Fréttablaðið - 08.06.2005, Síða 36

Fréttablaðið - 08.06.2005, Síða 36
Ferðaþjónusta er sá iðnaður á Íslandi sem er í hvað örustum vexti. Yfir 12 þúsund Íslend- ingar hafa verulegan hluta tekna sinna af ferðaþjónustu og hlutur greinarinn- ar í þjóðarframleiðslu er áætlaður fimm prósent. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hafa tífaldast síðan 1985, eru í dag tæpir 40 milljarðar króna og í fyrra komu rúmlega 362 þúsund ferðamenn til landsins, sem gerir 120 ferðamenn á hverja 100 íbúa í landinu. Þetta hlutfall er með því hæsta sem gerist en þó standa lönd á borð við Sviss og Írland betur. Það verður þó ekki horft framhjá því að ágæt útkoma okkar Íslendinga skrifast að stærstum hluta á höfðatölu. Raunar er það svo að meðal Evr- ópuþjóða heimsækja einungis færri Albaníu. Aðeins 0,7 prósent þeirra ferðamanna sem koma til Norður- Evrópu, stoppa á Íslandi. Ljóst er að betur má ef duga skal, það er ef sjálfgefið þykir að fjölgun ferða- manna sé markmið. FJÓRIR LYKILMARKAÐIR Mikilvægustu markaðirnir eru þeir sem næstir eru landfræði- og sam- göngulega. Það eru Norðurlöndin, Bretland, Bandaríkin og meginland Evrópu. Frá þessum svæðum koma nærri 90 prósent ferðamanna. Ár- sæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, segir að litið sé til Asíu sem framtíðar- markaðar. Talsvert hefur verið af ferðamönnum frá Japan og Taívan en Ársæll rennir hýru auga til Kína, þar sem vöxtur hefur verið gríðar- legur eins og mönnum er kunnugt: „Við bindum vonir við að Asía verði einhvern daginn fimmti lykilmark- aðurinn,“ segir hann. Í þessum löndum er unnið mikið kynningarstarf. Kynningarskrif- stofum hefur verið komið á fót, sums staðar sjálfstæðum en annars staðar í samvinnu við Norðurlöndin, vefsíðum er haldið úti, bæklingar gefnir út á yfir tíu tungumálum og sífellt er unnið að því að fá fleiri að- ila til að bjóða upp á Íslandsferðir: „Þetta snýst bara um að koma vör- unni í hillurnar, þar sem þær eru sýnilegar kúnnanum“. Erlendir blaðamenn hafa verið duglegir að fjalla um Ísland og er mikið gert til að ýta undir slík skrif. Ársæll segir jákvæða umfjöllun blaðamanns jafnast á við margar auglýsingar. HVERJIR ERU BESTIR? Erfitt er að fullyrða hvaðan „bestu“ ferða- mennirnir koma. Það fer að miklu leyti eftir þeirri mælistiku sem beitt er. Ef spurt er um fjölda fólks koma flestir frá Bret- landi, en sé Skandinavía tekin sem heild koma flestir þaðan. Þjóðverjar eru fyrirferðarmiklir yfir sumartím- ann, þeir koma þá flestir og dvelja lengst. Bandaríkjamenn og Japanir eyða síðan mestu fé á mann en Bret- ar og Bandaríkjamenn koma nokkuð jafnt yfir allt árið. Þar komum við einmitt að einu stærsta vandamáli ferðaþjónustu á Íslandi: Ferðaþjónustan er árstíða- bundin atvinnugrein. Allt til ársins 1999 komu fleiri ferðamenn yfir sumarmánuðina þrjá en alla hina mánuðina samanlagt. Þetta veldur því að yfir vetrartímann eru gisti- rými og aðrar fjárfestingar sem ráð- ist hefur verið í vannýtt. Eitt af þeim verk- efnum sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir er að búa til söluvöru utan há- annatíma. Þetta hefur gengið betur í höfuðborginni en úti á landi. Til Reykjavíkur kemur fólk á ráðstefnur yfir vetrartímann, auk þess sem ýmsar uppákomur á borð við Food and Fun auka streymi ferðamanna til borgarinnar. Einnig hefur tekist að markaðssetja Reykja- vík sem spennandi borg meðal ungs fólks, sem kemur til að njóta hins rómaða næturlífs borgarinnar. Þennan árangur þakka menn umfram allt öflugri