Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 45
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 17
S K O Ð U N
Katrín Ólafsdóttir
skrifar
Fjármálaráðuneytið birti nýja
þjóðhagsspá í síðustu viku. Fátt
kom á óvart í þessari nýju spá.
Áfram er gert ráð fyrir miklum
hagvexti og auknu ójafnvægi í
þjóðarbúskapnum.
Þannig býst fjármálaráðu-
neytið við að hagvöxtur á þessu
ári verði sex prósent. Hagvöxtur
hefur því verið yfir fimm pró-
sent að meðaltali árin 2003-2005.
Þessi ár hefur mátt rekja hag-
vöxt að mestu til aukinnar einka-
neyslu og aukinnar fjárfestingar.
Einkaneysla hefur aukist um ríf-
lega sjö prósent á ári og fjárfest-
ing um tuttugu prósent á ári að
meðaltali. Þetta er gífurlega
hraður vöxtur og veldur því að til
lengdar byggist upp ójafnvægi í
hagkerfinu sem síðar þarf að
leiðrétta. Þetta ójafnvægi kemur
fram í því að við eyðum nú langt
um efni fram eins og sést á vax-
andi viðskiptahalla.
Viðskiptahallinn nálgast nú Ís-
landsmet, en á árunum 2003-2005
er hann að meðaltali 8,5 prósent
af landsframleiðslu. Slíkur við-
skiptahalli getur ekki gengið til
lengdar enda fylgir honum mikil
erlend skuldasöfnun og þrýsting-
ur á lækkun gengis. Þannig voru
erlendar skuldir þjóðarbúsins
hundrað prósent af landsfram-
leiðslu í lok árs 2002. Þær voru
komnar í 130 prósent af lands-
framleiðslu í lok síðasta árs og
gætu farið yfir 140 prósent af
landsframleiðslu á þessu ári.
Fjármálaráðuneytið reiknar
með áframhaldandi hagvexti á
komandi ári, eða 5,7 prósent, en
það taki síðan að draga úr hag-
vexti á árinu 2007 og það ár verði
hann 2,4 prósent. Á sama tíma
gerir ráðuneytið ráð fyrir að við-
skiptahallinn fari niður í sex pró-
sent af landsframleiðslu. Mesta
breytingin á því ári liggur í sam-
drætti í fjárfestingu þegar stór-
iðjuframkvæmdum lýkur. Einnig
er gert ráð fyrir að vöxtur einka-
neyslu verði mun minni en nú er
og verði innan við eitt prósent.
Þannig spáir ráðuneytið afar
mjúkri lendingu eftir kröftuga
uppsveiflu. Mikil óvissa fylgir
þeirri spá. Það er alveg jafn lík-
legt að lendingin verði heldur
harkalegri og samdráttar gæti á
árinu 2007. Þetta veltur að tölu-
verðu leyti á þróun gengis krón-
unnar á næstu misserum. Flestir
eru þeirrar skoðunar að gengi
krónunnar sé of hátt skráð um
þessar mundir og þrýstingur á
lækkun þess eykst. Spurningarn-
ar sem enginn getur svarað í dag
er hvenær veikist gengið, hversu
hratt gerist það og hversu mikið
veikist það.
Því fyrr sem leiðréttingin á
sér stað því betra, þar sem því
lengur sem við bíðum, þeim mun
meiri þarf leiðréttingin að vera.
En hvort er betra að leiðréttingin
gerist hratt eða hægt? Það fer
allt eftir aðstæðum og aðeins
tíminn getur skorið úr um það.
Horfurnar næstu árin
Ljósritunarvél/prentari
DC 2116 • Stafræn ljósritunarvél og prentari
me› netkorti.
· Prentar 16 A4 bls. á mínútu
· 300 bls pappírsskúffa
· Pappírsstær›ir: A5, A4 og A3
· 50 bls fjölnota bakki og rafræn rö›un.
· Mögulegur aukabúna›ur:
· Matari, bakritun, auka pappírsskúffur, frágangsbúna›ur me›
heftun,skönnun og fax.
Tilbo›sver› 169.900 kr.
Fullt ver›: 219.900 kr.
Ljósritunarvél/prentari
DC 2130, DC 2140 og DC 2150 • Stafræn
ljósritunarvél og prentari me› netkorti.
· Sérlega öflugar ljósritunarvélar me› miklum sta›albúna›i
· Prenta 30,40 og 50 A4 bls. á mínútu
· Tvær 500 bls pappírsskúffur.
· Pappírsstær›ir: A5, A4 og A3
· 200 bls fjölnota bakki.
· Innbygg› bakritun og rö›un
· Langur líftími tromlu og annara íhluta; 400.000 eintök í DC 2130
· 500.000 eintök í DC 2140 og DC 2150
· Miklir stækkunarmöguleikar:
· Mögulegur aukabúna›ur:
frumritamatari, pappírslager allt a› 4.200 bls, margskonar
frágangsbúna›ur, heftun, götun og kjölheftun me› broti, nettengjanleg
prentun, skönnun og fax.
