Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 29
 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 27 94 8 04 /2 00 5 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 27 94 8 04 /2 00 5 10,2%* Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.03.2005–01.04.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar- sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð- bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is Ný rannsókn: Tölvupóstur truflar meira en hass Sjávarútvegur í Kauphöll: Flaggskipin af markaði Man. United: Stuðnings- menn vilja kaupa Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 4. maí 2005 – 5. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Fyrstu hóparnir | Nokkur mynd er að komast á það hverjir ætli að bjóða í Símann. Meðal annars er rætt um að Atorka, Frosti Bergs- son, Jón Helgi í BYKO og bræð- urnir Jón og Snorri Snorrasynir ætli að leggja fram tilboð. Fyrstu uppgjörin | Fyrstu upp- gjörin birtust í vikunni. Straumur skilaði 4,6 milljörðum króna í hagnað, Íslandsbanki 3.038 millj- ónum, Og fjarskipti um 200 millj- ónum, Össur 195 milljónum og Fiskmarkaður Íslands um 50 milljónum en Medcare tapaði um 67 milljónum króna á tímabilinu. Gott uppgjör | Uppgjör Bakka- varar var fyrir ofan væntingar markaðsaðila. Félagið skilaði 484 milljónum króna í hagnað fyrstu þrjá mánuði ársins. Kosningar í Bretlandi | Á morg- un verða þingkosningar í Bret- landi. Ekki er talið að úrslitin skipti miklu máli fyrir viðskipta- lífið. Methagnaður hjá KB | KB banki skilaði frá sér metuppgjöri í síð- ustu viku. Hagnaður bankans fyrstu þrjá mánuði ársins nam um ellefu milljörðum króna eftir skatta. Við sama tilefni kynnti bankinn að hann ætli sér að kaupa Singer&Friedlander. Nýtt félag | Breska verslunar- keðjan Mosaic Fashions ætlar að skrá sig í Kauphöllina í júní. Fé- lagið ætlar að selja nýtt hlutafé fyrir milljarði króna til almenn- ings og fagfjárfesta. Mosaic verð- ur fyrsta erlenda félagið til að skrá sig á Íslandi. Viðskiptahalllinn eykst | Við- skiptahallinn var ellefu milljörð- um meiri á fyrsta ársfjórðungi en á sama tímabili í fyrra. NÝBYGGINGAR Hækkanir fasteignaverðs ýta verðbólgunni upp. Ný aðferð hjá Hagstofu: Verðbólga í maí lækkar Hagstofan hefur nú ákveðið að breyta útreikningum á meðal- vöxtum í húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Miðast vextirnir við meðaltal 12 mánaða í stað meðal- tals fimm ára eins og verið hefur frá ágúst 2004. Þá bjóst Hagstof- an við auknum sveiflum í vöxtum á húsnæðislánum vegna aukinn- ar samkeppni en svo hefur ekki orðið. Áhrifin af breytingunni nema tæpu hálfu prósenti til lækkunar í maí. Á síðasta ári var verðbólgan yfir fjórum prósentum og er það að langstærstum hluta vegna hækkunar á húsnæðisverði. - dh Björgvin Guðmundsson skrifar Að minnsta kosti sjö innlendir hópar eru að undir- búa óbindandi kauptilboð í Símann. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 17. maí næstkomandi. Tengdir aðilar mega ekki kaupa meira en 45 pró- sent hlut í Símanum og því verða þrír hópar hið minnsta að vinna saman að kaupunum. Fjárfestingafélagið Atorka ásamt Frosta Bergs- syni, kenndan við Opin Kerfi, Jóni Helga Guð- mundssyni í Bykó og bræðrunum Jóni og Sturlu Snorrasonum, fyrrverandi eigendum Húsasmiðj- unnar, vinna saman að tilboði. Viðræður eru í gangi um að sá hópur starfi í framhaldinu með Trygginga- miðstöðinni, Jóni og Sigurði Gísla Pálmasonum, Bolla