Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 62

Fréttablaðið - 04.05.2005, Page 62
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Miðvikudagur MAÍ ■ ■ SJÓNVARP  17.15 Olíssport á Sýn.  18.30 PSV Eindhoven og AC Milan á Sýn. Bein útsending frá undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.  21.00 US PGA 2005 – Monthly á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.20 Ístölt í Egilshöll 2005 á Rúv.  23.00 Formúlukvöld á Rúv.  23.15 PSV Eindhoven og AC Milan á Sýn. Enginn veit hvort þetta var mark 26 4. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR > Við vorkennum ... ... Eiði Smára Guðjohnsen sem ásamt Chelsea tapaði í undan- úrslitum Meistaradeildar- innar annað árið í röð. Eiður fékk ágætt tæki- færi til að gera út um leikinn á lokasekúnd- um hans en allt kom fyrir ekki ... sport@frettabladid.is > Við skiljum ekki ... ... af hverju mótanefnd HSÍ leyfir starfs- mönnum Ríkissjónvarpsins að stjórna því hvenær leikir á vegum sambandsins eru leiknir. Tímasetning leiks ÍBV og Hauka í gærkvöld var með öllu óskiljanleg þar sem þorri íþróttaáhuga- manna fylgdist með stórleik Liverpool og Chelsea á sama tíma. Heyrst hefur... ... að landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson sé búinn að framlengja samning sinn við Charlton til ársins 2007 en gamli samningur Hermanns við félagið átti að renna út árið 2006. Hermann hefur staðið sig frábærlega með Charlton síðustu ár og á svo sannarlega skilið að fá nýjan samning frá félaginu. Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KA, er nýkominn heim eftir vikudvöl hjá Man.City. Þorvaldur Örlygsson kom því í kring að Pálmi yrði við æfingar hjá fé- laginu í eina viku en framkvæmdarstjóri Man.City er engin annar en Stuart Pe- arce. Fréttablaðið hafði samband við Pálma og spurði hann út í dvölina. „Ég fann mig ágætlega þarna úti og æfði með aðalliðinu allan tímann, von- andi segir það eitthvað,“ sagði Pálmi sem sagðist ekki hafa átt í vandræðum með hraðann sem fylgir enskri knatt- spyrnu. „Hraðinn var vissulega meiri en hérna heima en hraðinn í þennan tíma sem ég var þarna gaf kannski ekki rétta mynd af hraðanum sem er í Úrvals- deildinni þar sem deildin er að klárast hérna úti.“ Aðspurður sagðist honum lít- ast mjög vel á Stuart Pearce. „Mér líkaði mjög vel við Stuart og hann er algjör toppkall. Það var mjög auðvelt að eiga við hann og hann virkaði mjög yfirveg- aður,“ sagði Pálmi en Pearce hyggst koma til Íslands í sumar og sjá Pálma í leik með KA. Hann staðfesti það í erlendum fjölmiðlum í gær. Pálmi sem hefur leikið með KA undan- farin tvö ár segist hóflega bjartsýnn á vera boðinn samningur hjá félaginu. „Auðvitað geri ég mér ákveðnar vonir um að fá samning en ef það gerist ekki þá heldur maður bara áfram. Mestu máli skiptir að Stuart (Pearce) sjái mig í leik en ekki bara á einhverjum æfing- um.“ Það skyldi þó aldrei fara svo að við myndum eign- ast enn einn atvinnumann- inn í knatt- spyrnu en tím- inn verður að leiða það í ljós en það er ljóst að Pálmi á eftir að láta að sér kveða á næstu árum, hvort sem það er hér heima eða er- lendis. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var ekki að skafa af hlutunum eftir leik Chelsea og Liverpool og taldi að betra liðið hefði fallið úr Meistaradeildinni í gær. Steven Gerrard segir dómgæslu einfaldlega vera hluta af leiknum. HÚSVÍKINGURINN PÁLMI RAFN PÁLMASON: VAR TIL REYNSLU HJÁ MAN. CITY Í VIKUTÍMA Stuart Pearce kemur til Akureyrar FÓTBOLTI „Það skiptir mig engu hvort þetta hafi verið mark eða ekki. Dómarinn er hluti af leiknum. Það sem skiptir máli er að við unnum og erum á leið í úr- slitaleikinn í Istanbúl. Ég get ekki lýst ánægju minni með orðum,“ sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, eftir