Fréttablaðið - 08.06.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 08.06.2005, Síða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,89 64,19 116,97 117,53 78,51 78,95 10,55 10,61 9,98 10,04 8,60 8,65 0,60 0,60 94,36 94,92 GENGI GJALDMIÐLA 08.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,26 -0,60% 4 8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Íslendingur stýrir dansk-bandarískri vísindastöð á Grænlandi: Tekur upp hljó› úr geimnum VÍSINDI Íslenski verkfræðingurinn Eggert Guðmundsson starfar á dansk-bandarísku vísindastöðinni Kellyville á Grænlandi við það að taka upp hljóð frá himingeimnum. Hljóðin eru síðan rannsökuð af hernaðarlegum og borgaralegum sérfræðingum í Bandaríkjunum. „Við hlustum á og tökum á móti hljóðum af öllum gerðum. Það er margt sérstakt sem berst til jarð- ar en hvað það er veit ég ekki,“ sagði Eggert í samtali við Aften- posten fyrir nokkru. Á vísindastöðinni sem er uppi í fjöllum nokkra kílómetra frá Kan- gerlussuaq, eða Syðri-Straum- firði, þar sem Bandaríkjamenn höfðu eitt sinn herflugvöll, eru hljóðin tekin upp. Einnig er fylgst með ósonlaginu. Allt er svo skráð niður í sambandi við hljóð, ljós og ósonlag en auk þess eru teknar myndir af ljósi. Eggert hefur búið á Grænlandi í tæp átta ár. Hann fluttist þangað og starfaði hjá dönsku veðurstof- unni strax eftir að námi lauk í Danmörku. Hann hefur nú starfað sem stöðvar- og tæknistjóri í Kellyville í þrjú ár. -ghs Barátta um völd og baktjaldamakk Orsakirnar fyrir afsögn Hjalta fiorkelssonar skólastjóra Landakotsskóla má rekja til valdabaráttu innan skólans. Skólanefnd hefur ekki brug›ist vi› stu›ningsyfirl‡singu foreldra vi› Hjalta og búist er vi› flví a› n‡r skólastjóri ver›i rá›inn í hans sta›. LANDAKOTSSKÓLI Séra Hjalti Þor- kelsson skólastjóri Landakots- skóla sagði af sér á föstudag vegna samstarfsörðugleika við skólanefnd. Afsögnin er afleiðing illinda sem skekið hafa skólann undanfarna mánuði. Samkvæmt bókun á kennara- fundi í Landakotsskóla frá 1. mars gengu kennararáðsfulltrú- arnir Guðbjörg Magnúsdóttir, Helga Guðrún Loftsdóttir og Irena Kojic á fund skólanefndar þann 28. janúar síðastliðinn og lögðu fram athugasemdir þar sem „gróflega er vegið að starfs- heiðri og orðstír skólastjóra, að- stoðarskólastjóra og nokkurra nafngreindra kennara við skól- ann.“ Í bókuninni kemur fram að kennararáðsfulltrúarnir hafi far- ið langt út fyrir þann ramma sem kennararáði er ætlað að starfa eftir. Lýst var yfir vantrausti á kennararáðsfulltrúana og skorað á þá að segja af sér með öllum greiddum atkvæðum. Á fundi með kennararáði 14. febrúar krafðist Hjalti Þorkels- son skólastjóri þess að fá afhent öll gögn sem lögð voru fram á fundi kennararáðs með skóla- nefnd 28 janúar. Í kjölfarið fékk Hjalti sendan útdrátt úr minnis- punktum fundarins frá ritara skólanefndar en Hjalti krafðist þess að fá óbreytt eintak af minnispunktunum. Skólanefnd varð ekki við ósk Hjalta. Kennar- ar við skólann óskuðu einnig eftir því að fá óbreytt eintak af minnis- punktunum en fengu þau svör frá kennararáði að minnispunktarnir væru glataðir. Kennararnir kærðu athæfi kennararáðs til úr- skurðarnefndar upplýsingamála í forsætisráðuneytinu. Í kjölfarið mögnuðust deilurn- ar sem endaði með því að skóla- nefnd sagði Bessí Jóhannsdóttur aðstoðarskólastjóra upp störfum og rökstuddi uppsögnina með sparnaðaraðgerðum. Með upp- sögn Bessíar taldi Hjalti skóla- stjóri að skólanefnd hefði stigið inn á valdsvið sitt sem skólastjóra og við það gat hann ekki unað. Skólastjórn Landakotsskóla sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem því er lýst yfir að full samstaða