Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.05.2005, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 04.05.2005, Qupperneq 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 555 7500 ® Þakviðgerðir Málarameistari sér um þakið Síðan 1991 GULLVILD ÍSLANDSBANKA er heildarþjónusta sem hentar jafnt einstaklingum sem fjölskyldum og skilar drjúgum ávinningi í formi afsláttar og endurgreiðslu. Auk þess standa þér ýmsir þjónustuþættir til boða þér að kostnaðarlausu. Fáðu nánari upplýsingar um Gullvild hjá þjónustufulltrúum okkar, í þjónustuveri í síma 440 4000 og á isb.is. Þinn ávinningur: • 200 fríar debetkortafærslur • 6% endurgreiðsla vaxta • Ókeypis gulldebetkort • Ókeypis greiðsluþjónusta • 50% afsláttur af gullkreditkorti • Betri vaxtakjör - vertu gó›u vanur Í Gullvild færðu betri kjör og frábæra þjónustu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 2 8 8 5 Letipillur Fátt er verra en latt fólk og mikillifandis skeflingar ósköp væri nú fínt ef til væru pillur við leti. Að hugsa sér þá dásemd að letingjar gætu tekið inn pillur, skömmu eftir að þeir hafa haft sig í það afrek að druslast á fætur, og yrðu á eftir hið mætasta fólk. Engar stunur og engin vorkunn þó þurfi að skafa snjó af bíl, hlaupa á eftir vagninum eða þó eitt- hvað annað óvænt komi uppá. Að hugsa sér ef allir letingjar þessa lands segðu þegar þeir vakna til nýs dags: „Enginn er verri þó hann vakni“. EITT ER VERRA en vera örþreytt- ur, en það er að vera úthvíldur og hafa ekkert að gera. Þetta sagði einn af þeim duglegustu sem ég þekki þeg- ar mikil vinna var að baki og ekki minni var óunnin. Þeim manni leið alltaf vel, hann var ekki verkfælinn, ekki kvíðinn erfiði og þess vegna var hann alltaf hress og kátur. Gekk glað- ur til allra verka. Svo eru það hinir, þeir sem engu nenna og finna mikið til með sjálfum sér. Finnst þeir eiga bágt. UNGLINGAR ERU oft ótrúlega latir. Þannig var ég og þannig voru bræður mínir. Samt verð ég að segja að það var ekki sama hvert verkefnið var. Latastir vorum við við heimilis- störf og sáum reyndar ekki alltaf til- ganginn með þeim. Til dæmis að læra heima. Enda sagðist mamma ekki skilja í okkur að burðast með þungar skólatöskurnar fram og til baka. Hún taldi eðlilegast að við geymdum þær bara í skólanum. Sama var að segja um tiltektir í eigin herbergjum. „Ef þið mynduð ekki anda ósjálfrátt köfn- uðuð þið allir úr leti,“ sagði hún einu sinni. SEM BETUR FER held ég að þetta hafi lagast með árunum, veit reyndar að það gerði það. En það væri fínt fyrir það fólk sem er enn eins latt og það var á unglingsárunum að geta tekið pillu með morgunmatnum og allt yrði eins og best er kostur. Svo berast fréttir af því að Íslendingar hafi sett heimsmet í að gefa börnum geðlyf. Ekki er nokkur ástæða til ann- ars en að viðurkenna að til eru börn sem lifðu vondu og kannski óbæri- legu lífi ef þau fengju ekki lyfin sín. Hins vegar er allt í lagi að spyrja hvort ástæða sé til að eiga heimsmet í þessu. Getur verið að letingjar hafi fundið ráð til að sleppa frá óþekkt og uppátækjum barna sinna með því að gefa þeim pillur, pillur sem betur færu í þá sem ekki nenna? BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.