Fréttablaðið - 04.05.2005, Síða 18

Fréttablaðið - 04.05.2005, Síða 18
FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI 18 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Sáttmáli um takmörkun út- breiðslu kjarnorkuvopna gekk í gildi fyrir 35 árum en nú stendur endurskoð- un hans yfir. Kjarnorku- veldin eru uggandi yfir þróuninni í Íran en öðrum ríkjum finnst gagnrýnin koma úr hörðustu átt. Erindrekar ríflega 180 ríkja sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og ræða um hvernig takmarka megi útbreiðslu kjarnorkuvopna. Á meðan Bandaríkjamenn hafa mestar áhyggjur af kjarnorku- vopnaþróun Írana og Norður- Kóreumanna þá gagnrýna aðrar þjóðir kjarnorkustefnu Banda- ríkjamanna sjálfra. Misjafn árangur Sáttmálinn um takmörkun út- breiðslu kjarnorkuvopna var und- irritaður 1968 og gekk í gildi tveimur árum síðar. Samkvæmt honum heita þau ríki sem hafa ekki yfir kjarnorkuvopnum að ráða, að reyna hvorki að komast yfir slík vopn eða þróa þau. Í stað- inn þá skuldbinda þau kjarnorku- veldi sem eiga aðild að sáttmálan- um sig til að afvopnast smám sam- an. Öll ríki heims undirrituðu sátt- málann á sínum tíma, að Íran, Pakistan og Ísrael frátöldum en þau eiga öll kjarnorkuvopn í sín- um fórum. Árið 2003 sögðu Norð- ur-Kóreumenn sig frá sáttmálan- um en í febrúar síðastliðnum lýstu þeir því yfir að þeim hefði tekist að smíða kjarnorkusprengju. Á fimm ára fresti er sáttmálinn endurnýjaður og afvopnun síðustu ára metin. Þær viðbætur sem á honum eru gerðar eru hins vegar ekki bindandi. Að mörgu leyti hefur sáttmál- inn gefist vel, aðeins eitt þeirra ríkja sem hefur átt að honum aðild hefur komið sér upp kjarnorku- vopnum. Hins vegar hefur afvopn- un kjarnorkuveldanna gengið afar hægt og raunar hefur heldur hækkað í kjarnorkuvopnabúrum sumra þeirra á meðan önnur þróa nýjar tegundir sprengja. Síðast en ekki síst eru fleiri ríki að reyna að koma sér upp vopnum og brjóta við það skilmála sáttmálans Ógnin úr austri Kjarnorkuvopnatilburðir Norður- Kóreumanna og Írana hafa verið allmikið í fréttum að undanförnu enda er ástæða til að hafa af þeim áhyggjur. Norður-Kóreumenn eru að öllum líkindum búnir að koma sér upp nokkrum kjarnorkuvopn- um og viðræður þeirra við fimm önnur ríki, þar á meðal Bandarík- in, Rússland og Kína, um afvopn- un hafa engu skilað. Undir lok síð- asta mánaðar hræddu Norður- Kóreumenn nágranna sína í Japan þegar þeir skutu tilraunaeldflaug í Japanshaf. Íranar þvertaka fyrir að þróa kjarnorkuvopn heldur segjast þeir eingöngu vinna með kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þeir hafa hins vegar reynt að fela tilraunir sínar til auðgunar úrans og sýnt starfsmönnum Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar lítinn sam- starfsvilja. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa átt í viðræðum við Írani og þótt þær hafi ekki skilað miklum árangri þá hafa Íranar sagst bíða með frekari auðgun úr- ans á meðan enn er vilji til við- ræðna, síðast í gær. Bandaríkjamenn draga lappirnar Reiknað er með að Bandaríkja- menn muni á ráðstefnunni einbeita sér að því að koma böndum á þjóð- ir eins og Írana með því að einung- is kjarnorkuveldunum verði heim- ilað að eiga búnað sem hægt er nota til framleiðslu kjarnorkuelds- neytis sem nota má í sprengjur, til dæmis gasskilvindur. Mörgum ríkjum finnst hins veg- ar miklu meiri ástæða til að hafa áhyggjur af kjarnorkuveldunum sjálfum, sérstaklega Bandaríkjun- um. Hægagangur í afvopnuninni grefur til dæmis ekki síður undir trúverðugleika sáttmálans en til- raunir Írana. Þrátt fyrir samninga þar að lútandi hafa Bandaríkin og Rússar alls ekki skorið birgðir sín- ar niður í þeim mæli sem þau höfðu áður lofað. