Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 37
fólk getur hafið rekstur og fær jafnvel til þess styrk frá hinu opinbera án þess að fjár- mögnun eða markaðssetning sé tryggð: „Svo fara menn alltaf fram á meiri opinber af- skipti,“ segir Vilhjálmur. Hann heldur því fram að eftir því sem ríkisafskipti aukist versni afkoman. Styrkirnir valdi því bara að þeir sem þeirra njóti nagi undan þeim sem þó reyni að standa á eigin fótum: „Haldi þetta svona áfram verður ferðaþjónusta ávallt rek- in á sultarkjörum. Hún verður aldrei alvöru atvinnugrein.“ EKKI ER ALLT MÆLT Í KRÓNUM OG AURUM Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur Sam- taka ferðaþjónustunnar, svarar því til að ekki sé allt mælt í krónum og aurum. Það sé ekki hægt að meta það til fjár að fólki sé gert kleift að búa og starfa þar sem það kýs. Ferðaþjónustan hafi til að mynda komið mörgu byggðarlaginu til bjargar þar sem gömlu atvinnugreinarnar, sjávarútvegur og landbúnaður, hafi verið í samdrætti: „Sjáðu til að mynda bændagistinguna. Ég er hrædd- ur um að mörg stórbýlin hefðu lagst í eyði ef ekki væri fyrir hana.“ Í fjárlögum ársins 2004 var ferðaþjónust- unni úthlutað 320 milljónum króna til mark- aðs- og kynningarmála. Samtök ferðaþjónust- unnar vilja reyndar ekki kalla framlögin rík- isstyrki og segja að um samstarfsverkefni í markaðsmálum sé að ræða. Milljónirnar 320 notaði samgönguráðuneytið til kaupa á aug- lýsingum fyrir íslensk fyrirtæki í erlendum fjölmiðlum. Þorleifur er ekki í vafa um að því fé hafi verið vel varið. Bara velta í hótelrekstri hafi aukist um einn og hálfan milljarð króna milli ára: „Þarna erum við að tala um 180 milljónir króna aukalega í virðisaukaskatt í þessum eina flokki, og þá erum við vitaskuld einung- is að tala um bein áhrif af veltuaukningunni. Það sem rennur beint í ríkissjóð.“ VANDAMÁL Vandamál ferðaþjónustunnar er að fyrirtæki eru of mörg og smá. Arðsemin er til staðar hjá stærri fyrirtækjum en nauðsynlegt er að fleiri fyrirtæki verði burðug. Það þarf að fá fyrirtæki til að vinna saman á fleiri sviðum rekstursins. Sameiginlegt bókhald, markaðs- og kynn- ingarstarf; allt sem sparar fé hjálpar smærri fyrirtækjum að komast af. Einnig er hætt við því að hátt gengi krón- unnar muni næstu árin reynast mörgum myllusteinn um háls. Hátt gengi geri það að verkum að ferðamenn koma síður, enda verð- ur dvölin þá dýrari og óhagstætt að skipta er- lendum gjaldmiðlum í krónur. Ársæll Harðarson segir nauðsynlegt að fyrirtæki nái þeirri hagkvæmni sem stærð- inni fylgir: „Stóra verkefnið í greininni er að fá fyrirtækin til að skila hagnaði, svo þau verði með jákvætt eigið fé og geti komið fjár- festum að rekstrinum.“ FRAMTÍÐIN Það er ljóst að ýmislegt má betur fara í ferða- þjónustunni. Þorleifur Þór Jónsson segir að til að svo megi verði þurfi Íslendingar að nýta styrkleika sína. Menntunar- og tæknistig á Ís- landi sé hátt og það geri okkur kleift að takast á við breytta tíma í ferðamennsku: ,,Þú færð aldrei sams konar þjónustu hér og í Suðaust- ur-Asíu, þar sem þú getur látið tíu þjóna stjana við þig. Styrkleikar okkar liggja í öðru og þá verðum við að nýta.“ Þorleifur segir hinn dæmigerða ferða- mann vera að eldast og þar liggi tækifæri fyrir okkur. Slíkir ferðamenn vilji aðra hluti en þeir sem yngri eru. Hér séu til að mynda hátæknisjúkrahús í seilingarfjarlægð hvar sem fólk er statt á landinu. Veikist fólk uppi á hálendi geti það verið komið í hendur færustu lækna innan tveggja klukkustunda: „Ef maður veikist skyndilega, vill maður þá lenda í höndunum á vúdúlækni í moldarkofa eða íslenskum sérfræðingi?