Fréttablaðið - 08.06.2005, Side 63

Fréttablaðið - 08.06.2005, Side 63
SKIPULEGGJENDUR OG TÓNLISTARMENN Þriðja kvöldið í viðburðaröðinni Hráefni verður haldið á Pravda í kvöld. „Þetta er tilvalið tækifæri fyrir hiphop-unnendur til að heyra ferska tónlist í góðra manna hópi,“ segir Ómar Ómar, annar skipuleggjendanna. Fersk tónlist úr nýjum hráefnum 23MIÐVIKUDAGUR 8. júní 2005 Frábært verð aðeins kr. 33.864,- Rafdrifin golf kerra DRAGÐU EKKI AÐ SLÁ Í GEGN... Frábær nýjung sem passar fyrir allar gerðir golfpoka, auðvelt og þægilegt. Þú getur notað alla orkuna í að slá kúluna... Breski leikarinn Christian Bale féllí skugga Tom Cruise og Katie Holmes á frumsýningu myndarinnar Batman Begins í Bandaríkjunum. Bale sem leikur aðalhlutverkið í myndinni þótti ekki jafn spennandi hjá ljósmynd- urunum og TomKat, eins og þau hafa verið kölluð, og papparass- arnir slógust um að ná myndum af parinu al- ræmda. Kvikmyndin fjallar um það þegar Bruce Way- ne notar arf sinn til að ferðast um heiminn og út- rýma illum öflum. Aðrir leikarar í myndinni eru Sir Michael Caine, Morgan Freeman og Gary Oldman. Charlotte Church var kosin uppá-halds stjarna samkynhneigðra í könnun sem tímaritið Attitude gerði. „Mér finnst þetta frá- bært. Ég elska samkynhneigða menn, mér finnst svo gott að tala við þá,“ sagði Charlotte þegar hún fékk fréttirnar. Stjarnan, sem á í ástarsambandi við ruðningsstjörnuna Gavin Hen- son segir þetta vera mikinn heiður og þakk- ar sam- kyn- hneigðum fyrir stuðn- inginn. Hiphop-aðdáendur ættu að flykkjast á Pravda í kvöld þar sem tónlistarmennirnir Beat- makin Troopa, PTH, Dj B-Ruff og Diddi Fel láta ljós sitt skína. Um er að ræða þriðja kvöldið í við- burðaröð sem kallast Hráefni og munu tónlistarkokkarnir eflaust elda ljúfa tóna úr hinum ýmsu hráefnum. „Þetta eru tónleikar með hiphop-pródúserum og lög- um sem þeir hafa smíðað. Pródúserinn er sá sem hefur hvað mest áhrif á tónlistina og því er komið að þeim að láta ljós sitt skína. Þetta er tilvalið tæki- færi fyrir hiphop-unnendur að heyra ferska tónlist í góðra manna hópi,“ segir Ómar Ómar, annar skipuleggjenda kvöldsins, en að hans sögn munu viðburðir af þessu tagi undir nafninu Hrá- efni verða haldnir einu sinni í mánuði. Þarna munu líka vera svokall- aðir „VJ-ar“ eða „Visual Jockeys“ sem spila ýmsar sjón- listir á skjávarpa meðan á tón- leikunum stendur auk þess sem Dj Mezzias mun sjá um upphitun. „Síðasti sigurvegari í „beatboxi“, Bjartur Beat-ur, verður kynnir og á tónleikunum verður hægt að kaupa nýja diskinn með Beat- makin Troopa,“ segir Ómar Ómar. Húsið opnar klukkan hálf- níu og aðgangseyrir er þrjúhund- ruð krónur til klukkan tíu en fimmhundruð krónur eftir það. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.