Fréttablaðið - 04.05.2005, Side 43

Fréttablaðið - 04.05.2005, Side 43
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 15 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Sími 535 9000 www.bilanaust.is Manista Handþvottaefni sem fagmenn nota: Gert úr náttúrulegum efnum; öflugt en fer vel með húðina. Hand- þvottakre mið sem fagmenni rnir nota! Barrier Cream Ver hendur/húð gegn óhreinindum og áhrifum ýmissa efna. Screen Wash Fyrir rúðu- sprautuna allan ársins hring: Frostþolið efni sem hreinsar, hrindir vatni frá og gerir gler hálla. Inniheldur ekki tréspíra (metanól). Injector Magic Hellt í bensín- geyminn. Losar óhreinindi, heldur innsprautukerfi bensínvélar hreinu, eyðir raka; tryggir eðlilega úðun og endingu spíssa. Árangur: Betri gangur, hámarksafl og sparneytni. Dot 4 Syntetískur bremsuvökvi sem flestir bíla- framleiðendur mæla með fyrir öll bremsu- kerfi, með eða án ABS. Superdiesel Bætiefna- bætt olía: Fyrir meðal- stórar og stærri dísilvélar. Þykktar- flokkun: 15w40. Eurolite Hálf syntetisk olía: fyrir bensín- og dísilvélar. Hár gæða- staðall. Þykktar- flokkun: 10w40. Long Life 100% syntetisk há- gæða olía. t.d. fyrir Audi, Skoda, Golf ofl. Nýjustu staðlar. Þykktar- flokkun: 0w30. GEFA SÍMSTÖÐ Eva Magnúsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Símans og Björn Ástmundsson, forstjóri Reykjalundar. Síminn styrk- ir Reykjalund Síminn hefur ákveðið að færa Reykjalundi símstöð sem nýtast mun í starfsemi stofnunarinnar. Um er að ræða símstöð með öll- um innri búnaði, skiptiborðum og 150 símtækjum með skjám fyrir alla notendur. Stöðin er nokkurra ára en tæknilega af nýjustu gerð, hún er með beinu innvali til hvers notanda, talhólfum og sjálfvirkri svörun. Síminn fellir niður stofngjöld en Reykjalund- ur mun greiða fyrir uppsetningu búnaðarins og þær óverulegu breytingar sem gera þarf á lögn- um. - dh NBA-deildin hefur sektað Jeff Van Gundy, þjálfara Houston Rockets, um 100 þúsund dali vegna ummæla sem hann lét falla um dómgæslu í leik gegn Dallas Mavericks í úrslitakeppn- inni. Van Gundy er afar ósáttur með þá meðferð sem hinn kín- verski miðherji Houston, Yao Ming, fær frá andstæðingum sín- um. Þjálfarinn hefur staðfest að ónefndur NBA-dómari hafi hringt í sig og sagt honum að dómurum væri ráðlagt að fylgj- ast sérstaklega með Ming. Van Gundy telur að Mark Cuban, eig- andi Dallas, hafi komið því til leiðar að dómarar fylgdust sér- staklega með Ming. Cuban er svo sem ekkert lamb að leika sér við en hann hefur verið sektaður af NBA um eina milljón dali fyrir ýmis ummæli og uppátæki. - eþa Metsekt: NBA-þjálfari í klandri HÁ SEKT Kínverski miðherjinn Yao Ming, sem mældist 2,28 metrar við síð- ustu hæðarmælingu, fær ekki sann- gjarna meðferð hjá NBA-dómurum að sögn Jeff Van Gundys, þjálfara Houston Rockets. NBA-deildin hefur sektað Van Gundy um 100.000 dali. Sjá ofsjónum yfir erlendu vinnuafli Kemur í veg fyrir að verkefni og fyrirtæki fari úr landi. Samtök atvinnulífsins hafa margítrekað farið fram á einföldun á að- gengi erlendra starfsmanna til landsins og meðal annars lagt til, að dvalarleyfi og atvinnuleyfi verði veitt af sömu stofnun. Þetta kom fram í máli Ingimundar Sigurpálssonar, formanns Samtaka atvinnu- lífins á aðalfundi þeirra í gær. Hann sagði mikilvægt að erlent starfs- fólk ætti greiða leið hingað til lands. „Svo virðist á stundum, að séð sé ofsjónum yfir því að erlent starfsfólk fái hér störf. Í því sambandi er vert að hafa í huga, að oft kann það að vera betra en að verkefni fari úr landi og þá jafnvel fyrirtæki með. Aðgangur að stærri vinnu- markaði getur því varið störf og áframhaldandi tilvist fyrirtækja hér á landi,“ sagði Ingimundur. - dh ROK Í REYKJANESBÆ Gunnar Oddsson, umboðsmaður TM í Reykjanesbæ, Árni Sig- fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Ósk- ar Magnússon, forstjóri TM. TM tryggir Reykjanesbæ Forsvarsmenn Reykjanesbæjar og Tryggingamiðstöðvarinnar hafa undirritað samkomulag um að TM veiti Reykjanesbæ víð- tæka vátryggingarvernd sem sniðin er að þörfum bæjarfélags- ins. Reykjaneshöfn er einnig að- ili að samkomulaginu. Árni Sigfússon segir að með útboði á vátryggingum bæjarins og Reykjaneshafnar og samn- ingnum við TM náist fram veru- legur sparnaður. Óskar Magnússon fagnar því að Reykjanesbær skuli hafa ákveðið að ganga til samninga við TM. - dh

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.