Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 04.05.2005, Blaðsíða 37
Búist er við að samanlagðar aug- lýsingatekjur tveggja stærstu netfyrirtækjanna, Google og Ya- hoo, verði svipaðar og saman- lagðar auglýsingatekjur þriggja stærstu bandarísku sjónvarps- s t ö ð v a n n a ; ABC, CBS og NBC. G o o g l e tók upp á þeirri nýj- ung í síðustu viku að hefja uppboð á auglýsingum. Þegar slegin eru inn leitarorð í Google birtast auglýsingar í hliðardálki í samræmi við það eftir hverju er leitað. Þetta getur í mörgum tilvikum verið mjög góð auglýs- ing. Til dæmis getur verið afar heppilegt að birta auglýsingu frá hóteli í Bangkok þegar leitað er eftir upplýsingum um ferða- mennsku í Tælandi. Netfyrirtæki á borð við Google búa yfir g r í ð a r - l e g u m a g n i u p p l ý s - inga um netnotkun og geta því leiðbeint aug- lýsendum og greint markhópa á mun nákvæmari hátt en hægt er að gera í venju- legum ljósvaka- og dagblaðaaug- lýsingum. - þk MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Með því að láta Póstinn sjá um allan pakkann sparar þú rekstrar- kostnað. Pósturinn kemur á fyrirfram ákveðnum tíma, tekur allar sendingar og skilar þeim fljótt og örugglega til viðtakenda. Hafðu samband við sölufulltrúa í síma 580-1090 eða í netfangið solufulltruar@postur.is og fáðu nánari upplýsingar. www.postur.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 78 64 03 /2 00 5 MetroNet er ný lausn í gagna- flutningum sem Og Vodafone og Orkuveita Reykjavíkur standa að. Um er að ræða nýja kynslóð IP Borgarnets sem tryggir flutning á þjónustu um ljósleiðara og kopar. Má þar nefna háhraðanettengingu, tal- símaþjónustu, samtengingu fyrirtækjaneta, myndfundi, hýsingarþjónustu og upplýs- inga- og sjónvarpsefni. Lína.Net, sem var dóttur- fyrirtæki Orkuveitu Reykja- víkur, stóð að uppbyggingu Borgarnetsins á sínum tíma. Og Vodafone og Orkuveita Reykjavíkur hafa sameinast um rekstur og frekari upp- byggingu Borgarnetsins undir nýju heiti: MetroNet. Örn Orrason, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone, segir MetroNetið í raun vera grunn að gagnaflutningum fyrir öll fyrirtæki. „Þau kaupa einn tengil inn á netið fyrir alla kerfisþjónustu í nánustu framtíð og skiptir þá ekki máli hvort það er um kopar eða ljósleiðara,“ segir hann. - dh Borgarnetið fær nafnið MetroNet NOTENDUR ÞURFA SÍFELLT MEIRI HRAÐA Enginn veit hví froskarnir springa Froskar í Hamborg í Þýskalandi hafa margir orðið fyrir því óláni á síðustu vikum að blása upp og springa. Vitað er um meira en þús- und tilfelli þessa. Öll tilfellin hafa átt sér stað um- hverfis tjörn nokkra í borginni en vísindamenn er enn sem komið er grunlausir um hverjar ástæðurnar séu. Rannsóknir á vatninu og um- hverfi hafa ekki leitt í ljós neitt óeðlilegt og froskarnir virðast ekki vera veikir. Íbúum í Hamborg hef- ur verið ráðlagt að vera ekki á ferli í kringum tjörnina en enginn þeir- ra hefur blásið út og sprungið. - þk Steve Jobs í hefndarhug Refsar útgáfufélagi fyrir útgáfu ævisögu. Steve Jobs, forstjóri Apple, er lítt hrif- inn af því uppátæki útgáfufélagsins Wiley & Sons að gefa út ævisögu for- stjórans. Í hefndarskyni hefur hann lagt bann við því að bækur útgáfufé- lagsins séu seldar í verslunum Apple. Höfundur bókarinnar, Jeffrey Young, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og heldur því fram að ævisagan sé að mestu leyti mjög jákvæð í garð viðfangsefnisins. „Ég hélt að bókin væri mjög jákvæð. Í henni er fjallað um einkalíf Jobs og baráttu hans við krabbamein. Ég myndi ekki segja að neitt í henni sé hneykslanlegt. Þetta kemur mér allt í opna skjöldu,“ segir Young í viðtali við AP fréttastofuna. Fjölmargar bækur um tækni- og tölvumál frá útgáfufélaginu hafa verið seldar í verslunum Apple og segjast útgefendurnir vonsviknir yfir afstöðu Apple í málinu en segjast munu standa með höfundi ævisögunnar þrátt fyrir óþægindin. - þk SKAPSTÓR FORSTJÓRI Vill ekki að ævi- saga um sig komi út og neitar að selja bæk- ur frá útgefandanum í Apple búðum. Fr ét ta bl að ið /N or di c Ph ot o/ G et ty Im ag es Gríðarlegur vöxtur í netauglýsingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.