Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 8. júní 2005 Borgarholtsskóli Innritun nemenda úr grunnskóla á haustönn 2005 stendur yfir og lýkur 14. júní Í boði eru eftirtaldar námsbrautir: Nánari upplýsingar um einstakar námsbrautir eru á heimasíðu Borgarholtsskóli, v/Mosaveg, 112 Reykjavík. Sími 535 1700. Bréfasími 535 170 Sjá nánar á heimasíðu: www.bhs.is Bóknám til stúdentsprófs: • Félagsfræðabraut • Málabraut • Náttúrufræðibraut Iðnám: • Grunndeild bíliðna • Fyrrihlutanám í málmiðnum Listnám: • Margmiðlunarhönnun, grafísk áhersla • Margmiðlunarhönnun, fjölmiðlatækni Annað starfsnám: • Félagsliðabraut, Námsbraut fyrir aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum • Verslunarbraut Almenn námsbraut er einnig í boði fyrir þá nemendur sem ekki standast inntökuskilyrði á aðrar námsbrautir. Við aðstoðum nemendur og forráðamenn við rafræna innritun vikuna 6.-10. júní kl. 9-16. Opið hús verður í skólanum 13. og 14. júní kl. 11-18 þar sem kynnt er það nám sem er í boði. SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Raddbeiting fyrir allar tegundir söngs Cathrine Sadolin heldur nám- skeið hér á landi 15. og 16. júní fyrir atvinnusöngvara úr öllum tónlistargeirum. Cathrine Sadolin er einn helsti raddfræðingur og söngkennari heims. Hún hefur unnið að rann- sóknum á raddtækni í ýmsum stíl- beitingum og tegundum í hátt í tutt- ugu ár og byggir kenningar sínar á eigin reynslu sem bæði klassísk söngkona og rokkari. Hún heldur „masterclass“ hér á landi 15. og 16. júní næstkomandi. Björk Jónsdótt- ir, söngkona og söngkennari, hefur veg og vanda af komu hennar hing- að til lands. „Rannsóknir Cathrine má nota í allar tegundir söngs og hún hefur til dæmis fundið kerfi til að byggja upp raddir þeirra sem hafa starfað lengi innan rytmíska geirans, sungið djass, popp og rokk, og slitið út röddunum sínum. Hún hefur gefið út bækur sem hafa ver- ið lofaðar af gagnrýnendum, lækn- um og talmeinafræðingum. Cathrine Sadolin er kölluð til þegar söngvari á við vandamál að stríða, hvort sem er í frægum óp- eruhúsum eða stúdíói þar sem verið er að taka upp poppplötu.“ Á nám- skeiðinu ætlar Sadolin að kynna tækni sína og síðan halda masterclass þar sem verða fimmt- án virkir þátttakendur sem bera vandamál sín undir kennarann, sem leiðbeinir þeim fyrir framan áhorf- endur. „Það er alltaf á ábyrgð söngvarans að vinna hvað hann vill gera og ég spyr alltaf: hvað get ég gert fyrir þig? Söngvarinn verður því að þekkja sína rödd og vita hvað hann vill vinna með og gera.“ Björk kynntist aðferðum Sadolin fyrir nokkrum árum. „Ég keypti bók eftir Cathrine Sadolin alveg óvart þegar hún var nýkomin út og fannst kenningar hennar mjög áhugaverðar. Af tilviljun fann ég heimasíðuna hennar og fór að skrif- ast á við Cathrine. Það fór svo að hana langaði til að koma til Íslands þannig að við ákváðum að skella bara á námskeiði hérna í nóvember síðastliðnum. Það sló í gegn, sér- staklega fyrir söngvara í rytmíska geiranum sem fundu loksins tækni sem virkaði fyrir þá söngbeitingu sem þeir nota.“ Ennþá er laust fyrir virka þátt- takendur á námskeiðið 15. og 16. júní og svo er öllum frjálst að koma og hlusta á Sadolin skýra kenningar sínar og kenna. Þeim sem komast ekki núna er ráðlagt að örvænta ekki því Sadolin kemur aftur til landsins í októberlok. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.fih.is/masterclass eða á skrifstofu FÍH. ■ Björk Jónsdóttir, söngkona og söngkennari, stendur fyrir komu Cathrine Sadolin til landsins. Nú var í fyrsta sinn auglýst eftir um- sóknum í meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun við viðskipta-og hag- fræðideild HÍ og var hópurinn sem sótti um nám á því sviði fjölmennastur allra. Því námi lýkur með MAcc gráðu. Aðsókn í hinar ýmsu línur í MS námi var einnig mjög góð og meiri en áður hefur sést í flestum tilfellum. Þær eru fjármál, hagfræði, heilsuhagfræði, markaðsfræði og alþjóðaviðskipti og stjórnun og stefnumótun. Um MA nám í mannauðsstjórnun sóttu tæplega 60 manns. Deildin mun í haust bjóða upp á nýja námsleið í grunnnámi, viðskiptafræði með áherslu á upplýsingatækni, BS-U. Markmiðið með því námi er að útskrifa viðskiptafræðinga með góða þekkingu á hönnun, greiningu og stjórnun upp- lýsingakerfa. Línan er kennd í samstarfi við tölvunarfræðiskor. Boðið verður upp á nýtt nám við Háskóla Íslands í haust í viðskiptafræði með áherslu á upplýsingatækni. Fjöldinn sló öll fyrri met UMSÓKNIR Í MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTA-OG HAGFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS ERU Á FJÓRÐA HUNDRAÐ OG SLÓ FJÖLDINN ÖLL FYRRI MET. Jóhannes var valinn úr hópi þrettán umsækjenda um stöðuna og tekur við henni 1. ágúst. Hann hef- ur um árabil rekið arkitektastofuna Glámu Kím. Þar hefur hann unnið að fjölda metnaðarfullra verkefna á sviði arkitektúrs og skipulags ásamt félögum sín- um og átt hlut að fjölmörgum byggingum fyrir ein- staklinga, fyrirtæki og stofnanir. Hann hefur líka unnið náið með listamönnum við útfærslu verka þeirra við opinberar byggingar. Jóhannes hefur ver- ið aðstoðarkennari við Listaháskólann en tekur við deildarforsetaembættinu af Halldóri Gíslasyni sem heldur til starfa í Noregi. Jóhannes Þórðarson arkitekt Sest í stól deildarforseta NÝR FORSETI HÖNNUNAR-OG ARKITEKTÚRDEILDAR HEFUR VERIÐ RÁÐINN Í LISTAHÁSKÓLANN. SÁ ER JÓHANNES ÞÓRÐARSON ARKITEKT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.