Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 29

Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 29
 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 27 94 8 04 /2 00 5 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 27 94 8 04 /2 00 5 10,2%* Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.03.2005–01.04.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar- sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð- bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is Ný rannsókn: Tölvupóstur truflar meira en hass Sjávarútvegur í Kauphöll: Flaggskipin af markaði Man. United: Stuðnings- menn vilja kaupa Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 4. maí 2005 – 5. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Fyrstu hóparnir | Nokkur mynd er að komast á það hverjir ætli að bjóða í Símann. Meðal annars er rætt um að Atorka, Frosti Bergs- son, Jón Helgi í BYKO og bræð- urnir Jón og Snorri Snorrasynir ætli að leggja fram tilboð. Fyrstu uppgjörin | Fyrstu upp- gjörin birtust í vikunni. Straumur skilaði 4,6 milljörðum króna í hagnað, Íslandsbanki 3.038 millj- ónum, Og fjarskipti um 200 millj- ónum, Össur 195 milljónum og Fiskmarkaður Íslands um 50 milljónum en Medcare tapaði um 67 milljónum króna á tímabilinu. Gott uppgjör | Uppgjör Bakka- varar var fyrir ofan væntingar markaðsaðila. Félagið skilaði 484 milljónum króna í hagnað fyrstu þrjá mánuði ársins. Kosningar í Bretlandi | Á morg- un verða þingkosningar í Bret- landi. Ekki er talið að úrslitin skipti miklu máli fyrir viðskipta- lífið. Methagnaður hjá KB | KB banki skilaði frá sér metuppgjöri í síð- ustu viku. Hagnaður bankans fyrstu þrjá mánuði ársins nam um ellefu milljörðum króna eftir skatta. Við sama tilefni kynnti bankinn að hann ætli sér að kaupa Singer&Friedlander. Nýtt félag | Breska verslunar- keðjan Mosaic Fashions ætlar að skrá sig í Kauphöllina í júní. Fé- lagið ætlar að selja nýtt hlutafé fyrir milljarði króna til almenn- ings og fagfjárfesta. Mosaic verð- ur fyrsta erlenda félagið til að skrá sig á Íslandi. Viðskiptahalllinn eykst | Við- skiptahallinn var ellefu milljörð- um meiri á fyrsta ársfjórðungi en á sama tímabili í fyrra. NÝBYGGINGAR Hækkanir fasteignaverðs ýta verðbólgunni upp. Ný aðferð hjá Hagstofu: Verðbólga í maí lækkar Hagstofan hefur nú ákveðið að breyta útreikningum á meðal- vöxtum í húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Miðast vextirnir við meðaltal 12 mánaða í stað meðal- tals fimm ára eins og verið hefur frá ágúst 2004. Þá bjóst Hagstof- an við auknum sveiflum í vöxtum á húsnæðislánum vegna aukinn- ar samkeppni en svo hefur ekki orðið. Áhrifin af breytingunni nema tæpu hálfu prósenti til lækkunar í maí. Á síðasta ári var verðbólgan yfir fjórum prósentum og er það að langstærstum hluta vegna hækkunar á húsnæðisverði. - dh Björgvin Guðmundsson skrifar Að minnsta kosti sjö innlendir hópar eru að undir- búa óbindandi kauptilboð í Símann. