Fréttablaðið - 04.05.2005, Side 24

Fréttablaðið - 04.05.2005, Side 24
Sumarnámskeið Nú er sumarið á næsta leiti og nóg af sumarnámskeiðum úti um allan bæ. Vinnandi fólk ætti að rífa sig upp úr vananum í sumar og skella sér á einhver framandi námskeið í dansi, myndlist eða spennandi tungumálum svo fátt eitt sé nefnt.[ ] Nám fyrir þá sem þurfa að styrkja stöðu sína Guðrún Hannesdóttir segir nám hjá Hringsjá góða endurhæfingu fyrir þá sem hafa lent í áföllum. Hjá Hringsjá er boðið upp á nám og endurhæfingu. Kennd eru öll almenn fög og nú er verið að skrá nemendur á haustönn. Hringsjá er sjálfstæð stofnun, rekin af ÖBÍ með þjónustusamningum við félagsmálaráðuneytið og Trygg- ingastofnun. Í Hringsjá er veitt endurhæfing til náms og starfa en námið er ætlað einstaklingum eldri en 18 ára, sem vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla þurfa að endurmeta og styrkja stöðu sína. Í Hringsjá eru hverju sinni um 45 nemendur í fullu námi og námskeiðshópar að auki. „Við erum að kenna öll almenn fög eins og tölvunotkun, bókfærslu, stærðfræði, íslensku, ensku, sam- félagsfræði, tjáningu, myndlist og námstækni, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Guðrún Hannesdóttir, for- stöðumaður Hringsjár. „Við veitum líka náms- og starfs- ráðgjöf og kennum gerð starfsum- sókna. Þá þjálfum við fólk fyrir at- vinnuviðtöl og vinnum með sjálfs- styrkingu nemenda, sem oft er ekki vanþörf á þar sem þeir hafa flestir verið án atvinnu í nokkurn tíma. Þá er hvatningin naðuðsynleg, eða svo vitnað sé beint í einn nemendanna: „Ég tel námið í Hringsjá hafa hjálp- að mér mikið og það er með mig eins og flesta aðra að þetta var ekki aðeins náms- og starfsendurhæfing heldur líka félagsleg endurhæfing.“ Næst verða nemendur útskrifað- ir 18. maí en fullt nám er þrjár ann- ir. Námskeiðin standa hins vegar fram að sumarleyfi 20. júní. Um- sóknarfrestur fyrir haustönn er til 15. maí, en inntaka í fullt nám fer fram tvisvar á ári. Inntaka á nám- skeiðin stendur allt skólaárið. Námskeið fyrir sumarbústaðaeigendur verður haldið 4. júní frá kl. 10 til 16 á Reykjum í Ölfusi. Þar verður meðal annars fjallað um jarðveg og áburðar- gjöf, plöntuval í sumarbústaðalandið, upptöku og flutning trjáa, ræktun og umhirðu skjólbelta, meindýr og sjúkdóma á gróðri og fjölæringa og þekju- plöntur í sumarbústaðalandinu. Leiðbeinendur verða Kristinn H. Þorsteins- son, garðyrkjustjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og Guðríður Helgadóttir, for- stöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskólans, sem eru jafnframt umsjónarmenn garðyrkjuþáttarins Í einum grænum í sjón- varpinu. Þátttökugjald á námskeiðið er 7.000 krónur en 10.000 krónur ef hjón skrá sig saman. Skráning fer fram í gegnum netfangið, mhh@lbhi.is eða í síma 433 5305. 45 nemendur eru í fullu námi hjá Hringsjá og margir á námskeiðum. Ræktun sumarbústaðalóða NÁMSKEIÐ Á REYKJUM 4. JÚNÍ. Hver á sér ekki draum um að geta flogið? Svifið um loftin blá eins og fugl að eigin vali, hlegið að fólki á jörðu niðri og spyrnt sér í skýin? Sá draumur þarf ekki að vera svo fjarri lagi nú þegar Fisfélag Reykjavíkur stendur fyrir námsskeiðum þar sem konur og karlar á öllum aldri geta reynt sig við svifflug. Árni Gunnarsson smitaðist af flugbakteríunni þegar hann var lítill og hefur stundað svifflug síðan 1978. „Við kennum „paragliding“ flug sem á íslensku heitir svifvængjaflug. Kennslan fer fram á jörðinni því að það er svolítil kúnst að ná vængjunum á loft og stjórna þeim. Námskeiðin eru allt í allt 10 dagar, er ýmist kennt á kvöldin eða daginn um helgar. Að loknu námskeiði er flogið nokkur renniflug ofan af fjalli.“ Árni segir ekki líkamlega erfitt að stjórna svifvængjum og að þeir séu ekki þungir. „Þetta er íþrótt bæði fyrir konur og karla og vængirnir eru af ýmsum stærðum eftir lík- amsbyggingu hvers og eins.“ En hversu hratt er hægt að fljúga? „Hægt er að ná 20-50 kíló- metra hraða á klukkustund ef uppstreymið í fjöllunum er gott. Lengst hafa menn flogið 50 kílómetra á Íslandi. „ Árni segir að yfir 50 manns stunda svifflug á Íslandi enda séu aðstæður til þess einkar góðar hérlendis.“ Hér eru engin tré að þvælast fyrir þegar fólk þarf að lenda og landið er svo opið að hér er lítið um sviptivinda. Engin slys hafa orðið á mönnum við iðkun þessarar íþróttar.“ Tvö námskeið eru fyrirhuguð og er tólf þátttak- enda hámark á hvoru. „Það fyrra byrjar 15. maí og það síðara þann 25. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og kostar fimmtíu þúsund krónur. Fólki er séð fyrir vængjum og nægir að mæta bara með góða skapið,“ segir Árni. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar ættu að drífa sig á kynningarfund fimmtudaginn 5.maí klukkan 19:30 í Grund, húsi Fisfélags Reykjavík- ur við Hafravatnsveg. Allar nánari upplýsingar má finna á www.fisflug.is. Fljúga skal svifdrekinn FISFÉLAG REYKJAVÍKUR KYNNIR NÁMSKEIÐ SÍN Á OPNUM KYNNINGARFUNDI Á MORGUN. Draumurinn um flugið er ekki eins fjarri og margir halda enda eru rúmlega fimmtíu Íslendingar forfallnir svifflugsáhugamenn. f2809060 4 _ m a g a - dans_51.jpg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.