*ATH. m
ynd m
e› aukabúna›i
*ATH. m
ynd m
e› aukabúna›i
10
KA
SSAR
FYLGJA
Fjölnotatæki
DC 2018 Öflug fyrirfer›arlítil stafræn
ljósritunarvél, prentari og
litaskanni me› netkorti.
· Prentar 18 A4 bls á mínútu
· 250 bls pappírsbakki
· 50 bls fjölnota bakki
· Matari
· Mögulegur aukabúna›ur:
· Aukaskúffa og fax
Tilbo›sver› 79.900 kr.
Fullt ver›: 119.900
Þetta er
rétta vélin
fyrir smærri
fyrirtæki!
MATARI
FYLGIR!
50.000 KR.
VERÐ-
LÆKKUN
Ljósritunarvélar
Enn lækkar Office 1 rekstrarkostnað fyrirtækja!
Þessi
smellpassar
á skrif-
stofuna!
Hringdu
og fáðu
besta
verðið!
5
KA
SSAR FYLGJA
Bjóðum hagstæða
fjármögnunar-
og rekstrarleigu!
Sérfræðing
ar í ljósritu
n og prent
un. Leiðan
di
í sölu og þ
jónustu á l
jósritunarv
élum í
Þýskaland
i, þar sem
viðskipavin
urinn
gerir mikla
r kröfur til
rekstaröryg
gis, lágs
reksrarkos
tnaðar, gæ
ða og hám
arks
þjónustu. V
iðskiptavin
ir Triumph
Adler eru
í
yfir 70 lön
dum vítt og
breitt um
heiminn.
Við sendum frítt á höfuðborgasvæðinu eða til næsta flutningsaðila ef
verslað er fyrir meira en 7.000 krónur og samdægurs ef pantað er fyrir
klukkan 12 á hádegi, en annars næsta virkan dag.
Fyrirtækjaþjónustan er opin alla virka daga frá 8:30 - 17:00
Pantanir 550 4111 • Fax 550 4101 • pontun@office1.is
550 4111 • www.office1.is
Í fyrirtækjaþjónustu Office1 starfa einstaklingar með mikla
þekkingu á skrifstofu- og rekstarvörum. Endilega hafðu samband
og fáðu upplýsingar um viðskiptakjör og þjónustuvalmöguleika.
Fyrirtækjaþjónusta
1 K
ASSI FYLGIR
40.000 KR.
VERÐ-
LÆKKUN
Tíska eða
Sími í tísku
Ég skil ekki hvað menn eru að
spá í Símann. Umræðan er að
verða þannig að líklegast er að sá
sem kaupir fyrirtækið borgi allt
of hátt verð fyrir það. Maður
heyrir endalusar sögur um ein-
hverja nýja sem eru að rotta sig
saman um að bjóða í fyrirtækið.
Það er eins og fólk hafi ekkert
annað að gera. Síminn er of mik-
ið í tísku fyrir minn smekk.
Ég er meira að pæla í að kaupa
smávegis í tískukeðjunni EBIT-
DA, hagnaðurinn er 6,3 milljarð-
ar sem er svipað og hjá Símanum
og einhvern veginn sé ég ekki
fyrir mér að Síminn opni hund-
rað búðir í Kína eins og Oasis.
Konan hefur líka verið að kaupa
svolítið í Karen Millen og ég sé
það á Vísareikningunum að þetta
er sennilega góður bisness. Að
vísu vantar Mosaic peninga til að
borga skuldsettu yfirtökuna á
Karen Millen. Síminn á hins veg-
ar nóga peninga og aðaltrikkið
við að kaupa hann er að hirða
þessa peninga út úr fyrirtækinu
og skuldsetja það almennilega.
Svo þarf að fara að reka fólk og
stoppa fjárfestingar til þess að
ná hagnaðinum upp. Það getur
gefið vel af sér, en ég get hugsað
mér skemmtilegra starf en að
reka fólk sem er búið að mæta í
vinnuna stundvíslega í mörg ár,
jafnvel þótt að það sé óþarft.
Maður verður að finna eitt-
hvað fyrir peningana að gera. Ég
var búinn að ákveða að losa stöðu
í KB banka strax eftir uppgjörið
til að létta á erlenda láninu. Það
var eins gott, því að ríkisstjórnin
tók upp á því að borga erlent lán
og veikja krónuna. Þeir gerðu
síðan bandalag við Hagstofuna til
að lækka verðbólguna svo að
kjarasamningarnir haldi. Nú er
krónan búin að veikjast og KB
banki að lækka svo það er aldrei
að vita nema að maður kaupi
bara aftur. Svo er áfram hægt að
veðja á að lætin í Íslandsbanka
komi til með að búa til smá pen-
ing fyrir mann. Maður hlýtur að
finna eitthvert verkefni fyrir
peningana. Maður hefur ekki
efni á öðru.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N
Það er alveg jafn líklegt að lendingin verði heldur
harkalegri og samdráttar gæti á árinu 2007.
»
FA
S
T
U
R
» PUNKTUR