að liðið hafði lagt Eið Smára Guðjohnsen og félaga í Chelsea af velli í síðari undanúr- slitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Mark Luis Garcia strax á fjórðu mínútu leiksins var það sem skildi liðin að og var það mjög umdeilt þar sem leikmenn Chelsea vildu meina að skot hans hefði aldrei farið inn fyrir marklínuna. „Betra liðið tapaði hér í kvöld. Enginn veit hvort þetta var lög- legt mark, ekki einu sinni línu- vörðurinn,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea, mjög ósáttur í leikslok. Rafael Benites sagði Chelsea heppið að markið hefði verið dæmt gilt. „Annars hefði Peter Cech fengið rautt spjald og við fengið víti.“ Einstök stemmning Eiður Smári fékk besta færi Chelsea í leiknum á lokamínútu leiksins þegar boltinn datt til hans við fjærstöngina, en á einhvern ótrúlegan hátt náði okkar maður ekki að hitta á markið og því fór sem fór. Öllum að óvörum er það Liverpool sem er komið í úrslit Meistaradeildarinnar í sjötta sinn í sögu félagsins. Stemmningin á Anfield í gær- kvöld var ólýsanleg og leiða má líkur að því að hávaðinn á leik- vanginum hafi sjaldan eða aldrei mælst jafn mikill. Liverpool stillti upp sama liði og í fyrri leiknum nema að Þjóð- verjinn Dietmar Hamann kom inn í liðið í stað Xabi Alonso sem var í leikbanni. Damien Duff var úr- skurðaður óleikfær skömmu fyrir leikinn og sem fyrr treysti Jose Mourinho Arjen Robben ekki til að vera í byrjunarliðinu. Þar var hins vegar Eiður Smári Guðjohnsen og lék hann í stöðu fremsta miðju- manns. Það var bersýnilegt að taugatitringurinn í leikmönnum beggja liða var mikill og voru læt- in í áhorfendum engu lík. Það var því ekki furða að leikmenn Chel- sea hefðu vankast þegar Garcia kom Liverpool yfir strax í upphafi. Markið sló gestina út af laginu en veitti heimamönnum að sama skapi mikið sjálfstraust. Fyrstu 20 mínúturnar var leikur Chelsea ekki svipur hjá sjón og hafði Liver- pool nokkra yfirburði. Áhorfend- urnir voru sannarlega á við tólfta mann Liverpool því að þeir þögn- uðu aldrei og bauluðu meðal ann- ars í hvert sinn sem Eiður Smári snerti boltann vegna spjaldsins sem hann fiskaði á Alonso í fyrri leiknum. Eftir því sem leið á leikinn komst Chelsea meira inn í hann á meðan leikmenn Liverpool bökk- uðu enn frekar. Chelsea saknaði hins vegar sárt manna á borð við Duff og Robben, því að sóknarleik- ur liðsins var hugmyndasnauður með eindæmum og var Eiður Smári í raun sá eini sem náði að búa eitthvað til. Ekkert gekk upp við markið Chelsea hóf síðari hálfleikinn af krafti og var miklu meira með boltann, en sem fyrr var eins og leikmenn liðsins rækjust á vegg þegar þeir nálguðust vítateigslín- una. Enn einu sinni í Meistara- deildinni var Jamie Carragher að spila eins og engill en hinum meg- in var Frank Lampard aðeins skugginn af sjálfum sér og munaði þar um minna. Á 68. mínútu var Robben loksins kynntur til leiks og frískaði hann eilítið upp á sóknarleik Chelsea. Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir skoppaði boltinn framhjá þremur sóknarmönnum Chelsea eftir fyrir- gjöf Robbens og undirstrikaði það lánleysi gestanna upp við markið. Á 96. mínútu fékk Eiður Smári síðan færið ótrúlega og á hann væntanlega eftir að dreyma þetta augnablik næstu nætur og velta því fyrir sér hvernig hann fór að því að brenna af. Carragher, sem lék sennilega sinn besta leik á ferlinum í gær, sagði eftir leikinn að Liverpool hefði ekki enn lokið ætlunarverki sínu. „Ég hef aldrei upplifað annað eins andrúmsloft og ég vona að þessir stuðningsmenn fylgi okkur í úrslitaleikinn.