sé milli stjórnar og kennararáðs um áframhaldandi skólastarf. Gunnar Örn Ólafsson formaður skólanefndar Landa- kotsskóla sagði að foreldrar yrðu kallaðir á fund með skólanefnd í vikunni. ingi@frettabladid.is Hringróðurinn – dagur 3: Hvíld í gær REYKJAFJÖRÐUR Kjartan Jakob Hauksson hélt kyrru fyrir fram eftir degi í gær og hvíldi sig eftir átökin í fyrsta áfanga. Það viðraði ekki vel til siglinga í gærmorgun en búist er við betra veðri í dag. Gærdeginum eyddi hann hjá ætt- ingjum sínum í Reykjafirði þar sem hann safnaði orku eftir að hafa róið fyrir Kögur í mótvindi. ■ Sjálfstæðisflokkurinn: Prófkjör vi› val á listann BORGARSTJÓRN Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjavík mun efna til próf- kjörs til að velja frambjóðendur á lista flokksins í komandi borgar- stjórnarkosningum. Þetta ákvað stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, á fundi sínum í gær. Stjórnin mun leggja það til á fulltrúaráðsfundi í byrjun september að prófkjörið verði haldið um mánaðamót sept- ember og október. Þátttöku í próf- kjörinu hafa flokksbundnir sjálf- stæðismenn, sextán ára og eldri sem hafa búsetu í Reykjavík. -hb ÍTALÍA FUNDU FALSAÐA SKÓ Ítölsk tolla- yfirvöld haldlögðu í gær 35 þús- und pör af „fölsuðum“ íþrótta- skóm sem fluttir voru inn frá Kína. Áætlað virði skónna er rúmar 140 milljónir króna, eða 1,8 milljónir evra. Skórnir fund- ust í fimm gámum í hafnarborg- inni La Spezia, á vesturströnd Ítalíu. Allir voru skórnir merktir þekktum framleiðendum svo sem Nike, Adidas og Puma. VEÐRIÐ Í DAG MÁLIN RÆDD Sjálfstæðismenn ætla sér stóra hluti í borgarstjórnarkosningunum. Líbíska lögreglan: S‡knu› af pyntingum LÍBÍA, AP Níu líbískir lögreglumenn og einn læknir voru í gær sýknað- ir af ákæru um að hafa náð fram með pyntingum játningu fimm búlgarskra hjúkrunarkvenna. Þær voru sakaðar um að hafa vilj- andi smitað 430 börn með HIV- veirunni og voru ásamt palest- ínskum lækni dæmd til dauða. Þau hafa setið í fangelsi í sex ár. Fólkið heldur fram sakleysi sínu og segist hafa orðið fyrir barsmíð- um, raflostum og öðru ofbeldi af hálfu lögreglu. Tvær kvennanna segja að sér hafi verið nauðgað. Í dómnum sem féll í gær segir að sönnunargögn hafi verið of rýr til að hægt sé að sakfella lögreglu- mennina. Dauðadómnum var áfrýjað til hæstaréttar og dóms er að vænta í haust. ■ DÓMI FAGNAÐ Líbíski lögreglumaðurinn Gomaa al-Mishri fagnar dómi í gær, en hann ásamt níu öðrum var sýknaður af ákæru um pyntingar fanga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P EGGERT GUÐMUNDSSON „Við hlustum á og tökum á móti hljóðum af öllum gerð- um. Það er margt sérstakt sem berst til jarðar en hvað það er veit ég ekki,“ segir Eggert sem hefur búið og starfað á Græn- landi í átta ár. FUNDUR FORELDRA Á fundi í Reykjavíkurkademíunni á mánudag samþykktu foreldrar barna í Landakotsskóla áskorun til stuðnings Hjalta Þorkelssyni sem send var skólanefnd Landakotsskóla. Kaþólski biskupinn á Íslandi Jóhannes Gjisen neitaði að taka við áskorun- inni því hann sagðist ekkert hafa með skólann að gera. Kaþólska kirkjan hefur lýst því yfir að hún beri traust til skólanefndarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N Innbrot á Akureyri: Brotist inn í fjóra bíla DÓMSMÁL Brotist var inn í fjóra bíla á Akureyri í fyrrinótt og til að bíta höfuðið af skömminni óku þjófarnir tveimur bílanna nokkurn spöl frá upphaflegu bíla- stæði sínu. Annar þeirra er tölu- vert skemmdur eftir, en kúpling bílsins virðist hafa eyðilagst. Sömu menn eru taldir hafa verið að verki í öllum tilfellunum. Málið er í rannsókn. - mh

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.