Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 50

Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 50
1 7 7 1 FYRSTU SEÐLARNIR Íslenskir seðlar koma talsvert fyrr til sögu en slegin mynt. Elsti gjald- miðill, sem ber nafn Ís- lands, er danskur pen- ingur sem sleginn var í Konunglegu myntslátt- unni í Kaupmannahöfn árið 1771 og nefnist pjástur (piaster). Ekki var um lögfestan gjald- miðil að ræða hér á landi. 1 7 7 8 OPINBER GJALDMIÐILL Saga opinbers gjald- miðils á Íslandi hefst 1778 með formlegri lög- festingu danskra kúrantseðla sem voru búnir íslenskum texta. Ekki er talið að þeir hafi verið mikið notaðir hér á landi, enda var versl- un enn í fjötrum einok- unar er þeir komu til. 1 8 8 5 ÍSLENSKIR PENINGAR Árið 1871 var fjárhagur Íslands og Danmerkur aðskilinn. Þar með varð landssjóður til og var honum heimilað með lögum að gefa út ís- lenska peningaseðla árið 1885 sem skyldi vera fyrsta starfsfé Landsbanka Íslands. 1 9 0 1 ÍSLANDSBANKI STOFNAÐUR Alþingi samþykkti lög um Íslandsbanka hinn fyrri árið 1901. Bankinn fékk seðlaútgáfurétt- indi sem gilti til þrjátíu ára. Var útgáfuheimild- in takmörkuð við 2,5 milljónir króna og að hluta til tryggð með gulli. Óinnleysanlegir seðlar Landsbankans voru áfram í umferð. 1 9 3 0 EINOKUN LANDSBANKANS Stjórnmálamenn beittu sér fyrir afnámi seðla- útgáfurétts Íslands- banka eftir fyrra stríð. Gekk það eftir og var bankanum gert að kalla inn útgefna seðla í áföngum. Landsbanka Íslands var falinn einkaréttur til seðlaút- gáfu. Hélst sú skipan mála allt til ársins 1961 með stofnun Seðla- banka Íslands. MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Peningar snerta daglegt líf flestra. Ásgeir Jónsson segir í samtali við Björgvin Guðmundsson að fyrst hafi verið farið að nota pappírspeninga á Íslandi á 18. öld. Í dag er innan við tíu prósent af öllu peningamagni í umferð í formi seðla og mynta. Fólk notar frekar greiðslukort og millifærir peninga inni í bankakerf- inu. „Peningar gegna margvíslegu hlutverki í hag- kerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lektor við Háskóla Íslands. „Samkvæmt skilgrein- ingum í hagfræðibókum má greina hlutverk þeirra í þrennt: Í fyrsta lagi eru peningar notaðir sem greiðslumiðill. Með þeim er einnig hægt að mæla hlutfallslegt verð; hvað ein vara kostar miðað við aðra. Í þriðja lagi eru peningar notaðir til að geyma verðmæti.“ Ásgeir segir að fyrr á öldum hafi Íslendingar not- að fisk og álnir vaðmáls sem greiðslumiðil svipað og pappírspeninga í dag vegna skorts á góðmálmum. Þaðan séu gömlu orðtækin að komast í álnir og að vera ekki upp á marga fiska dregin. „Það verður að vera til einhver ein- ing til að mæla hlutfallslegt verð vara. Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar notuðu menn vaðmál og síðan fisk, sem varð okkar helsta útflutningsvara eftir 1350. Það þýddi samt ekki að menn væru gangandi með fisk í vasanum. Fiskurinn var einfaldlega not- aður sem mælieining í lánaviðskiptum svipað og í greiðslukortaviðskiptum í dag. Þú greiddir ákveðið marga fiska fyrir tilteknar vörur og fékkst fiska fyrir að leggja inn vörur. Það má segja að hagkerf- ið hafi verið á fiskfæti,“ segir Ásgeir. Ein af umbótum Skúla fógeta var að hann vildi að pappírspeningar yrðu notaðir hér á landi, segir hann. Árið 1778 hafi verið ákveðið að svokallaðir Kúrant seðlar frá Danmörku skyldu vera löggildur verðmiðill á Íslandi. En Danakonungur hafi verið iðinn við að prenta þá sem síðan skapaði verðbólgu hérlendis og varð til þess að margir söknuðu gömlu þjóðlegu verðeininganna sem höfðu stöðugt verð- gildi. „Eitt helsta einkenni nútímahagkerfa er hins vegar að nota bankainnistæður í stað seðla í við- skiptum manna í millum. Þá eiga við- skipti sér stað þannig að peningar hoppa á milli bankareikninga og fara í rauninni ekki út úr bankakerfinu þótt þeir séu notaðir við kaup á vörum og þjónustu,“ segir Ásgeir. Með þessum hætti sé hægt að nýta sparnað fólks til fjárfestinga með mun skilvirkari hætti. „Því meiri viðskipti sem fara fram inni í banka- kerfinu – og minna af peningum eru í vösum fólks – því hagkvæmara er það. Þá eru peningarnir að vinna í hagkerfinu,“ útskýrir Ásgeir. Bankar hafi meðal annars það hlutverk að safna saman litlum skammtímainnlánum og lána peningana út til langs tíma. Það þýði að verið sé að nota þessi verðmæti sem annars væru verkefnalaus. „Það er hag- kvæmara en að sofa með peningana undir koddun- um eða láta rottur naga þá í kjöllurum húsa eins og tíðkaðist lengi í Rússlandi og Austur-Evrópu.“ M Á L I Ð E R Peningar Hvað eru margir seðlar í um- ferð? En margar myntir? Í lok marsmánaðar sl. var verð- mæti seðla í umferð utan Seðla- bankans (SÍ) 9,8 ma.kr. Fjöldi seðla í umferð í lok mars var 5,3 milljónir (án 10, 50 og 100 kr. seðla sem enn eru lögeyrir). Í lok mars var verðmæti mynt- ar í umferð um 1,6 m.kr. Fjöldi mynta í umferð var um 129 millj- ónir stykkja. Hver er algeng- asti seðillinn í um- ferð? En myntin? 1.000 kr. seðilinn er algengasti seðilinn í umferð á Íslandi. Í lok mars voru um 2,2 milljónir 1.000 kr. seðla í umferð. Einna krónu myntin er algengasta mynt- in. Í lok mars voru 73 milljónir einnar krónu peningar í um- ferð. Hefur aukning á notkun greiðslukorta breytt peningaút- gáfu Seðlabankans? Er minni þörf fyrir peninga? Greiðslumiðlun á Íslandi er há- þróuð en samt hefur þörfin fyr- ir seðla og mynt haldist síðustu áratugi. Ísland er það land í heiminum sem notar minnst af seðlum og mynt og hlutfall þeirra af landsframleiðslu er aðeins um 1%. Í nágrannalönd- um okkar er þetta hlutfall um 2-10%. Svona hefur þetta verið í um 20 ár en hafði lækkað verulega áður, fyrst vegna mik- illar notkunar á tékkum og síð- an vegna tilkomu greiðslukorta. Er vitað hve hátt hlutfall við- skipta fer fram þar sem pening- ar eru greiðslumiðill? Langstærstur hluti viðskipta á Íslandi er gerður með öðrum greiðslumiðlum en seðlum og mynt. Verslanir geta tilgreint hvernig skiptingin er hjá þeim en mér er ekki kunnugt um að slík úttekt hafi verið gerð fyrir þjóðfélagið í heild. Hvað kostar mikið að prenta og slá hvern pening? Hver er þessi kostnaður á ári? Í skýringum sem fylgja með ársreikningi SÍ má finna upp- lýsingar um beinan kostnað bankans vegna seðla og myntar. Langstærstur hluti þessa kostn- aðar er vegna innkaupa á seðl- um og mynt