Fréttablaðið - 08.06.2005, Page 62

Fréttablaðið - 08.06.2005, Page 62
22 8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Ég get vel ímyndað mér að auglýsinga- tími taki um það bil helming af sjón- varpsglápi mínu. Ég hef reyndar fátt slæmt um það að segja því ég get oft skemmt mér vel yfir auglýsingun- um, sem eru til skiptis vel gerðar og húmorískar eða það hallærislegar að þær eru fyndnar. Auglýsingar eins og sú hallærislega um það „hvað klósettið þitt segir um þig“, þegar Ragnhildur Steinunn úr Óp- inu labbar á ljósastaur, eða þegar hræðilega Bamboocha-Fanta aug- lýsingin kemur á skjáinn og fær mig til að hristast af aulahrolli. Reyndar er ég ein af þeim sem gleyma jafnóðum hvað er verið að auglýsa, en það skiptir mig líka minnstu máli. Verst þykir mér samt þegar ég sé flottar og vel gerðar íslenskar auglýsingar, sem nóg virðist vera af nú á dögum, og eitthvert gott lag með vinsælli hljómsveit glymur undir en það er bara búið að breyta því aaaaðeins. Ég man að minnsta kosti eftir að hafa heyrt lögin Silent Sigh með Badly Drawn Boy, Float On með Modest Mouse og núna síð- ast lagið High and Dry með Radi- ohead en það lag er notað í auglýs- ingu um Sandgerðisbæ. Þarna er lögunum breytt örlítið en samt eru þau auðþekkjanleg. Sennilega sleppur fólk þá bæði við að fá leyfi fyrir að nota lögin og að borga fyrir það. Ég verð að segja að mér finnst þetta ódýr aðferð við að „semja“ auglýsingalög og bara ansi skítt. Það eru margir sem þekkja þessi lög og vita að ekki eru mikil frum- legheit á bak við. Gamlar auglýsingar geta svo verið hrikalega skemmtilegar og áhugaverðar. Þetta var einmitt liður í 70 mínútum á Popptíví og þá sýndu strákarnir til dæmis hallærislegar auglýsingar frá níunda áratugnum. Mér finnst að einhver ætti að taka þennan lið upp og sýna gamlar og lummó auglýsingar. Ég held að margir hefðu gaman af. Sá hinn sami gæti þá kannski í leiðinni tekið upp sýningar á gömlum vinum eins og Klaufabárðunum og Línunni. Hver vill ekki fá Línuna aftur á STUÐ MILLI STRÍÐA BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR GLÁPIR Á AUGLÝSINGAR Mmmm daa!! M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Þreföld pulsa með öllu! Umsóknareyðublað um kreditkort. Deildu fríðindunum sem þú færð með þeim sem þér þykir vænt um. Fáðu aukakort fyrir alla vini þína. Aha! Góð hugmynd! Ég tek sex. Ég get notað þau í jólagjafir. Jiii! Hvernig kemurðu þessu upp í þig?? Æfingin skapar meistarann! Ég setti nú ekki boltann í netið í fyrsta skipti sem ég spilaði fótbolta! Þú gerir það nú ekki heldur núna, pabbi. Hvernig gastu gleymt Róberti syni okkar?! Sjáðu Hannes! Ef þú gerir svona, þá geturðu gripið snjókorn með tungunni. Nei, það er bara ein bragðtegund. Ég hélt hann væri fyrir aftan þig!! Þetta er allt þér að kenna! Mér að kenna?? Þú lást of lengi á egginu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.