær. Formennirnir vilja hins vegar ekki upplýsa um innihald bréfsins að svo stöddu þar sem ritstjórinn hefur ekki fengið það í hendur. kk@frettabladid.is Ástþór Magnússon: Réttað vegna myndavélar HÉRAÐSDÓMUR Málflutningur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær- morgun í máli á hendur Ástþóri Magnússyni, forsvarsmanni Friðar 2000. Ástþóri er gefið að sök að hafa brotið myndavél ljósmyndara. Ást- þór var orðinn þreyttur og pirraður á myndatökum ljósmyndara og taldi sig ekki fá að vera í friði, ekki einu sinni inni í bíl sínum. Hann taldi sig ekki opinbera persónu og vildi að myndum sem af sér hefðu verið teknar yrði eytt. Þegar málið var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær sletti Ástþór tómatsósu á ljósmyndara.-ghs BJÖRGUNARMENN AÐ STÖRFUM Margra daga starf bíður björgunarmanna í Lahore í Pakistan. 25 bíða bana: Hús hrundi í sprengingu PAKISTAN, AP Að minnsta kosti 25 létust og 20 særðust í gasspreng- ingu sem varð í austurhluta Pakistan í gærmorgun. Spreng- ingin varð í þriggja hæða húsi sem hýsti rjómaísverksmiðju og ódýrar verkamannaíbúðir. Húsið hrundi til grunna við sprenging- una. Að sögn lögreglustjórans í Lahore er ekki ljóst hvað olli sprengingunni en þeir íbúar sem lifðu af sögðu gastanka hafa verið geymda í kjallara byggingarinnar. Aðkoma björgunarmanna var vægast sagt hrikaleg og það mun taka marga daga að leita í rústun- um. ■ KÍNVERSKAR RISAPÖNDUR Kínverjar buðu Taívönum tvær pöndur að gjöf í kjölfar vel heppnaðrar heimsóknar leiðtoga stjórnarandstöðu Taívans. Nýstárleg sáttaleið: Bjóða Taívön- um pöndur PEKING, AP Ríkisstjórn Kína fúls- aði í gær við útréttri sáttahönd Taívana og lýsti því yfir að engar formlegar viðræður gætu orðið á meðan Taívanar standa fast á því að eyjan skuli hljóta fullt sjálf- stæði. Þetta gerðist einungis ör- fáum klukkutímum eftir að Kín- verjar höfðu boðið tævönsku þjóðinni tvær risapöndur að gjöf til að kóróna vel heppnaða, sögu- lega heimsókn leiðtoga taí- vönsku stjórnarandstöðunnar upp á meginlandið. Pöndurnar gætu þó gefið vísbendingu um að afstaða kínverskra stjórnvalda sé heldur að mildast í málefnum litla bróður í suðri. ■ ■ ÖRYGGISMÁL ■ HÉRAÐSDÓMUR – hefur þú séð DV í dag? Morðkvendi á flótta í Reykjavík Einkaviðtal DV við Ísafjarðar-Beggu sem hvarf af Litla-Hrauni í tæpan sólarhring Handtekin og flutt á Hraunið í gær STAL ÚTVARPSVEKJARA Maður var dæmdur í mánaðarfangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær. Maðurinn hafði stolið útvarps- vekjaraklukku úr Rúmfatala- gernum á Akureyri um miðjan desember sl. Í mars í fyrra hlaut sami maður 10.000 kr. sekt fyrir þjófnað. SÓLARHRINGSVAKT LÆKNA Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirrit- uðu í gær samning um þyrluvakt lækna á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi. Samningurinn tryggir sólarhringsvakt lækna í þyrlum Landhelgisgæslunnar. GEFA HJARTASTUÐTÆKI Akranes- deild Rauða krossins hefur gefið lögreglunni á Akranesi fullkomið hjartastuðtæki. Tækið verður í öðrum tveggja útkallsbíla lög- reglunnar en lögreglan kaupir annað tæki í hinn bílinn. Vonast er til að þetta verði til að bjarga megi mannslífum. HÆSTIRÉTTUR Verjandi fíkniefnalögreglumanns, sem dæmdur var fyrir fjárdrátt í opinberu starfi í fyrra, krafðist þess að málið yrði lýst ómerkt og því vísað heim í hérað. AUGLÝSINGIN Í VIKUDEGI „Mér finnst ritstjórinn óvirða okkur með því að nota pláss í auglýsingu sem við borgum undir persónulegan skæting,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar – Iðju. DÝRÐIN TIL SÝNIS Eins og sjá má er múmían marglit og fögur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.