Fréttablaðið - 04.05.2005, Side 52
Kratar í
minnihluta
Mikil umræða hefur verið um
málefni Sparisjóðs Hafnarfjarð-
ar vegna hallarbyltingarinnar.
Þeir 47 stofnfjáreigendur sem
þar eiga stofnfé gætu farið út
með 45-50 milljónir króna ef
markaður myndast með stofnfé í
SPH. Sagan segir að í hópnum
séu 42 sjálfstæðismenn en að-
eins fimm kratar. Einn þeirra er
Ingvar Viktorsson, fyrrum bæj-
arstjóri í Hafnarfirði.
Það er því engin furða að
menn tali um að SPH sé síðasta
vígi sjálfstæðismanna í Hafnar-
firði.
Milljarðurinn
hans Finns
Það er ótrúlegt hvernig lítil frétt
til Kauphallarinnar getur breyst
í stórfrétt. Á dögunum var send
tilkynning um að VÍS hefði selt
hlutabréf í KB banka fyrir einn
milljarð króna. Finnur Ingólfs-
son, forstjóri VÍS og stjórnar-
maður í KB banka, var nefndur
sem fruminnherji í fréttinni,
enda hefði VÍS ekki þurft að til-
kynna um kaupin nema vegna
veru hans í stjórn. Dagens
Industri sló upp þeirri frétt um
kvöldið að forstjóri VÍS hefði
selt fyrir milljarð í KB banka og
ætti eftir viðskiptin um sextán
milljarða í bankanum. Við-
skiptablaðið, sem fjallaði einnig
um þessi viðskipti í föstudags-
blaðinu, gekk örlítið lengra og
sagði að Finnur hefði selt fyrir
milljarð í VÍS!
Spunadoktorar
viðskiptalífsins
Viðskiptalífið er flókið og um-
fangsmikið og þykir því jafn
sjálfsagt að fjallað sé um það í
sama mæli og innlend stjórnmál.
Margt er sameiginlegt í fari við-
skiptanna og stjórnmálanna eins
og hinir svokölluðu spunadokt-
orar sem tröllríða öllu. Þetta er
ein sterkasta hlið viðskiptalífs-
ins þessa dagana, spunadoktorar
sem reyna að hafa áhrif á fjöl-
miðlamenn til að fegra ímynd
þeirra aðila sem unnið er fyrir.
Þetta er ekki endilega PR-liðið í
fyrirtækjunum heldur oftar
menn sem standa nálægt fjár-
festunum.
Munurinn á spunadoktorum
viðskiptalífsins og stjórnmál-
anna er sá að hinir fyrrnefndu
vinna á kerfisbundnari og yfir-
vegaðri hátt og fá betri laun.
65 2 3,4Statoil greiðir 65 prósenta skatt af hagnaði tilnorska ríksins. Til samanburðar greiða fyrirtækihér á landi um 18 prósenta skatt af hagnaði. Annar meistaratitill Chelsea. Félagið varð fyrst Englands-meistari árið 1955 og því er 50 ára bið lokið. Milljónir eru meðaleign hvers Íslendingsí lífeyrissjóðunum. Hrein eign lífeyris-sjóðanna fór yfir 1.000 milljarða í febrú-
ar síðast liðnum.
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
Fjármögnun í takt við þínar þarfir
B A N K A H Ó L F I Ð