Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 42

Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 42
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I „Besta ráðið við þunglyndi er að spyrja sig: hvert fer orkan,“ seg- ir Haukur Ingi Jónasson, sál- greinir og ráðgjafi hjá Nordica ráðgjöf. „Orkan er bundin í ein- hverju og yfirleitt hugmyndum eða draumórum. Listin er að losa hana úr þessum leik og beita henni í að raungera sjálfan sig í lífinu.“ Haukur segir að aðferðin til að fylgja þessu ráði sé að staldra við og skoða nákvæmlega hvert sé í raun og veru viðfangsefni huga manns. „Hvað er það sem maður er að velkjast í stöðugt. Að skilja þetta getur leyst mjög marga undan oki þunglyndis- draugsins.“ Haukur segist sjálf- ur nota þetta ráð með góðum ár- angri. Hann segir þetta ráð klassíska kenningu en segist fyrst hafa skilið það þegar hann var út- keyrður í námi í New York og fékk ráðið hjá leiðbeinanda sín- um við skólann. Hann segir þung- lyndisvaldandi hugsanir oft tengjast valdabaráttu og kynlífi. „Bara að ég væri ríkur, ætti betri bíl eða væri með betri konu eru dæmigerðar slíkar hugsanir.“ Hann segir gagnlegt að setja slík- ar fantasíur á blað. „Að horfast í augu við slíkar hugsanir bæði í huga og tilfinningum.“ Hann seg- ir að það megi heimfæra þetta ráð upp á það sem hafi verið að gerast í atvinnulífinu að undan- förnu. „Í stað þess að festast í draumórum hefur viðskiptalífið verið að raungera drauminn og lifa hann út.“ B E S T A R Á Ð I Ð Eitt af stærri fyrirtækjum í kælivélaiðnaði á Ís- landi er fyrirtækið Kælivélar sem stofnað var árið 1983. Kælivélar er fjöl- skyldufyrirtæki í eigu Þór- eyjar Sigurðardóttur og Hafliða Sævaldssonar en Tómas Hafliðason, sonur þeirra, er nú framkvæmdastjóri þess. Hafliði og Tómas standa saman að rekstrin- um, Tómas sér um fjármál og innflutning en Hafliði um sölumál og verkstjórn innan Kælivéla. Fyrirtækið þjónar fyrst og fremst fyrirtækjum í sjávarútvegi og matvælaiðnaði og fjölmennum fyrirtækjum þar sem mikið er unnið við tölvur. Höfuðstöðvar Kælivéla eru við Smiðjuveg- inn í Kópavogi en Tómas bendir á að fyrirtækið hafi sérhæft sig í því að vinna allt á staðnum. „Við leggjum áherslu á það að hafa starfsfólkið okkar vel útbúið og erum með töluverðan lager af varahlutum í þjónustubílunum okkar. Ef eitt- hvað bilar á Bolungarvík þá erum við mjög við- bragðsfljótir og getum sent bíl í skyndi. Þetta kerfi er sérstaklega gott þegar við erum að vinna fyrir aðila úti á landi, þá þurfum við ekki að keyra í bæinn til að sækja varahluti,“ segir Tómas. SAMKEPPNIN HARÐNAR Mikil samþjöppun í sjávarútvegi hefur valdið því að litlum fyrirtækjum í greininni hefur fækkað. Fyrirtækin hafa þar með stækkað sem hefur leitt til þess að þau þurfa á stærri kæli- kerfum að halda. Fyrir fyrirtæki eins og Kæli- vélar hefur þetta þýtt að listinn yfir viðskipta- vini hefur breyst, nú eru fleiri stórir en áður. En á sama tíma og verkefnunum hefur fækkað fjölgar fyrirtækjum sem selja kælikerfi. Sam- keppnin er því að aukast. Til þess að bregðast við samkeppninni fóru eigendur Kælivéla að flytja inn þær vörur sem þarf að nota. Það varð úr að stofna dótturfélag- ið Íshúsið sem sér um hluta af innflutningi fyr- ir Kælivélar og hefur einnig verið að selja vör- ur til annarra fyrirtækja. Samkeppni um starfsmenn kæliverkstæðanna er hörð og laun hafa farið hækkandi. „Aðalvandamálið hjá okkur þessa dagana er að fá starfsmenn og ætlum við að auglýsa eftir starfsmönnum frá öðrum kæliverkstæðum. Þess vegna er það ekki síður mikilvægt fyrir félag eins og Kæli- vélar að geta brugðist við mikilli sam- keppni um verkefni og starfs- menn með því að lækka kostnað við innkaup. Við náum mun betra inn- kaupsverði með þess- um hætti en áður og getum jafnframt boðið öðrum fyrirtækjum upp á að njóta þessa ávinn- ings,“ segir Tómas og bætir því við að stefnt sé að því að auka umsvifin á þessu sviði þannig að lækka megi enn frekar innflutningsverð. VIÐBÚNAÐUR VIÐ NÆSTU HITABYLGJU Vöxtur félaga í kælibúnaðargeiranum liggur nú aðallega í því að setja upp loftkælingu fyrir vinnustaði. Á vorin er mikið að gera hjá Kæli- vélum við að koma upp slíkum búnaði. Eins og allir vita var sumarið í fyrra eitt það heitasta frá upphafi og segir Tómas að fyrirtæki vilji ekki lenda í því aftur að það verði ólíft innan- dyra hjá þeim. „Það er of seint að hringja í okk- ur þegar og ef hitabylgjan skellur á, því þá verður vitlaust að gera,“ segir hann. Áður fyrr þótti það hreinasti munaður að hafa loftkælingu á vinnustöðum. Það var kannski aðeins forstjórinn sem hafði slíkan lúxus. En í dag er þetta