Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 37

Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 37
Búist er við að samanlagðar aug- lýsingatekjur tveggja stærstu netfyrirtækjanna, Google og Ya- hoo, verði svipaðar og saman- lagðar auglýsingatekjur þriggja stærstu bandarísku sjónvarps- s t ö ð v a n n a ; ABC, CBS og NBC. G o o g l e tók upp á þeirri nýj- ung í síðustu viku að hefja uppboð á auglýsingum. Þegar slegin eru inn leitarorð í Google birtast auglýsingar í hliðardálki í samræmi við það eftir hverju er leitað. Þetta getur í mörgum tilvikum verið mjög góð auglýs- ing. Til dæmis getur verið afar heppilegt að birta auglýsingu frá hóteli í Bangkok þegar leitað er eftir upplýsingum um ferða- mennsku í Tælandi. Netfyrirtæki á borð við Google búa yfir g r í ð a r - l e g u m a g n i u p p l ý s - inga um netnotkun og geta því leiðbeint aug- lýsendum og greint markhópa á mun nákvæmari hátt en hægt er að gera í venju- legum ljósvaka- og dagblaðaaug- lýsingum. - þk MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Með því að láta Póstinn sjá um allan pakkann sparar þú rekstrar- kostnað. Pósturinn kemur á fyrirfram ákveðnum tíma, tekur allar sendingar og skilar þeim fljótt og örugglega til viðtakenda. Hafðu samband við sölufulltrúa í síma 580-1090 eða í netfangið solufulltruar@postur.is og fáðu nánari upplýsingar. www.postur.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 78 64 03 /2 00 5 MetroNet er ný lausn í gagna- flutningum sem Og Vodafone og Orkuveita Reykjavíkur standa að. Um er að ræða nýja kynslóð IP Borgarnets sem tryggir flutning á þjónustu um ljósleiðara og kopar. Má þar nefna háhraðanettengingu, tal- símaþjónustu, samtengingu fyrirtækjaneta, myndfundi, hýsingarþjónustu og upplýs- inga- og sjónvarpsefni. Lína.Net, sem var dóttur- fyrirtæki Orkuveitu Reykja- víkur, stóð að uppbyggingu Borgarnetsins á sínum tíma. Og Vodafone og Orkuveita Reykjavíkur hafa sameinast um rekstur og frekari upp- byggingu Borgarnetsins undir nýju heiti: MetroNet. Örn Orrason, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone, segir MetroNetið í raun vera grunn að gagnaflutningum fyrir öll fyrirtæki. „Þau kaupa einn tengil inn á netið fyrir alla kerfisþjónustu í nánustu framtíð og skiptir þá ekki máli hvort það er um kopar eða ljósleiðara,“ segir hann. - dh Borgarnetið fær nafnið MetroNet NOTENDUR ÞURFA SÍFELLT MEIRI HRAÐA Enginn veit hví froskarnir springa Froskar í Hamborg í Þýskalandi hafa margir orðið fyrir því óláni á síðustu vikum að blása upp og springa. Vitað er um meira en þús- und tilfelli þessa. Öll tilfellin hafa átt sér stað um- hverfis tjörn nokkra í borginni en vísindamenn er enn sem komið er grunlausir um hverjar ástæðurnar séu. Rannsóknir á vatninu og um- hverfi hafa ekki leitt í ljós neitt óeðlilegt og froskarnir virðast ekki vera veikir. Íbúum í Hamborg hef- ur verið ráðlagt að vera ekki á ferli í kringum tjörnina en enginn þeir- ra hefur blásið út og sprungið. - þk Steve Jobs í hefndarhug Refsar útgáfufélagi fyrir útgáfu ævisögu. Steve Jobs, forstjóri Apple, er lítt hrif- inn af því uppátæki útgáfufélagsins Wiley & Sons að gefa út ævisögu for- stjórans. Í hefndarskyni hefur hann lagt bann við því að bækur útgáfufé- lagsins séu seldar í verslunum Apple. Höfundur bókarinnar, Jeffrey Young, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og heldur því fram að ævisagan sé að mestu leyti mjög jákvæð í garð viðfangsefnisins. „Ég hélt að bókin væri mjög jákvæð. Í henni er fjallað um einkalíf Jobs og baráttu hans við krabbamein. Ég myndi ekki segja að neitt í henni sé hneykslanlegt. Þetta kemur mér allt í opna skjöldu,“ segir Young í viðtali við AP fréttastofuna. Fjölmargar bækur um tækni- og tölvumál frá útgáfufélaginu hafa verið seldar í verslunum Apple og segjast útgefendurnir vonsviknir yfir afstöðu Apple í málinu en segjast munu standa með höfundi ævisögunnar þrátt fyrir óþægindin. - þk SKAPSTÓR FORSTJÓRI Vill ekki að ævi- saga um sig komi út og neitar að selja bæk- ur frá útgefandanum í Apple búðum. Fr ét ta bl að ið /N or di c Ph ot o/ G et ty Im ag es Gríðarlegur vöxtur í netauglýsingum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.