Fréttablaðið - 20.05.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 20.05.2005, Síða 25
Límónubaka Köld og björt og frískandi er límónubakan svolítið eins og maísólin sjálf. Listakokkurinn Anna Hrönn Jóhannsdóttir kom færandi hendi með þessa upp- skrift frá Suðurríkjum Banda- ríkjanna. Þetta er baka sem gott er að eiga í frystinum og taka fram þegar hitinn fer að kæfa okkur í sumar. Gerið botninn með því að blanda kexmylsnu, sykri og smjörbráð vel saman. Smyrjið bökuform og þrýstið svo mylsnublöndunni jafnt yfir botn- inn og upp eftir hliðum formsins. Bakið í 175 gráðu ofni í 10 mínút- ur. Kælið. Útbúið fyllinguna með því að þeyta sykur og eggjarauð- ur vel saman, þar til blandan verður þykk og ljós. Blandið þá mjólkinni, límónuberki og límónusafa út í. Hellið svo blönd- unni í skelina og frystið. Takið út úr frystinum 10 mínútum áður en bakan er borin fram. Skreytið með þeyttum rjóma og límónu- bátum. ■ 3FÖSTUDAGUR 20. maí 2005 SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Fá›u hól fyrir framan sjónvarpið Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR EFTIRRÉTT BOTNINN 1/2 pakki hafrakex (gerir um 3 dl af mylsnu) 1/2 dl sykur 6 msk. smjör (brætt) FYLLING 6 eggjarauður 1/2 dl sykur 1 dós niðursoðin þykk sykruð mjólk (fæst í versluninni Filippseyjum á Hverfisgötu) 2 msk. rifinn límónubörkur safi úr 4-5 límónum FRESITA: Létt, freyðandi og fagurrautt Á heitu sumarkvöldi á því herrans ári 1717 rakst landkönn- uðurinn Amedee Frezier á blóðrauðan ávöxt, þar sem hann var á ferðum sínum um hið nýfundna land Chile. Frakkanum forvitna þótti ávöxturinn fagurrauði hafa einstaklega sætan og höfugan ilm og bragðast yndislega. Hann var ákaflega uppnuminn yfir fundi sínum og færði frönsku konungshirð- inni fyrstu jarðarberjaplönturnar, sem Spánverjar nefndu Fresita, við heimkomu sína. Franska drottningin tók miklu ástfóstri við berin blómlegu og kaus að njóta þeirra með daglegu kampavínsglasi sínu. Komst þessi samsetning í tísku og nú hafa Chilemenn sameinað þessi tvö dýrðlegu hráefni í einum drykk. Íslendingar hafa tekið Fresita opnum örmum og er það vin- sælasta freyðivínið hérlendis. Fresita er ferskt og mjúkt vín með einstaka bragðfyllingu og hentar vel sem fordrykkur eða vín með eftiréttum. Það er 100% náttúruafurð og er lágt í alkóhóli, eða 7,9%. Það er ákaflega góður grunnur fyrir kokk- teila, t.d. ef blandað er í það smá lögg af rommi, koníaki, vodka, tekíla eða líkjör. Fæst í þremur stærðum í Vínbúðum: 750 ml flaska kostar 890 kr., 375 ml flaska kostar 490 kr. og 187 ml flaska 239 kr. PETER LEHMANN: Hörkukaup í gæðavínum Ástralskir dagar hafa staðið undan- farnar vikur og hafa fjölmargir vínunn- endur nýtt sér að þar má gera hörku- góð kaup í gæðavínum. Meðal þeirra vína sem fást á kynningarverði eru fjögur vín frá meistara Peter Leh- mann, einum kunnasta víngerðar- manni Ástralíu. Einnig er vert að benda á að fleiri vín frá Lehmann hafa lækkað í verði nýlega vegna auk- innar sölu hérlendis og hagstæðari innkaupa. Peter Lehmann er einn kunnasti vínframleiðandi Ástralíu, oft nefndur baróninn af Barossa. Leh- mann-vínin hafa notið gífurlegra vin- sælda um allan heim og er Ísland þar engin undantekning. Ein vinsælasta vínlínan frá Peter Lehmann nefnist Wildcard enda þykir Lehmann mikill „gambler“, tók mikla áhættu við upp- byggingu hátæknivædds víngerðar- húss síns og þótti því viðeigandi að nefna fyrirtækið eftir söguhetjunni Sky Masterson, fjárhættuspilaranum mikla úr bókum bandaríska smá- sagnahöfundarins Damon Runyons. Peter Lehmann Wildcard Chardonnay Afar góð ræktunarskilyrði eru fyrir chardonnay-þrúguna í Suður-Ástralíu. Vínið hefur ferskan ávaxtaríkan karakter með smá suðrænum blæ þar sem greina má melón- ur og ferskjur ásamt hun- angsvotti. Vínið er einstak- lega vel samstillt með hreint og ferskt eftirbragð. Hentar vel með flestu sjáv- arfangi og ljósu kjöti. Kynningarverð á áströlsk- um dögum 990 kr. Peter Lehmann Wildcard Shiraz Vín úr shiraz-þrúgunni eru sennilega þekktustu vín- afurðir Ástrala, allt frá skemmtilegum neyslu- tegundum upp í gríð- arstór og mikil vín. Berjasprengja af bestu gerð, kryddaður karakter en engu að síður er fínleiki og mýkt í fyrirrúmi og jafnvægið gríðarlega gott. Kynningarverð á áströlskum dögum 1.090 kr. sumar gjafir skipta öll börn máli!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.