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 17. maí næstkomandi. Tengdir aðilar mega ekki kaupa meira en 45 pró- sent hlut í Símanum og því verða þrír hópar hið minnsta að vinna saman að kaupunum. Fjárfestingafélagið Atorka ásamt Frosta Bergs- syni, kenndan við Opin Kerfi, Jóni Helga Guð- mundssyni í Bykó og bræðrunum Jóni og Sturlu Snorrasonum, fyrrverandi eigendum Húsasmiðj- unnar, vinna saman að tilboði. Viðræður eru í gangi um að sá hópur starfi í framhaldinu með Trygginga- miðstöðinni, Jóni og Sigurði Gísla Pálmasonum, Bolla Kristinssyni og Ingimundi Sigfússyni. Burðarás hefur lengi verið að skoða kaup á Sím- anum og undirbýr tilboð. Ekki liggur fyrir með hverjum þeir ætli að vinna né hvernig aðkoma fé- laga Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarfor- manns Burðaráss, verður. Landsbankinn mun koma að því tilboði. KB banki mun aftur á móti standa að baki VÍS og fjárfestingafélaginu Meiði, sem hafa hvað lengst verið í þessari umræðu. Þriðji Íslenski viðskiptabankinn, Íslandsbanki, er að undirbúa samstarf við bandaríska fjárfest- ingafélagið Blackstone Group, sem hefur meðal annars aðsetur í London. Blackstone hefur í aukn- um mæli verið að skoða fjárfestingar í Evrópu und- anfarin ár. Langlíklegast er að fjárfestingafélagið Straumur vinni með erlendum fjárfestum að tilboði sam- kvæmt upplýsingum Markaðarins. Samstarf við innlenda aðila er þó ekki útilokað. Þá hefur hópur kvenna í atvinnulífinu verið að vinna saman að því að bjóða í Símann með það að markmiði að vera þriðji og minnsti fjárfestahópur- inn. Síðast má nefna Almenning ehf. undir forystu Agnesar Bragadóttur og Orra Vigfússonar. Í dag tekur einkavæðinganefnd afstöðu til þess hvort fé- lagið fái frekari frest til að skila inn óbindandi til- boði og hvernig meðferð trúnaðarupplýsinga verði háttað. F R É T T I R V I K U N N A R 8 12-13 6 Fjölskyldur Valtýs Stefánssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgun- blaðsins, og Kristins Björnsson- ar, stjórnarformanns Straums, eiga nú samanlagt í kringum sjö- tíu prósent í útgáfufélagi Morg- unblaðsins. Skiptist eignarhlut- urinn nokkuð jafnt á milli félaga í eigu þessara fjölskyldna. Núverandi hluthafar nýttu sér forkaupsrétt á sextán prósenta eignarhlut Haraldar Sveinssonar sem Íslandsbanki hafði boðið í fyrir nokkra einstaklinga. „Þessi hlutur hefur verið keyptur og greiddur,“ segir Kristinn. Haraldur Sveinsson fær greitt fyrir hlut sinn í dag, sama dag og forkaupsrétturinn rennur út. Áætlað kaupverð er rúmir sex hundruð milljónir króna. Kristinn segir það sína per- sónulegu skoðun að stækka og breikka eigi hluthafahóp Morg- unblaðsins. Það sé nauðsynlegt að fá öflugt fólk til liðs við út- gáfufélagið sem hafi metnað til að styrkja stöðu Moggans. Af- nema eigi forkaupsréttarákvæð- ið, enda auðvelt að fara í kringum það. – bg Útrásarvísitala Markaðarins Markaðurinn mun fylgjast grannt með helstu félögunum sem Ís- lendingar hafa fjárfest í erlendis. Frá og með þessu tölublaði mun Markaðurinn reikna út Útrásar- vísitöluna sem samanstendur af þeim fyrirtækjum sem íslensk fyrirtæki eiga hagsmuna að gæta í. Miðað er við gengi fyrirtækj- anna á markaði og miðgengi við- komandi gjaldmiðils gagnvart ís- lensku krónunni. Útrásarvísitalan gefur því til kynna hvernig þróun eignarverðs í helstu útrásarfyrir- tækjum er fyrir íslenska fjár- festa. Því hafa ekki aðeins sveifl- ur í gengi fyrirtækja á markaði áhrif heldur einnig gengi krón- unnar gagnvart erlendum gjald- miðlum. - þk Sjá síðu 6 Sjö hópar vilja Símann Hópar fjárfesta í kringum Atorku og Tryggingamiðstöðina ræða samvinnu við kaup á Símanum. Íslandsbanki og Straumur leita út fyrir landsteinana. TVÆR FJÖLSKYLDUR STÆRSTAR Tveir stærstu hlut- hafahópar Morgunblaðsins eiga í kringum 35 prósent hvor. M ar ka ðu rin n/ H ar i Vill fjölga hluthöfum Moggans RANNVEIG RIST Í RÆÐUSTÓL Stjórnarformaður Símans gerir grein fyirr rekstrinum á síðasta aðalfundi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.