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Bush neitað að styðja bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, sagt sig frá sátt- mála við Rússa um bann við eld- flaugavarnakerfum og haldið áfram að þróa nýjar tegundir kjarnavopna, til dæmis öflugar sprengjur sem eiga að geta eytt rammgerðustu neðanjarðarbyrgj- um. Þessa dagana fara einnig fram heitar umræður í Bretlandi um frekari kjarnorkuvopnavæðingu. Tony Blair forsætisráðherra boð- aði fyrr í vikunni gagngera endur- nýjun á kjarnorkuvopnabirgðum þegar Trident-kafbátaeldflaugar landsins verða úreltar. Gordon Brown fjármálaráðherra hefur hins vegar ekki viljað styðja þessi áform á afdráttarlausan hátt. Lítilla breytinga að vænta Kjarnorkuveldin og ríkin sem ekki ráða yfir kjarnavopnum munu að líkindum elda grátt silfur næstu vikurnar í New York. Á sama tíma mun Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin reyna að knýja fram frekari heimildir til eftirlits og að kjarnorkueldsneytisframleiðsla verði sett undir stjórn svæðisbund- inna alþjóðastofnanna svo dæmi séu tekin. Því miður bendir hins vegar fátt til annars en að sára- litlar breytingar verði gerðar á sáttmálanum um takmörkun á út- breiðslu kjarnorkuvopna, til þess eru hagsmunir þeirra ríkja sem í hlut eiga einfaldlega allt of ólíkir. ■ Notkun geðlyfja við ofvirkni og athyglis- bresti barna hefur aukist hröðum skref- um á undanförnum árum, að því er fram kom í svari Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jó- hannesdóttur alþingismanns í vikunni. Hvað er ofvirkni Hegðunareinkennum ofvirkni er oft skipt í þrjá flokka. Þeir eru hreyfiofvirkni, at- hyglisbrestur og hvatvísi. Hið fyrstnefnda lýsir sér með þeim hætti, að barnið á erfitt með að sitja lengi kyrrt. Þegar það situr kyrrt er það á iði og stöðugri hreyf- ingu í sæti sínu. Ofvirk börn staldra sjald- an við, mörg þeirra eru afar málgefin og eiga erfitt með að leika sér hljóðlega. Athyglisbrestur lýsir sér þannig, að barn- ið á erfitt með að einbeita sér að verk- efnum og ljúka þeim. Minnsta utanað- komandi truflun dregur athygli þess frá því sem það er að sinna. Athyglisbrestur- inn getur einnig komið fram í gleymsku. Ofvirka barnið gleymir og týnir hlutum oftar en önnur börn. Hvatvísin lýsir sér þannig að ofvirku barni hættir til að framkvæma það sem því dettur í hug án þess að gefa sér tíma til að hugsa um afleiðingarnar. Mikil óþolin- mæði og erfiðleikar við að bíða geta einnig verið einkenni. Mismunandi samsetning Samsetning þessara einkenna getur ver- ið mismunandi milli einstaklinga. Athygl- isbrestur getur til dæmis verið mjög áberandi hjá einu ofvirku barni, en hreyfiofvirkni og hvatvísi hjá öðru. Undir- skrika skal, að flest þau einkenni sem hér hefur verið lýst sjást einhvern tíma í fari nánast allra barna. Ekki telst um of- virkni að ræða nema einkennin séu til staðar í afgerandi ríkari mæli en venju- legt er meðal jafnaldranna og að þau hamli aðlögun barnsins að umhverfi sínu. Af hverju stafar ofvirkni? Rannsóknir benda til þess að erfðir eigi stærstan hlut að máli í orsökum ofvirkni. Ákveðin samsetning gena virðist valda frávikum í taugaþroska sem fram kemur í röskun í framleiðslu og jafnvægi tauga- boðefna. Í ofvirkni er það einkum höml- unarþátturinn í stjórn atferlis sem ekki starfar sem skyldi. Heimild: Páll Magnússon sálfræðingur Heimasíða Landlæknisembættisins. Erfðir eiga stærstan hlut að máli FBL – GREINING: OFVIRKNI OG ATHYGLISBRESTUR ÓGNVEKJANDI ELDFLAUGAR Norður-Kóreumenn hafa að öllum líkindum komið sér upp kjarnorkusprengjum en í síðustu viku sýndu þeir tennurnar með því að skjóta eld- flaug í Japanshaf, nágrönnum þeirra til lítillar ánægju. Stjórnvöld í Pjongjang sögðu sig frá sáttmála um takmörkun útbreiðslu kjarnorkuvopna árið 2003. M YN D /A P SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING KJARNORKUVOPN Karpað um kjarnorkuvopnin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.