markaðssetningu og stórbættri að- stöðu, til að mynda nýjum og endurbættum hótelum, og heilsulindum á borð við Bláa lón- ið sem hafi aðdráttarafl allan ársins hring. Á landsbyggðinni er aðra sögu að segja. Þar skortir kúnna yfir vetrartímann, og þjón- usta er ekki fyrir hendi. Á sumrin gengur skólafólk í mörg störf og því má segja að bæði sé skortur á framboði og eftirspurn úti á landi yfir vetrartímann. STAÐA FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagstofu Ís- lands hefur bent á það að velgengni í ferða- þjónustu á Íslandi sé mæld í fjölda ferða- manna, hlutfalli af landsframleiðslu og hlut- deild í gjaldeyristekjum. Það sé engu líkara en arðsemi sé bannorð. Þær þrjár atvinnugreinar sem standi undir 70 prósentum ferðaþjónustu í landinu; flug-, hótel- og veitingahúsarekstur, standi allar völtum fótum. Vissulega hefur afkoma í flugrekstri batn- að síðan 2002 en afkoma af hótel- og veitinga- húsarekstri er neikvæð. Vilhjálmur nefnir enn fremur sem dæmi að hvalaskoðunariðn- aðurinn, sem eigi að vera einn helsti vaxta- broddur í ferðaþjónustu á Íslandi, hafi á ár- unum 1999 til 2002 skilað tæplega 87 milljóna króna tapi. Ástæðan fyrir þessari stöðu er sú að að- ganga að rekstri innan geirans er of auðveld, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Menn greinir á um raunverulega stöðu ferðaþjónustu á Íslandi. Ísland virðist vaxa í mörgum flokkum: sífellt landið, gjaldeyristekjur aukast ár frá ári og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu hækkar. Gagnrýnendu ranga, arðsemi sé bannorð í ferðaþjónustu og geirinn standi ekki undir sér. Jón Skaftason fjallar um ferðaþj Aldrei alvöru atvinn Færri í byrjun árs Ferðamönnum til landsins fækkaði um 5,6 prósent fyrstu fimm mánuði ársins. Er háu gengi krónunnar kennt um. Ferðamönnum frá Svíþjóð og Noregi hefur fækkað mest. Ferðamönnum frá Bandaríkj- unum, Danmörku og Þýska- landi fjölgar þó um eitt til þrjú prósent. Ferða- þjónustan í tölum Skilgreining Hagstofunnar á ferðaþjónustu: 90% tekna af gististöðum 30% veitingahúsareksturs 58% samgangna á landi 4,5% samgangna á sjó og vatnaleiðum 80% flugsamgangna 100% tekna af ferðaskrifstofum og skipuleggjendum 58% bílaleigu, 18% blandaðrar smásölu 4,5% annarrar smásölu 18% gjafavöru- og sportvöruverslunar 12% tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi. Punktar um ferðaþjónustuna: • Árið 2004 komu 362.200 ferðamenn til landsins. • Gjaldeyristekjur af erlendum ferða- mönnum námu tæpum 40 milljörðum króna. Samtök ferðaþjónustunnar hafa sett það á stefnuskrána að tvö- falda þessa upphæð fyrir árið 2012. • Hlutur ferðaþjónustu í þjóðarfram- leiðslu var áætlaður fimm prósent. • Árið 2004 voru 30 ferðaskrifstofur starfandi á Íslandi og 67 ferðaskipu- leggjendur. • Alls voru tæplega ein og hálf milljón gistinátta á hótelum og gistiheimilum árið 2004. Útlendingar eyddu hér 1,1 milljón nátta. Þjóðverjar dvöldu lengst, þá Bretar og Bandaríkjamenn. • Árið 2004 höfðu 70 skemmtiferðaskip viðkomu á Íslandi. Í ár er áætlað að þau verði 73. • 81.600 manns fóru í hvalaskoðun á síðasta ári. FERÐAMAÐUR Í REYKJAVÍK Í fyrra komu rúmlega 362 þúsund ferðamenn til landsins. Um 90 prósent þeirra komu frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. ÖFLUGT MARKAÐSSTARF ERLENDIS Menn gera sér vonir um að Asía verði að lokum fimmti lykilmarkaður íslenskrar ferðaþjónustu. Fr ét ta bl að ið /S te fá n Fr ét ta bl að ið /T ei tu r

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.