Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 64
ARNA FREMUR GJÖRNING SINN Arna Valsdóttir sýnir myndlistargjörning á Björtum dögum í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Myndlistargjörningur Örnu Valsdóttur er verk sem er í stöðugri þróun. Hún hefur sýnt þennan gjörning víða og nú er röðin komin að Björtum dögum í Hafnarfirði. Arna Valsdóttir flutti í gærkvöld myndlistargjörning sinn „Ég er ögn í lífrænni kviksjá“ í Hafnar- fjarðarleikhúsinu og ætlar að endurtaka leikinn í kvöld. Sýn- ingin er liður í dagskrá Bjartra daga, sem er lista- og menningar- hátíð Hafnarfjarðar. Arna segir gjörninginn vera „tilraun til þess að komast inn í kviksjána og gera mannslík- amann að örðunni sem breytir þeirri mynd sem við sjáum. Kvik- sjáin heillaði mig sem barn og heillar mig sem fullorðið barn. Hún virkjar ákveðið kaos og tek- ur agnir tilverunnar úr samhengi en skapar á sama tíma sérkenni- lega rökrétt samhengi og kyrrð“. Verkið er gagnvirk leikmynd sem byggir á samspili ljóss og skugga, hreyfingar, litar og hljóðs. Hún segir rýmið vera myndflötinn sem hún vinnur með og síðan dregur hún myndina fram með því að leika sér með þá möguleika sem bjóðast á hverj- um stað. Áhorfandinn gengur síð- an inn í verkið, getur haft áhrif á það og leikið sér með eigin skynj- anir. Arna segir sýninguna í Hafn- arfjarðarleikhúsinu vera hluta af langtímaverkefni. „Ég ferðast á milli staða og set verkið upp í mismunandi rýmum. Það tekur lit og lögun af því rými sem það mætir, það þróast og breytir um form og í raun veit ég aldrei hver útkoman verður fyrr en á reynir.“ Verkið hefur hún meðal ann- ars sett upp á Vísindadegi Há- skólans á Akureyri, á samnor- rænni ráðstefnu leikskólakenn- ara á Akureyri, í Ketilhúsinu á Akureyri, í Nýlistasafninu, og nú síðast í Garðskagavita. ■ 24 8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… „Við erum að spinna út frá barnalögum,“ segir Antonia Hevesi organisti um tónleika í Hafnar- fjarðarkirkju í kvöld. Hún hefur fengið til liðs við sig Samúel Samúelsson básúnuleikara, Samma í Jagúar, og saman ætla þau að flytja nokkur alþekkt barnalög í nánast óþekkjanleg- um búningi. „Það verður ekki auðvelt að þekkja öll lögin. Samt verður þetta ekkert djassað, heldur frek- ar þjóðlegt eða klassískt sem hæfir þessum barnalögum. Við verðum í hefðbundnum tón- tegundum en leikum okkur að þessu.“ Til gamans ætla þau að dreifa til áheyrenda blaði þar sem nöfnin á lögunum eru skrifuð, en þó ekki í þeirri röð sem þau eru flutt. Áheyrendur geta spreytt sig á að merkja við hvert lag sem þau þekkja. „Ég hafði nú reyndar ekkert hugsað út í það,“ sagði Antonia þegar hún var spurð hvort þeir sem gætu þekkt öll lögin fengju einhver verð- laun. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Bjartra daga í Hafnarfirði og hefjast klukkan 20 í kvöld. Kl. 19.30 Bókakvöld verður haldið á Björtum dögum í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði. Rithöf- undarnir Andri Snær Magnason og Einar Kárason lesa upp úr verkum sínum. menning@frettabladid.is Leika sér að barnalögum Kviksjáin heillar Örnu ! ... dansleikhúskeppni á stóra sviði Borgarleikhússins annað kvöld þar sem níu verk fyrir leik- ara og dansara, hvert um sig 10 mínútur að lengd, keppa til sig- urs. ... fyrstu Þingvallagöngu sum- arsins, sem farin verður annað kvöld. Árni Hjartarson jarðfræð- ingur ætlar að fjalla um jarðfræði Þingvalla meðan gengið er um svæðið. ... Kórastefnunni við Mývatn núna um helgina, þar sem fjórir kórar auk 50 söngvara úr öðrum kórum halda tónleika á fimmtu- dag, föstudag og sunnudag. Há- punkturinn verður flutningur á óratóríunni Messías eftir Händel á sunnudaginn. NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 12/6 kl 14 UPPS, Su 12/6 kl 17 UPPS, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPS., Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14 STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 TÍMAR Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Fi 9/6 kl 20 - UPPS., Fö 10/6 kl 20 Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20 Síðustu sýningar Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag SÍÐUSTU SÝNINGAR!!! Aðeins 2 sýningarhelgar eftir Missið ekki af einleik Eddu Björgvins í Borgarleikhúsinu • Sími 588 8000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.