“ vignir@frettabladid.is Úrslitakeppni DHL- deildarinnar í handbolta ÍBV–HAUKAR 35–39 (31–31, 15–12) Mörk ÍBV: Tite Kalandaze 9, Svavar Vignisson 6, Robert Bognar 5, Samúel Ívar Árnason 5/2, Zoltan Belányi 4/2, Sigurður Ari Stefánsson 3, Kári Kristjánsson 2, Sigurður Bragason 1. Varin skot: Roland Eradze 18/1, Jóhann Ingi Guðmundsson 1. Mörk Haukar: Ásgeir Örn Hallgrímsson 12, Þórir Ólafsson 9, Halldór Ingólfsson 5/2, Gunnar Ingi Jóhannsson 4, Vignir Svavarsson 2, Freyr Brynjarsson 2, Andri Stefan 2, Jón Karl Björnsson 2, Gísli Jón Þórisson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundssson 12/1, Jónas Stefánsson 6. Meistaradeild Evrópu LIVERPOOL–CHELSEA 1–0 1–0 Luis Garcia (4.). LEIKIR GÆRDAGSINS Framlengt í Vestmannaeyjum og Haukar geta tryggt sér titilinn á morgun: Haukar sigldu áfram á reynslunni HANDBOLTI Það er að duga eða drepast fyrir Eyjamenn eftir tap fyrir Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu DHL- deildar karla. Svo virtist lengi vel að heimamenn ætluðu að tryggja sér sigurinn en Hafnfirðingum tókst að jafna er fimm sekúndur voru eftir af venjulegum leik- tíma. Jón Karl Björnsson, sem tók stöðu markvarðarins og klæddist því vestinu fræga, var þar að verki og skoraði jöfnunar- markið með lúmsku snúnings- skoti úr vinstra horninu. Þjálfarar beggja liða voru sammála um það eftir leikinn að Vestmannaeyingar höfðu kastað sigrinum frá sér á lokamínútum leiksins. Skrifast það einfaldlega á reynsluleysi þeirra en þeir eru að leika í fyrsta sinn í úrslitum. Haukar sigu fljótlega fram úr í framlengingunni og var sigurinn aldrei í hættu. Hjá meisturunum var Ásgeir Örn Hallgrímsson yfirburða- maður með sín tólf mörk en þess skal einnig getið að Þórir Ólafsson skoraði fjögur mjög dýrmæt mörk úr hraðaupp- hlaupum. Birkir Ívar hefur oft leikið betur en hann brást þó ekki í framlengingunni þar sem hann lokaði hreinlega markinu. Hjá ÍBV voru erlendu mennirnir, Robert Bognar og Tite Kalandaze, atkvæðamiklir þó svo að sá síðarnefndi hefði verið tekinn úr umferð allan leikinn. Þá kom á óvart að unglinga- landsliðsmaðurinn Kári Krist- jánsson hafi byrjað inn á í stöðu línumanns í leiknum en Svavar Vignisson átti góða innkomu og skoraði alls sex mörk, flest í síðari hálfleik. Sigurður Ari Stefánsson átti vægast sagt dapran dag og gekk lítið sem ekkert upp hjá honum í leiknum. „Við sögðum í hálfleik að al- veg sama í hverju við myndum lenda í seinni hálfleik yrði barist fram á síðustu mínútu og það gerðum við svo sannarlega,“ sagði Páll Ólafsson þjálfari Hauka. „Ég var kannski ekki orðinn svartsýnn en manni líður skiljanlega ekki vel þegar liðið er fimm mörkum undir og tíu mínútur eftir.“ Birkir Ívar náði svo að loka á Tite í framlengingunni? „Já, það var kominn tími á að hann tæki einhver skot frá honum en það gerðist sem betur fer á réttum tíma. Þessari rimmu er langt í frá lokið enda þarf þrjá sigra og við bara búnir að vinna tvo. Við þurfum að klára þetta dæmi á næstu 60 mínútum,“ sagði Páll. Þriðji leikur í úrslitarimmu Hauka og ÍBV fer fram á Ásvöllum annað kvöld og hefst hann klukkan 19.40. - esá, - jiá 13 MÖRK Ásgeir Örn Hallgrímsson átti drjúgan hlut í sigri Haukamanna í gærkvöld og skoraði í leiknum þrettán mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Í ÚRSLITALEIKINN Leikmenn Liverpool réðu sér vart að kæti eftir að flautað hafði verið til leiksloka í leiknum gegn Chelsea í gærkvöldi. Liðið er nú komið í úrslitaleik Meistara- deildarinnar í sjötta sinn í sögu félagsins. Fréttablaðið/AP Pétur Marteinsson: Jafntefli í gær FÓTBOLTI Hammarby og Malmo gerðu 1-1 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Pétur Marteinsson, sem lék allan leikinn fyrir Hammarby, varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að við- beinsbrjóta andstæðing sinn, Niklas Skoog, í leiknum sem var vitaskuld algjört óviljaverk. - esá

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.