hluti af því að geta boð- ið starfsfólki upp á góðar vinnuaðstæður. Starfsfólki er þjappað saman í skrifstofuhús- næði til að nýta hvern fermetra betur og þá verður andrúmsloftið þyngra og hitastigið hækkar fljótt. Gluggarnir eru orðnir stærri, tölvubúnaður meiri og ljósin stærri. „Það er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki, sem hafa fjárfest mikið í tölvum og rafmagnsbúnaði, að hafa slík kerfi. Hátt hitastig innan dyra fer mjög illa með allan tölvubúnað og getur hreinlega eyði- lagt hann,“ bendir Tómas á. BÝST VIÐ SAMÞJÖPPUN Tómas er þeirrar skoðunar að kæliverkstæð- um eigi eftir að fækka á næstu árum vegna sameiningar, uppkaupa og jafnvel vegna þess að einhverjir leggi upp laupana. Markaðurinn er mettaður og vaxtarmöguleikarnir litlir í greininni. Fimm stórir aðilar eru á markaðnum ásamt mörgum smærri. Stærstu fyrirtækin velta upphæð á bilinu 600-800 milljónir króna. Hann telur að fyrirtæki, sem leiti til kæliverk- stæða, vilji eiga viðskipti við trausta aðila. „Það hjálpar okkur að hafa verið í þessum bransa í meira en 20 ár.“ Ein nýjung sem Kælivélar hyggjast bjóða útgerðarfyrirtækjum og fiskvinnslum upp á á næstunni er heildarlausn í ískælingu. Þegar fiskurinn er veiddur vilja menn setja hann beint í krapa sem er hraðasta kæling sem völ er á. Hold fisksins verður hvítara og gæðin verða meiri. Þetta kerfi er komið í Heimaey VE-1. „Okkar tækifæri liggja í því að ná stærri hlutdeild af kökunni með því sem við höfum,“ segir Tómas að lokum. Kælivélar Eigendur: Hafliði Sævaldsson og Þórey Sigurðardóttir Framvæmdastjóri: Tómas Hafliðason Starfsemi: Uppsetning og viðhald kæli- og frystikerfa. Fjöldi starfsmanna: 6 Kaldur bransi Margir búast við viðlíka heitu sumri og í fyrra og þess vegna er nóg að gera hjá Kælivélum við að setja upp á vinnustöðum kerfi fyrir loftkælingu. Eggert Þór Að- alsteinsson hitti Tómas Hafliðason, framkvæmdastjóra Kælivéla, að máli. ÖRN SMÁRI GÍSLASON gekk nýlega til liðs við auglýsingastofuna Ó! Örn Smári útskrifaðist sem graf- ískur hönnuður frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1995. Hann starfaði hjá aug- lýsingastofunni Nonna og Manna frá 1996 og hjá Hvíta húsinu frá 1999-2000 en tók þá við stöðu hönnunarstjóra hjá Nonna og Manna og starfaði þar til 2004. ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR hefur verið ráðin forstjóri BYKO. Ásdís Halla hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp fimm ár. Ásdís lauk prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1991 og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard-háskóla árið 2000. Hún starf- aði sem blaðamaður á Morgunblaðinu árin 1991-1993, fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðis- flokksins 1993-1995 og var aðstoðar- maður menntamálaráðherra 1995-1999. GUÐBRANDUR SIGURÐSSON hefur verið ráðinn forstjóri sameinaðs félags Mjólk- ursamsölunnar og Mjólkurbús Flóa- manna. Hann er mat- vælafræðingur frá Há- skóla Íslands og með MBA-próf frá Edin- borgarháskóla. Hann hefur meðal annars stýrt viðskipta- og vöruþróun hjá Ís- lenskum sjávarafurðum hf. árin 1990 til 1996. Árið 1996 var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. og gegndi því starfi til vors 2004. ERLA FRIÐRIKSDÓTTIR verður bæjarstjóri Stykkishólms þann 1. ágúst en hún star- far nú sem markaðs- stjóri Smáralindar. Erla hefur verið markaðs- stjóri Smáralindar frá opnun árið 2001. Erla er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Erla starfaði áður sem framkvæmda- stjóri Kringlunnar og líka sem markaðs- og skrifstofufulltrúi Kringlunnar. Einnig hefur hún verið þjónustustjóri Íslands- banka í Hafnarfirði og unnið í Verð- bréfadeild Sparisjóðs Hafnarfjarðar. TÓMAS HAFLIÐASON HJÁ KÆLIVÉLUM Kælivélar sinna verkefnum fyrir sjávarútveginn, matvælaiðnaðinn og skrifstof- ur. Um þessar mundir er mikið álag á starfsmönnum Kælivéla við að koma upp loftkælingu á vinnustöðum áður en sum- arhitinn skellur á. Draumurinn raungerður Fr ét ta bl að ið /H ar i 6.888 kr. Tæki sem auðvelda vorverkin ALTO háþrýstidælur R V 20 34 Tilbo ð maí 2 005 ALTO háþr ýstidæ lur á tilboð sverð i Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 120 bör Vatnsmagn: 440 l/klst Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 300 l/klst 15.888 kr. Nilfisk ALTO Excellent Þrýstingur: 135 bör Vatnsmagn: 500 l/klst 28.888 kr. Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opn unar tími í ve rslun RV: Fr ét ta bl að ið /S te fá n HAUKUR INGI JÓNASSON Þegar þung- lyndi sækir á mann er gott að spyrja sig hvert orka manns sé að fara

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.