og er hann breyti- legur á milli ára. Á árinu 2004 var þessi kostnaður um 129 m.kr. og árið 2003 var hann um 39 m.kr. Það kostar um 11 krón- ur að prenta hvern seðil og nokkrar krónur að slá hverja mynt. Er Seðlabankinn hættur að gefa út 2000 kr. seðla? Sá seðill var fyrst settur í um- ferð árið 1995 en í fyrra setti bank- inn um 500 m.kr. af 2.000 kr. seðl- um í umferð. Í lok marsmánaðar var verðmæti 2.000 kr. seðla um 2,8% af heildarverðmæti allra seðla í um- ferð. Eru til einhverjar upplýsingar um fjölda falsaðra seðla í umferð á Íslandi? Almennt má segja að seðlafalsanir séu fátíðar á Ís- landi. Í skýrslunni Afbrotafræði 2003 sem Ríkislög- reglustjórinn gaf út í nóvember sl. má finna upplýsingar um fjölda skráðra brota vegna pen- ingafals. Í fyrra voru t.d. 16 skráð brot en árin á undan voru þau fleiri. Seðlagreiningardeild SÍ greinir að jafnaði um 16 milljónir seðla á ári. Í grein- ingu seðla felst m.a. að leitað er að fölsunum. Á þessu ári hefur greiningardeildin fundið einn falsaðan seðil. Hvað er mikið af peningum í seðlageymslum Seðlabankans? Af hverju? Í lok marsmánaðar voru 11, 4 m.kr. af seðlum og mynt í um- ferð fyrir utan SÍ. Seðlar námu um 9,8 m.kr. og mynt um 1,6 m.kr. Nokkrar sveiflur eru í peningum í umferð, mest er af peningum í umferð í kringum stórhátíðir og stórar ferðahelg- ar. Síðustu ár hafa peningar í umferð á Íslandi aukist um 10% á ári. Á hverju ári eyðir bank- inn um 5 milljónum stykkja af ónothæfum seðlum og nokkru magni af ónýtri mynt. Birgða- hald bankans miðast við að eiga nægjanlega mikið af seðlum og mynt til að mæta eftirspurn eft- ir reiðufé. Hvað er mikið af gulli í Seðla- bankanum? Af hverju? Í árslok 2004 nam gulleign bankans um 1,7 m.kr. Gulleign- in er tilkomin vegna þess að ákveðinn hluti gjaldeyrisforða bankans er ávaxtaður í gulli. Gulleign SÍ er geymd og ávöxt- uð erlendis, fyrir utan lítið magn af minnispeningum úr gulli sem geymdir eru í fjár- hirslum bankans. Reiðufé minnst notað á Íslandi T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Tryggva Pálssonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Seðlabankans Saga seðlaútgáfu á Íslandi Notuðum fisk sem gjaldmiðil ÁSGEIR JÓNSSON HAGFRÆÐINGUR „Í gamla daga notuðu menn fisk, sem var okkar helsta útflutningsvara. Það þýddi samt ekki að menn væru gangandi með fisk í vasanum.“ Fr ét ta bl að ið /V AL LI Í gamla daga notuðu menn fisk, sem var okkar helsta útflutningsvara. Það þýddi samt ekki að menn væru gangandi með fisk í vasanum. Fiskurinn var ein- faldlega notaður sem mælieining í lánaviðskiptum svipað og í greiðslukorta- viðskiptum í dag. Hvað eru peningar? MARTA HRAFNSDÓTTIR Peningar eru gjaldmiðill til að draga fram lífið. Þeir stuðla líka að áhyggjuleysi. VALGARÐUR BRAGASON (BRAGI VALGARÐSSON) Þeir eru mjög mikilvægir. Því miður er hægt að segja að þeir veiti hamingju. ELSA BJARNADÓTTIR Peningar eru nauðsynlegir og allir þurfa á þeim að halda. BIRGIT ÓSK BALDURSDÓTTIR Mér dettur fyrst í hug orðið ham- ingja. Peningar eru því mikil- vægir. ÍSAK ÞORBJARNASON Ef fólk kann að nota peninga eru þeir mikils virði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.