“ spyr Þorleifur. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 13 Ú T T E K T Steríótýpur ferðamanna RÁÐSTEFNUGESTURINN: Ráðstefnugestir koma allan ársins hring, ferðast einungis á fyrsta farrými og líta ekki við hótelum nema þau séu að minnsta kosti fjögurra stjörnu og með heilsulind í kjallaran- um. Ráðstefnugesturinn tekur makann með og sendir í Rammagerðina til að kaupa lopapeysur á stórfjölskylduna á meðan hann situr sveittur við fundarhöld. Þegar makinn kemur úr Rammagerðinni er síðan borð- að og drukkið á fínustu veit- ingahúsum. Hvalkjöt og vel kælt kampavín er í uppáhaldi hjá ráðstefnugestinum. Ráðstefnugestir eru oftar en ekki á risnu og líta því ekki á reikninginn áður en þeir kvitta. Sá galli fylgir þó ráðstefnu- gestum að þeir stoppa stutt og eru ekki mikið fyrir að skoða landið. Það er helst að þeir skreppi gullna hringinn og í hvalaskoðun. BAKPOKAFERÐALANGURINN: Bakpokaferðalangurinn kemur á sumrin, dvelur lengi en eyðir litlu. Hann kemur til landsins með lággjaldaflugfélögum. Hann er með fjallahjól, tjald og bakpoka fullan af dósamat í farteskinu. Það heyrir til undantekninga ef bakpokaferðalangurinn kem- ur með föt til skiptanna, frekar kýs hann að þvo þau í tærum fjallalindum. Bakpokaferðalangurinn er umfram allt í ævintýraleit, hann tjaldar utan alfaraleiða og fer helst ekki upp í rútu. Meira að segja þótt blási að norðan. Bakpokaferðalanginn má helst sjá utan hinna dæmigerðu ferðamannastaða eða á þeytingi eftir þjóðvegi eitt, íklæddan hjólabuxum, neongulum regn- stakk og með hjálm á höfði. Bakpokaferðalangurinn er norrænn að uppruna, oft norsk- ur eða þýskur. eiri ferðamenn heimsækja telja hins vegar mælistikuna ónustu á Íslandi. Ýmir Örn Finnbogason rekstrarstjóri Rammagerð- arinnar segir fyrirtæki strax finna fyrir því er krónan hækkar: „Sérstaklega fyrir- tæki á borð við okkar. Þar sem rúm 80 prósent við- skiptanna eru við ferða- menn,“ Ýmir segir ferðamenn ávallt miða við eigin gjald- miðil þegar þeir versli: „Þeir versla alltaf fyrir sömu upp- hæð í sinni mynt. Tekjur okkar minnka því sem hækk- un krónunnar nemur,“ Aðspurður hvort viðskipt- in séu árstíðabundin segir Ýmir svo vera. Stór hluti söl- unnar fari fram yfir sumar- mánuðina þrjá og teygi sig aðeins fram í september: „Á sumrin erum við með opið til tíu öll kvöld. Við höfum tekið eftir því að ferðamenn vilja rölta um og skoða í róleg- heitum eftir að hafa borðað kvöldmatinn,“ Ýmir segir Bandaríkja- menn bestu kúnnana, þeir víli ekki fyrir sér að greiða uppsett verð fyrir gæða- vöru: „Þeir eru reiðubúnir að greiða 5.000 krónur fyrir gott íslenskt fjallalamb. Það er helst verð á vöru eins og áfengi, sem er eins alls stað- ar í heiminum, sem fer í taugarnar á þeim,“ ÝMIR ÖRN FINNBOGASON REKSTRARSTJÓRI RAMMAGERÐARINNAR Ýmir segir Bandaríkjamenn bestu kúnn- ana. Þeim finnist ekkert athugavert við að greiða uppsett verð fyrir gæðavöru. Finnum fyrir hækkun krónunnar ugrein? Fr ét ta bl að ið /S te fá n RÁÐSTEFNUGESTIR Líta ekki við hótel- um nema þau séu að minnsta kosti fjög- urra stjörnu og með heilsulind í kjallaran- um. BAKPOKAFERÐALANGUR Dvelur utan alfaraleiða og borðar dósamat. UNDIRSTÖÐUATVINNU- GREIN? Vilhjálmur Bjarnason segir ferðaþjónustu aldrei verða alvöru atvinnugrein verði fyrirtækjum áfram haldið á floti með styrkjum frá hinu opinbera. Hann segir inn- göngu í greinina of auðvelda. Fr ét ta bl að ið /T ei tu r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.