Kristinssyni og Ingimundi Sigfússyni. Burðarás hefur lengi verið að skoða kaup á Sím- anum og undirbýr tilboð. Ekki liggur fyrir með hverjum þeir ætli að vinna né hvernig aðkoma fé- laga Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarfor- manns Burðaráss, verður. Landsbankinn mun koma að því tilboði. KB banki mun aftur á móti standa að baki VÍS og fjárfestingafélaginu Meiði, sem hafa hvað lengst verið í þessari umræðu. Þriðji Íslenski viðskiptabankinn, Íslandsbanki, er að undirbúa samstarf við bandaríska fjárfest- ingafélagið Blackstone Group, sem hefur meðal annars aðsetur í London. Blackstone hefur í aukn- um mæli verið að skoða fjárfestingar í Evrópu und- anfarin ár. Langlíklegast er að fjárfestingafélagið Straumur vinni með erlendum fjárfestum að tilboði sam- kvæmt upplýsingum Markaðarins. Samstarf við innlenda aðila er þó ekki útilokað. Þá hefur hópur kvenna í atvinnulífinu verið að vinna saman að því að bjóða í Símann með það að markmiði að vera þriðji og minnsti fjárfestahópur- inn. Síðast má nefna Almenning ehf. undir forystu Agnesar Bragadóttur og Orra Vigfússonar. Í dag tekur einkavæðinganefnd afstöðu til þess hvort fé- lagið fái frekari frest til að skila inn óbindandi til- boði og hvernig meðferð trúnaðarupplýsinga verði háttað. F R É T T I R V I K U N N A R 8 12-13 6 Fjölskyldur Valtýs Stefánssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgun- blaðsins, og Kristins Björnsson- ar, stjórnarformanns Straums, eiga nú samanlagt í kringum sjö- tíu prósent í útgáfufélagi Morg- unblaðsins. Skiptist eignarhlut- urinn nokkuð jafnt á milli félaga í eigu þessara fjölskyldna. Núverandi hluthafar nýttu sér forkaupsrétt á sextán prósenta eignarhlut Haraldar Sveinssonar sem Íslandsbanki hafði boðið í fyrir nokkra einstaklinga. „Þessi hlutur hefur verið keyptur og greiddur,“ segir Kristinn. Haraldur Sveinsson fær greitt fyrir hlut sinn í dag, sama dag og forkaupsrétturinn rennur út. Áætlað kaupverð er rúmir sex hundruð milljónir króna. Kristinn segir það sína per- sónulegu skoðun að stækka og breikka eigi hluthafahóp Morg- unblaðsins. Það sé nauðsynlegt að fá öflugt fólk til liðs við út- gáfufélagið sem hafi metnað til að styrkja stöðu Moggans. Af- nema eigi forkaupsréttarákvæð- ið, enda auðvelt að fara í kringum það. – bg Útrásarvísitala Markaðarins Markaðurinn mun fylgjast grannt með helstu félögunum sem Ís- lendingar hafa fjárfest í erlendis. Frá og með þessu tölublaði mun Markaðurinn reikna út Útrásar- vísitöluna sem samanstendur af þeim fyrirtækjum sem íslensk fyrirtæki eiga hagsmuna að gæta í. Miðað er við gengi fyrirtækj- anna á markaði og miðgengi við- komandi gjaldmiðils gagnvart ís- lensku krónunni. Útrásarvísitalan gefur því til kynna hvernig þróun eignarverðs í helstu útrásarfyrir- tækjum er fyrir íslenska fjár- festa. Því hafa ekki aðeins sveifl- ur í gengi fyrirtækja á markaði áhrif heldur einnig gengi krón- unnar gagnvart erlendum gjald- miðlum. - þk Sjá síðu 6 Sjö hópar vilja Símann Hópar fjárfesta í kringum Atorku og Tryggingamiðstöðina ræða samvinnu við kaup á Símanum. Íslandsbanki og Straumur leita út fyrir landsteinana. TVÆR FJÖLSKYLDUR STÆRSTAR Tveir stærstu hlut- hafahópar Morgunblaðsins eiga í kringum 35 prósent hvor. M ar ka ðu rin n/ H ar i Vill fjölga hluthöfum Moggans RANNVEIG RIST Í RÆÐUSTÓL Stjórnarformaður Símans gerir grein fyirr rekstrinum á síðasta aðalfundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.