Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 17 S K O Ð U N Katrín Ólafsdóttir skrifar Það hefur líklega ekki farið fram- hjá neinum að mikið hefur verið um að vera á fasteignamarkaði hér á landi síðustu mánuði. Þannig hefur hækkun á fasteignaverði verið langt umfram hækkun á byggingarkostnaði. Þá eru mun fleiri íbúðir byggðar nú en fyrir örfáum árum. Hluta þessarar verðhækkunar á fasteignum má skýra með ýms- um skipulagsbreytingum á mark- aði sem átt hafa sér stað að undan- förnu. Með breytingum á reglum Íbúðalánasjóðs og því að við- skiptabankarnir hófu að bjóða lán til fasteignakaupa fylgdi lækkun vaxta, lenging lánstíma, hækkun veðhlutfalla og afnám hámarks- fjárhæða á lánum. Allt þetta leiddi til þess að greiðslugeta fólks jókst til muna. Í stað þess að neytendur fengju að njóta þessara breytinga til fulls hefur hluti ávinningsins farið í að greiða hærra fasteigna- verð. En hversu mikil getur hækkun- in orðið? Sérfræðingar Lands- bankans telja að rúm sé fyrir meiri hækkun á markaði. En hvað er að gerast annars staðar? Víða í öðrum löndum hefur fasteigna- verð hækkað til muna að undan- förnu. Sem dæmi má nefna miklar hækkanir í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Ég var að horfa á fréttir þar sem ég er nú stödd í Bandaríkjun- um og þá kom frétt um nýja stétt fólks. Þarna er um að ræða fólk sem var í fullri vinnu en sem hlið- arbúgrein stunda þessir einstak- lingar það að kaupa fasteignir með það fyrir augum að selja þær aftur með hagnaði. Á ensku er þetta kallað „flipping“. Meðal ann- ars var rætt við glaðbeittan barna- skólakennara sem hafði keypt og selt sex fasteignir síðustu mánuði og grætt á þeim öllum. Eftir að hafa horft á þessa frétt var mér hugsað til þeirrar stéttar sem óx mjög á árunum rétt fyrir 2000 og kallaðist „day traders“. Þetta fólk hafði það fyrir stafni allan daginn að kaupa og selja verðbréf á netinu og reyna að græða á því. Ekkert hefur frést af þessari stétt eftir að verðbréfa- markaðurinn tók dýfu í kringum árið 2000. Að sumu leyti óttast ég að örlög þessara einstaklinga sem stunda „flipping“ eigi eftir að verða þau sömu og örlög þeirra sem stund- uðu „day trading“ á árum áður, sérstaklega í ljósi þess að búist er við að fasteignaverð hætti að hækka á þessu ári. Að hinu leytinu finnst mér ánægjulegt að sjá hversu vel markaðshagkerfið virkar. Það eru alltaf til einstak- lingar sem eru tilbúnir að nýta þau hagnaðartækifæri sem mynd- ast á markaði sem hækkar og hækkar. Þensla á fasteignamörkuðum Tremma einfalt Mikið ofboðslega er spákaup- maðurinn kátur að heyra að fé- lögum fari að fjölgja í Kauphöll- inni. Íslenska hlutabréfasafnið mitt er orðið svo tremma einfalt, eins og Sylvía Nótt myndi segja. Samanstendur nánast af bönkum og fjárfestingafélögum. Bankarnir eru reyndar ekki dauðir úr öllum æðum! Allir eru svo uppteknir af átökunum um Íslandsbanka að þeir gleyma KB banka og Landsbankanum. KB banki hlýtur að láta til skarar skríða í Noregi eða Svíþjóð. Nú er Mosaic Fashions að selja hlutabréf til almennings og hefur kappinn skráð fjölskyld- una fyrir einni milljón. Fötin eru ógó-flott og þess vegna er mjög hæpið að þetta kliki. Breski tískubransinn á sér bjarta fram- tíð, einkum á alþjóðlegum vett- vangi, og er ég tilbúinn að veðja á þetta fyrirtæki. Bretar eru nú einu sinni ein mesta verslunar- þjóð sögunnar. Svo berast þær fréttir að Atlantic Petroleum frá Færeyjum komi inn á markaðinn í næstu viku. Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir íslenska hlutabréfamarkað- inn að erlend félög sýni honum áhuga og auðvitað fyrir þá fjár- festa sem eru tilbúnir að taka meiri áhættu en gengur og gerist. Við Íslendingar látum nú ekki bjóða okkur áhættusamar fjár- festingar tvisvar. Við vitum að því meiri sem áhættan er þeim mun meira græða menn á hugrekkinu. Önnur bresk verslunarkeðja, Shoe Studio Group, gæti komið inn á markaðinn næsta haust ef vel gengur hjá Mosaic. Öll fjöl- breytni er af hinu góða en hér hefur bráðvantað verslunarfélög eftir að Baugur og Húsasmiðjan fóru af markaði. Svo er ljóst að Avion Group fer á markað fyrir 1. febrúar á komandi ári. Þar verður um risa- skráningu að ræða, enda gæti fé- lagið verið metið á fimmtíu millj- arða. Ég hef svolitlar efasemdir með kaupin á Eimskip, enda sé ég ekki alveg hvaða tækifæri felast í því að reka félögin saman. Reyndar eru fordæmi fyrir rek- stri slíkra félaga án þess að ég hafi kannað það nánar. Magnús og Björgólfsfeðgar eru vafalaust ekki að finna upp hjólið. Fiskarn- ir sem elta þá hafa uppskorið ríkulega. Ég verð nánast uppgefinn við að skoða öll þessi félög. Þetta eru alveg ýktir tímar. Maður hefur varla orku til að skoða fasteigna- markaðinn og einbeita sér að íbúðunum í Sjálandinu sem ég ætla mér að selja, nýja húsinu í Vesturbænum, sumarhúsakaup- unum á Krít og laxveiðinni og golfinu. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Í stað þess að neytendur fengju að njóta þessara breytinga til fulls hefur hluti ávinningsins farið í að greiða hærra fasteignaverð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.